Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 96

Fréttablaðið - 03.06.2006, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 190,- 60 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 20:00 | www.IKEA.is Sumarið er hér! BULLE brauðkarfa Ø26x7 cm ýmsir litir SOMMAR ísmót, ýmsir litir SOMMAR karfa ýmsir litir Ø32 H18 cm 790,- SOMMAR sogrör 200 stk. ýmsir litir 90,- IKEA/PS BETSÖ grill Ø35x50 cm 4.900,- SOMMAR fellistóll ýmsir litir 495,- MÄKTA kertastjakar Ø9 cm ýmsir litir 595,- SOMMAR strandpoki ýmsar tegundir 45x45 cm 95,- 790,- 50,- FANTASTISK servíettur 50 stk. ýmsir litir 195,- TÄRNÖ borð og tveir stólar 4.490,- borð 55x54x70 cm stóll 39x40x79 cm 490,- Sumarréttur Opið annan í hvítasunnu kl. 12:00 - 18:00 Úrbeinuð kjúklingalæri m/BBQ jógúrtsósu SOMMAR lukt fyrir kubbakerti ýmsir litir 22 cm 1.390,- ������ ����� ���� ������ ���������� ��������� ��������������� Ég hef tekið eftir því undanfarið að boðhátturinn af sögninni að heyra, sem sagt: heyrðu – hefur rutt sér töluvert til rúms í íslensku máli undanfarið. Hér er um að ræða, eftir því sem ég best veit, spánýtt tilfelli af ástarsambandi þjóðarinnar við einstakt orð. Mörg smáorð eru náttúrulega fyrir löngu orðin einkennandi fyrir Íslendinga, eins og ha, já og jæja, en nú sýnist mér að heyrðu sé að koma ansi sterkt inn. FÓLK er spurt einfaldrar spurn- ingar eins og „Hvað heitir þú?“ Þá er svarað: „Heyrðu, ég heiti Jón.“ Úti í búð er viðskiptavinur spurður alvanalegrar spurningar eins og „Get ég aðstoðað þig?“ Og þá er svarað: „Heyrðu, já, áttu smjör?“ Sífellt fleira fólk byrjar hvers- dagslegar setningar, símtöl og spurningar á heyrðu. Heyrðu er tískuorðið í dag. ÞAÐ er hreint ekki ætlun mín að halda því fram að þetta sé einhvers konar öfugþróun. Tungumálið er ekki að deyja. Ég brydda bara upp á þessu vegna þess að mér finnst þetta smá fyndið. Svona er þetta. Orð breiða úr sér og fara út um allt, á hina óvæntustu staði og eru allt í einu notuð í kringumstæðum þar sem þau voru aldrei notuð áður. Svoleiðis getur verið smá kómískt þegar maður spáir í það. HVERS vegna vilja allt í einu svona margir segja heyrðu svona oft? Er þetta eitthvað einstaklega þægilegt orð? Þykir það vinalegt? Er það smart? Eins og áður segir er hér um boðhátt af sögninni „að heyra“ að ræða. Í framhaldi af því má spyrja af hverju boðhættir ann- arra svipaðra sagna hafa ekki náð svipaðri útbreiðslu, eins og til dæmis sjáðu. Það mætti ímynda sér að stytt útgáfa þeirrar sagnar gæti verið skemmtileg í daglegu tali: „Hvað heitir þú?“ „Sjá, ég heiti Jón.“ FULL biblíulegt kannski. Stytt útgáfa af heyrðu gæti líka gengið: „Heyr, áttu smjör?“ Og síðan gæti stytt útgáfa af boðhættinum þeg- iðu verið mjög skemmtileg til til- breytingar. Það yrði skáldlegt: „Þey, veistu um Gunnu?“ Og tal- andi um tilbreytingu. Auðvitað ber það vitni um ákveðið andleysi þjóð- arinnar að það sé alltaf sama orðið sem nær svona útbreiðslu og engum skuli detta í hug að nota eitthvað annað í staðinn. Merking orðsins heyrðu er í raun hlustaðu á mig, eða hlýddu á orð mín, eða eitt- hvað slíkt. Eða bara: Nú skal segja. Hvers vegna ekki að nota það stundum í staðinn? Það yrði fyndið. „Hvað heitir þú?“ „Nú skal segja, ég heiti Jón.“ ÉG ætla að sletta fram kenningu. Ég held að útbreiðsla orðsins heyrðu í upphafi setninga í dag- legu tali sé ákveðin stæling á sam- bærilegum fyrirbrigðum í erlend- um tungumálum. Á ensku segja töffarar til dæmis sýknt og heilagt jo þegar þeir hittast og þurfa að eiga í einföldum samskiptum. „Jo, what‘s up?“ segja þeir. Ég held að Íslendingar séu meiri málverndun- arsinnar en þeir vilja viðurkenna. Hér á landi segir enginn jo nema hann sé rugludallur. Íslendingar segja: Heyrðu. Heyrðu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.