Fréttablaðið - 03.06.2006, Blaðsíða 78
3. júní 2006 LAUGARDAGUR46
Háskóli Íslands er öflugasta þekkingarsamfélag
landsins. Í ellefu deildum skólans er að finna 358
námsleiðir. Markmið Háskólans er að vera meðal
100 bestu háskóla í heiminum og að nota alþjóð-
lega viðurkennda gæðastaðla við allt mat á starfi
skólans. Það er styrkur nemenda frá Háskóla Íslands
til framtíðar.
Háskóli Íslands
Nýnemar: Umsóknarfrestur er til 6. júní
Ath.! til 6. júní
Umsóknarfrestur nýnema er til 6. júní. Rafræn umsóknar-
eyðublöð eru á vefsetri Háskólans, www.hi.is.
Nánari upplýsingar um námsframboð, vísindastarf og þjónustu
Háskólans er að finna á vefsetrinu og í síma 525 4000.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
SK
3
25
36
06
/2
00
6
Menntaskólinn Hraðbraut hefur
eignast óvenju flottar skólapeysur.
Um er að ræða hettupeysur í þrem-
ur litum með skemmtilegu grafísku
merki að framan og aftan á bol og
nafni skólans á hettunni. „Flestir
framhalds- og menntaskólar eru
með eigin peysur en ég held að mér
sé óhætt að fullyrða að okkar peys-
ur séu mest hipp og kúl.“ segr Sig-
ríður Stella Guðbrandsdóttir, nemi
í skólanum og hvatamaður að til-
vist peysanna. „Aðrar skólapeysur
eru bara með merki skólans á
brjóstinu, eru fjöldaframleiddar og
frekar ljótar. Mig langaði til þess
að nemendur Menntaskólans Hrað-
braut fengju flottari peysur til að
ganga í og leitaði því til fatahönn-
uðarins Söru Maríu Eyþórsdóttur,
verslunareiganda Nakta apans og
fékk hana í samstarf með okkur.“
Það var graffarinn Ólafur Orri
Guðmundsson sem hannaði mynd-
irnar sem prýða peysurnar en þær
sýna Reykjavíkurborg í ýmsum
myndum en myndirnar voru síðan
þrykktar á peysurnar í Nakta apan-
um. Nemendur skólans hafa tekið
vel í þessa nýjung og um helmingur
nemenda hefur nú þegar fest kaup
á peysu. Mikil umræða hefur verið
um skólabúninga í grunnskólum
landsins að undanförnu og segist
Sigríður Stella vera fylgjandi slík-
um klæðnaði. „Það að geta bara
skellt sér í sína skólapeysu einfald-
ar allt svo mikið. Við völdum líka að
nota hettupeysur sem eru mikið í
tísku um þessar mundir en þær eru
ekki bara flottar heldur líka hlýjar
og þægilegar þannig að nemendum
finnst gott að nota þær í skólann.“
-snæ
Flottar
skólapeysur
FLOTT Í SKÓLANUM Sigríður Stella nemandi
í Menntaskólanum Hraðbraut er hér í nýju
skólapeysunni (svört peysa) sem hún
fullyrðir að sé með flottari skólapeysum
landsins. Með henni á myndinni eru sam-
nemendur hennar Arney, Egill og Ívan.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hljómsveitin Mannakorn gefur út
plötuna „Ekki dauðir enn“ á næst-
unni. Á plötunni, sem er tvöföld,
eru upptökur frá þrjátíu ára afmæl-
istónleikum sveitarinnar í Salnum í
Kópavogi þar sem fjögurra manna
strengjasveit var henni til halds og
trausts. Á plötunni eru bæði gömul
og ný lög með Mannakornum og er
þetta fyrsta platan sem Sögur
útgáfa gefur út.
„Við héldum þrenna afmælistón-
leika í Salnum og það var uppselt á
þá alla okkur til mikillar ánægju,“
segir Magnús Eiríksson. „Við útsett-
um svolítið af þessum lögum fyrir
strengi og þegar við fórum að hlusta
fannst okkur þær mjög skemmti-
legar og ákváðum að dúndra þeim
út,“ segir hann.
Mannakorn stefnir að því að
spila eitthvað á næstunni, auk þess
sem ný plata er í vinnslu. Sú síðasta,
„Betra en best“, fékk mjög góðar
viðtökur og mun vera uppseld.
