Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 84
 3. júní 2006 LAUGARDAGUR52 utlit@frettabladid.is Hver kannast ekki við það að vera berfættur í skóm í rign- ingu og roki og koma heim með frosnar lappir eftir að hafa farið aðeins of bjartsýnn út um morguninn. Við Íslendingar getum því miður ekki verið of frjálslyndir í skóvali og ef við ætlum að fara í sandölum út þá liggur við að við þurfum að horfa á veðurfréttirnar kvöldið áður og taka með okkur sokka og aukaskó til öryggis. Auðvitað lætur þjóðin í norðri nokkra dropa eða smávind ekki slá sig út af laginu og því eru búð- irnar fullar af fallegum skóm fyrir sumarið. Gaman er að sjá hversu mikið er til af litríkum skófatnaði og því tilvalið að setja svörtu skóna í geymslu fram á haust og missa sig aðeins í litagleðinni. Einnig er flott að vera í skemmtilegum sokk- um við hælaskónna og svörtu sokkabuxurnar enda setur það mjög flottan tískusvip á dress- ið. Sagt er að skórnir séu punkturinn yfir i-ið í heildar- útlitinu og því ekki amalegt að hafa úr mörgu að velja. alfrun@frettabladid.is Spáir þú mikið í tískuna? Já, ég geri það upp að vissu marki en reyni að elta ekki alla tísku- strauma vegna þess að ég er ekki Svíi. Sænskir strákar eru þekktir fyrir að vera alltof trendí týpur. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með frekar fjölbreyttan fatastíl. Get verið bæði í þröngum og víðum gallabuxum. Get verið pínu merkjafrík. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Tiger Jeans er uppáhalds fatamerkið mitt og hönnuðurinn er Hedi Slimane fyrir Dior homme. Flottustu litirnir? Hermannagrænn og dökkblár eru málið þessa stundina. Hverju ertu veikust/veikastur fyrir? Jökkum, kaupi alltof mikið af jökkum... fer að verða vandamál. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Tiger Jeans gallaskyrtu í Kultur Menn. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Þröngar, stuttar buxur og litríkir sokkar. Einnig er ég mjög hrifinn af axla- bandatískunni. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Mér vantar svo sem ekk- ert en væri til í Dior-axlabönd. Uppáhaldsverslun? Kúltur Menn, Gallerí Sautján og All Saints. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Ekki spyrja. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Diesel style lab-skónna minna sem ég er alltaf í og acne-bláu gallabuxurnar mínar. Uppáhaldsflík? Ullarpeysa sem ég prjónaði á sjálfan mig í skólanum. Mikið afrek. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Tókýó, þar geturður fengið allt sem hugurinn girnist. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Klossaðar mokkasínur í Bónusskóm á Hverfisgötu. Frábær búð en ég var ekki í miklu stuði þegar ég keypti þá. Fóru í ruslið eftir eina notkun. SMEKKURINN MINN: HALLDÓR ÓSKARSSON AÐSTOÐARVERSLUNARSTJÓRI Í GALLERÍI SAUTJÁN Reynir að elta ekki alla tískustrauma KLOSSAÐIR HÆLAR OG BRÚNT LEÐUR Þessir skemmtilegu skór eru í nýjum stíl með klumphæl og lokaðir að framan. Mjög fallegir á fæti og henta vel við pils og buxur. Fást í GS skóm í Kringlunni. MEÐ JAPÖNSKU MUNSTRI Þessir ballerínuskór eru frá Diesel og eru úr satíni. Henta vel bæði hverdags og spari og eru með eindæmum þægilegir. FYLLTUR HÆLL Þessir fallegu hælaskór eru með munstruðum fylltum hæl sem gerir það að verkum að það er þægilegra að ganga á þeim en skóm með venjulegum