Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 82

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 82
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR50 menning@frettabladid.is ! Dans á Rósum frá Vestmannaeyjum í kvöld NÝR TVÖFALDUR G EISLADISKUR KR. 1.999, - ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� �������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� �������� ��������� ������������� �������� ��������� ������������������������ ��������� �������������� �������� ��������� Kl. 15.00 Á tónlistarhátíðinni IsNord í Borg- arnesi er athyglisverð dagskrá alla helgina. Í dag verða tónleikar í Surtshelli þar sem Bára Grímsdótt- ir, Diddi fiðla og Steindór Andersen flytja rímur og leika á gömul hljóð- færi í óvenjulegum tónleikasal. > Ekki missa af... tónlistarhátíðinni Reykjavík Trópík á háskólaplaninu um helgina. Í dag leika meðal annars Skátar, Úlpa, Kimono, Jeff Who, Leaves og Supergrass. Björtum dögum í Hafnarfirði. Frá- bærlega fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa, tónlist, danslist, myndlist og menning út um allan bæ. óperu í Þjóðleikhúsinu. Galdraskyttan eftir Weber er ógleymanlegt sjónarspil. Alveg brilljant skilnaður Einleikur Eddu Björgvinsdóttur um allt land. Kirkjubæjarklaustur 3. júní. Miðasala í síma 487-4840 til kl. 13:00 síðan í 897-1987 Viðskiptavinir Landsbankans fá 500 króna afslátt af miðaverði Nú stendur yfir yfirlitssýn- ing á ljósmyndum Andrésar Kolbeinssonar í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í Grófar- húsi. Andrés er sjálfmenntaður ljós- myndari og hafði ljósmyndun að öðru aðalstarfi um árabil ásamt því að leika á óbó, bæði með Útvarpshljómsveitinni og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Hann segist hafa lært fyrstu handtökin þegar hann eignaðist litla 35 mm Kodak- myndavél þegar hann var í tón- listarnámi á Englandi en síðan var hann duglegur að safna að sér upplýsingum, reyndi til dæmis að fylgjast vel með tímaritum og annarri útgáfu tengdri ljósmynd- um. Á sýningunni eru myndir sem Andrés tók á árunum 1952-1965 og birta þær óvenjulega sýn á Reykjavík þar sem augað velur fegurð og hreinleika borgarinnar sem þá var í örum vexti. Þorps- bragurinn hverfur og borgin birt- ist áhorfandanum ægifögur og stílhrein. Um verk Andrésar er sagt að hann hafi afar gott auga fyrir myndbyggingu og næma form- skynjun. Þótt ótrúlegt sé þá notaði hann aldrei ljósmæli við tökur og flassið einungis ef brýna nauðsyn bar til enda þykir honum langbest að taka myndir í dagsbirtu. Andrés segist ef til vill hafa forðast óreiðuna ósjálfrátt. Á þessum tíma var borgin ákaflega óþrifaleg á köflum og að ganga í gegnum ákveðið gelgjuskeið því þorpið var að breytast í stórborg. „Þegar ég fór út í þetta að taka ljósmyndir þá hafði ég svo fjöl- breytt val og borgarmyndir urðu hluti af því. Ég tók töluvert af myndum af listamönnum og verk- um þeirra, svo tók ég myndir fyrir leikhúsin og svo fyrir Hörð Ágústsson og tímaritið Birting. Það var kannski helst í því sam- bandi að ég tók svona borgar- myndir. Hörður gagnrýndi hvað arkitektunum væru mislagðar hendur, að það ægði saman alls konar stílum sem hann sætti sig ekki við,“ segir Andrés. Andrés tók myndir af bygging- um í ört stækkandi borginni en myndir hans vitna einnig um atvinnulífið, horfna starfshætti og í fórum hans eru líka myndir af mörgum þekktum listamönnum og öðrum goðsögnum. „Það ægir öllu saman, hér er til dæmis Guð- mundur á Mokka að skenkja kaffi og Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari úti í garði.“ Andrés þekkti vel til listakonunnar Bar- böru Árnason og í gegnum þann kunningsskap var hann fenginn til að mynda fjölda listamanna og verk þeirra, þar á meðal Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Nínu Tryggvadóttur og Þorvald Skúla- son. Andrés tók einnig myndir af listakonunni Rósku, bæði ljós- myndir og stuttmynd. „Það kom þannig til að bræðurnir Gestur og Kristján Þorgrímssynir sem komu mikið við sögu við að reisa og reka Austurbæjarbíó ákváðu að gera tilraun með að taka stuttmynd sem eins konar kynningu fyrir þennan kaffibar sem var niðri á jarðhæðinni. í tilefni af því tók ég 16 mm kvikmynd af þessu þar sem Róska var í aðalhlutverki. Þegar verkinu var lokið fórum við niður til þess að fá okkur ein- hverja hressingu og Róska fékk sér ís.“ Stuttmyndin var ekki tekin til sýninga en ljósmyndin lifir. RÓSKA BORÐAR ÍS Á AUSTURBAR Tíðarandaljósmyndir Andrésar Kolbeinssonar eru til sýnis í Grófarhúsi. MYND/ANDRÉS KOLBEINSSON Fágaða Reykjavík fortíðarinnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.