Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 89

Fréttablaðið - 03.06.2006, Síða 89
LAUGARDAGUR 3. júní 2006 57 FRIDAY 2 JUNE 2006 / FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 2006: 09:30-19:00 Team Events and Mixed Doubles. Liðakeppni og tvenndarkeppni. SATURDAY 3 JUNE 2006 / LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2006: 09:00-17:00 Team Events, Singles and Doubles Liðakeppni, einliða- og tvíliðaleikur. 16:45-18:00 Semi-final and Final: Mixed Doubles. Undanúrslit og úrslit í tvenndarkeppni. SUNDAY 4 JUNE 2006 / SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2006: 10:00-10:45 Semi-final: Men’s and Women’s Doubles. Undanúrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 10:45-11:30 Semi-final: Men’s and Women’s Singles. Undanúrslit í einliðaleik karla og kvenna. 11:30-12:15 Final: Men’s and Women’s Doubles. Úrslit í tvíliðaleik karla og kvenna. 12:15-13:50 Final: Men’s and Women’s Singles. Úrslit í einliðaleik karla og kvenna. 13:00-14:00 Winners Ceremony. Verðlaunaafhending. Norður Evrópumótið í borðtennis 2006 TBR ÍÞRÓTTAHÚSINU við GNOÐARVOG 2006 North European Table Tennis Championships Reykjavík, Iceland, 2-4 June TBR SPORT CENTER – GNODARVOGUR 1 Gudmundur E. Stephensen North European Table Tennis Champion 2004. What happens 2006 ? Tekst Guðmundi að verja titla sína? FÓTBOLTI Í hádeginu í gær var dregið í fjórðu umferð VISA- bikars karla í knattspyrnu. Tvo grannaslagi ber hæst í umferðinni en KA og Þór mætast á Akureyri og ÍR og Leiknir í Breiðholtinu. Úrvalsdeildarfélögin koma inn í pottinn í næstu umferð, sextán liða úrslitunum. FJÓRÐA UMFERÐIN: 14. JÚNÍ: FJARÐARBYGGÐ - SINDRI 15. JÚNÍ: ÍR - LEIKNIR 15. JÚNÍ: AFTURELDING - NJARÐVÍK 15. JÚNÍ: ÞRÓTTUR R. - HK 16. JÚNÍ: KA- ÞÓR 16. JÚNÍ: HAUKAR - FRAM VISA-bikar karla: Grannaslagi ber hæst BIKARMEISTARARNIR Valsmenn eru núverandi bikarmeistarar, en þeir koma inn í næstu umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NBA Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, sem stundum er kallaður Nick, var allt í öllu í liði Dallas sem vann öruggan sigur á Phoenix í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. „Ég sagði strákunum bara að nú væri kominn tími til að bretta upp ermarnar. Þegar Phoenix náði forskotinu í þriðja leikhlutanum fór ég að sjá frábært tímabil okkar fjara út í huganum og ég gat ekki látið það gerast,“ sagði Nowitzki af sinni alkunnu hógværð. 50 stig Nowitzki voru persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni og félagsmet hjá Dallas, en aðeins einn annar, Kobe Bryant, hefur skorað 50 stig í úrslitakeppninni í ár og það var einnig gegn Phoenix - reyndar eftir framlengdan leik. Tim Thomas var besti maður Phoenix í leiknum og skoraði 26 stig. - hþh NBA körfuboltinn: Dirk Nowitzki skoraði 50 stig NOWITZKI Fannst ekki leiðinlegt að sjá 50. stigið detta niður í körfuna í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Wayne Rooney hefur tekið mikilvægt skref í átt að bata fyrir HM í sumar en hann tók þátt í æfingu enska liðsins í gær. Hann hljóp mikið og sparkaði í bolta, en það er í fyrsta sinn sem hann gerir það síðan hann braut bein í fætinum á sér í lok aprílmánaðar. „Hann hefur verið að vinna með læknum Manchester United alla vikuna. Hann er að verða góður, en við verðum að bíða og sjá,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Steve McClaren, og tilvonandi landsliðsþjálfari. Rooney fer í ítarlega læknisskoðun þann 7. júní og mun það skera úr um hvort hann geti spilað á mótinu. „Vonandi sýnir skoðunin fram á að allt sé í góðu. Það býr mikið sjálfstraust í stráknum og við munum gera allt sem við getum til að hann geti spilað,“ sagði Sven Göran-Eriksson um Rooney, en ekki er búist við því að hann geti spilað með í riðlakeppninni. - hþh Wayne Rooney: Byrjaður að sparka í bolta FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segir að Didier Drogba sé ekki á förum frá félaginu eins og orðrómur hefur verið um. „Margir eru að tala um að Andriy kæmi inn og Drogba færi en það var aldrei, aldrei áætlunin. Þeir eru tveir framherjar með mjög mismunandi eiginleika,“ sagði Mourinho. „Andriy er hraður með boltann á tánum, frábærar hreyfingar og með auga fyrir spili, hann er frábær leikmaður. Didier er sterkur, kraftmikill, baráttuhundur og frábær í að skapa öðrum pláss. Þeir gætu því náð vel saman frammi,“ bætti Mourinho við. - hþh Jose Mourinho: Drogba er ekki á förumFÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, mun að öllum líkindum snúa aftur í leik- kerfið 4-4-2 í síðasta æfingaleik enska landsliðsins fyrir HM sem verður gegn Jamaika í dag. Peter Crouch skoraði gegn Ungverjalandi í vikunni eftir að hafa komið inn sem varamaður og verður líklegast í byrjunarliðinu og mun verða við hlið Michael Owen í fremstu víg- línu. „Við munum breyta leik okkar töluvert frá því á þriðjudaginn,“ sagði Eriksson á blaðamannafundi í gær. Jamie Carragher mun taka stöðu Gary Neville í hægri bak- verðinum þar sem Neville á við smávægileg meiðsli að stríða en hann verður þó sem betur fer fyrir England orðinn leikfær í fyrsta leik riðlakeppninnar. „Hann hefði alveg getað spilað gegn Jamaika, meiðsli hans eru það smávægileg. Við tökum hins vegar enga áhættu,“ sagði Eriksson. „Í þessum tveimur landsleikjum fyrir keppnina sjálfa prufum við tvær ólíkar leikaðferðir, við munum líklega notast við þær báðar á HM,“ sagði Eriksson. David Beckham, fyrirliði enska landsliðs- ins segir að leikmönnum liðsins líki betur við leikaðferðina 4-4-2. Gaman verður að sjá hvort Crouch verði á skotskónum í leiknum í dag og bjóði jafnvel aftur upp á vélmennadansinn sem vakti mikla lukku gegn Ungverjum. Síðan Crouch tók dansinn hefur hann oft og tíðum fengið beiðnir um að endurtaka dansinn og gert það fús- lega. Búist er við því að þessi dans verði sá heitasti á skemmtistöðum Englands og jafnvel víðar um þessa helgi. - egm Mun Peter Crouch endurtaka vélmennadansinn magnaða gegn Jamaika?: Peter Crouch verður í byrjunarliðinu CROUCH Heillar stúlkurnar upp úr skónum með vélmennadansinum. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.