hælum. Fást í GS skóm í Kringlunni. Marglitt sumar í skótískunni BLEIKIR STRIGASKÓR Þessir fallegu bleiku skór eru frá mótórhjólamerkinu Kawasaki og fást í versluninni Focus í Kringlunni. Ódýrir og til í mörgum litum. NEONGRÆNT Þessir eru einnig frá Kawasaki og skemmtilegir við hvaða tilefni sem er. Fást í Focus í Kringlunni. HERKÚLES Á HÆLUM Þessir skór minna helst á skó sem Rómverjar notuðu nema þeir eru í nútímalegri búningi. Alexander McQueen notaði svona skó í sýningu sinni fyrir vor/sumar 2006. Fást í Focus í Kringlunni. KLASSÍSKIR OG GÓÐIR Converse-skór hafa reynst vel og eiga flestir eitt par af slíkum inni í skáp. Ef ekki þá er þetta góð fjárfesting sem ég mæli með. Þeir fást í Focus, Retró og Deres. FRÉTTABLAÐIÐ / HÖRÐUR Mikið lifandis ósköp hefur verið erfitt að klæða sig þessa dagana. Hið dæmigerða íslenska veðurfar hefur verið að gera mér, tískustelpunni, lífið leitt. Ég er búin að vera í stökustu vandræðum á hverjum einasta morgni. Er annað hvort að kafna úr hita eða með gæsahúð á hálsinum af kulda. Ekki skrítið að hálf þjóðin sé veik um þessar mundir enda hita- mismunur einn helsti valdur veikinda. Helst mundi ég vilja nota nýju sandalana mína og hlýrabolina en það er rosalegt mál að þurfa að reyna að nýta sumarfötin eins og maður getur með alls kyns blöndum. Ég nota vettlinga og trefla aldrei jafn mikið og á sumrin enda til- heyra útilegur og alls konar útivist hækkandi sól en gönguferðir á fjöll, bátsferðir og sumarbústaðaferðir bjóða upp á aðeins öðruvísi fataval en venjulega. Það reyndist mér því þrautinni þyngra um daginn þegar ég var á leiðinni til Vestmanneyja. Ég leit inn í stóra fataskápinn sem virt- ist ekki hafa upp á neitt annað að bjóða en þröngar gallabuxur, leð- urjakka og kjóla. Þegar yfir lauk var ég í fimm hettupeysum, næl- onsokkabuxum og gallabuxum utanyfir þeim. Svo dró ég fram einhverja gamla vindjakka sem voru rykfallnir inn í geymslu. Ekkert sérstaklega smart en mér varð að minnsta kosti ekki kalt á meðan ég sprangaði um kletta Heimaeyjar. Þarf að skoða útvistarfatnaðinn sem er í boði til þess að geta verið smart í sveitinni. Samt sem áður finnst mér ekkert sérstaklega flott að vera í flíspeysu og buxum í stíl. Eitt sniðugt trix er að vera í síðerma bol undir blóma- kjólnum og fallegum ullarsokkabuxum undir pilsinu. Hnepptar peysur eru einnig ómissandi á sumrin og best er að eiga eina í hverjum lit sem ganga við allt. Sem betur fer eru íslensku ullarpeysurnar ennþá í tísku síðan síðasta sumar þannig að fólk þarf ekkert endilega að standa með frosið bros uppi á fjallstindi og koma niður með blöðrubólgu. Ég er því búin að setja það næst á dagskrá að kaupa mér flott útvistarföt. Smart í sveitinni MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN > Lancome Resurface Peel er lúxus andlitsmeðferð með glycolic sýru sem þú getur notað heima hjá þér til að fá áferðarfallegri og jafnari húð. LANCOME SKÓLÍNAN FRÁ CHLOE Tréhælar og fylltir botnar voru augsýnilega nýjasta nýtt samkvæmt flestum hátískuhönnuð- unum. NAUÐSYNLEGT VIÐ KJÓLINN Fallegir hvítir sandalar gera leggina brúna og gera fötin fallegri. Frettabladid/netið ZAC POSEN Brúnir leðursandalar sem eru bundnir upp ökklann eru fallegir og hent- ugir. Þessir eru frá Zac Posen en svipaða er hægt að fá í skóverslunum hérlendis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.