Tvöfalt frá Mannakornum
MANNAKORN Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson á afmælistónleikunum í Salnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Eins og glöggir lesendur Frétta-
blaðsins tóku eftir í morgun hefur
myndasagan Pú&Pa verið kvödd. Í
staðinn er komin verðlaunasagan
Handan við hornið eða Insanity
Streak eftir Tony Lopes. Mynda-
sögurnar birtust fyrst í Ástralíu
árið 1995 og urðu strax mjög vin-
sælar hjá andfætlingunum enda
þykir höfundinum Tony Lopes tak-
ast einstaklega vel upp er hann
skoðar hversdagsleikann í spaug-
ilegu samhengi. Fleiri breytingar
hafa átt sér stað á myndasögusíðu
Fréttablaðsins því Gelgjan verður
helgarsagan ásamt Pondusi.
Gelgjan er eftir Jerry Scott sem
einnig semur Barnalán en sú fyrr-
nefnda hlaut hin eftirsóttu National
Cartoonist Society árið 2001.
Ný myndasaga
HANDAN VIÐ HORNIÐ Myndasögurnar þykja sýna hversdagsleikann í ansi fyndnu ljósi.
Þrjár gamlar plötur með hljóm-
sveitinni Depeche Mode verða
endurútgefnar þann 6. júní bæði á
geisladisk-
um og
DVD-
mynddisk-
um.
Um er
að ræða
fyrstu plötu
sveitarinn-
ar, Speak & Spell frá árinu 1981,
Music for the Masses frá 1987, og
Violator frá 1990.
Heilmikið af aukaefni verður á
hverjum diski fyrir sig auk þess
sem hljómurinn hefur verið end-
urbættur.
Aukaefni
frá Depeche
DEPECHE MODE
Í síðustu viku fór fram Norður-
landamót í ökuleikni á vinnutækj-
um sem notuð eru í álverum.
Keppnin fór fram á lóð Álversins
við Straumsvík og mættu starfs-
menn níu álvera til leiks, frá
Íslandi, Svíþjóð og Noregi. Í
keppninni voru keppendur látnir
leysa hinar ýmsu þrautir á vinnu-
tækjum sem öll eiga það sameig-
inlegt að vera sérhönnuð fyrir
áliðnaðinn. Ein af þrautunum fól-
st í því að reka keilukúlu eftir
braut og ofan í gat en allar þraut-
irnar voru þannig uppsettar að
keppendur þurftu að sýna færni
við þröngar og erfiðar aðstæður.
Að sögn Halldórs Halldórssonar
öryggisstjóra hjá Alcan í Straums-
vík var keppninni komið á fót árið
1993 með það að markmiði að auka
öryggi meðal starfmanna. Keppn-
in spurðist síðan út til hinna álver-
anna á Norðurlöndunum og breytt-
ist þannig í Norðurlandamót.
Íslensku keppendurnir stóðu sig
ágætlega í ár og lenti Guðmundur
Hauksson í fyrsta sæti í flokknum
fyrir kerskálastarfsmenn og Haf-
þór Kristjánsson lenti í öðru sæti í
flokknum fyrir starfsmenn í
steypuskálum. -snæ
Ökukeppni á vinnutækjum
SKÍNANDI EINBEITING Einbeitnin leyndi
sér ekki hjá þátttakendum en þessi norski
keppandi er að stýra áltökubíl sem sogar ál
upp úr kerjum og flytur til steypuskálans.
SÉRHÆFÐ TÆKI Ökutækin sem notuð voru í
keppninni voru mörg hver mjög undarleg á
að líta, en þau eru öll sérstaklega framleidd
fyrir áliðnaðinn.
NORSKU KEPPENDURNIR Hér má sjá brot af
norsku keppendunum en Norðmenn voru
þeir einu sem sendu konur í keppnina.
Erlendu gestirnir voru í þrjá daga á landinu
og náðu að sjá Gullfoss, Geysi og Bláa
lónið í ferðinni.
FLOTT LIÐ Haraldur Helgason, Hafþór Kristj-
ánsson og Guðmundur Hauksson skipuðu
lið álversins í Straumssvík og gekk þeim
ágætlega í keppninni.