Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 12. júní 2006 13
410 4000 | landsbanki.is
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
30
53
06
/2
00
6
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
30
53
06
/2
00
6
Tryggðu þér miða á betra verði á
landsbankadeildin.is eða ksi.is
mán. 12. júní kl. 19:15
fim. 15. júní kl. 19:15
fim. 15. júní kl. 19:15
fim. 15. júní kl. 19:15
fim. 15. júní kl. 19:15
lau. 10. júní kl. 16:00
mán. 12. júní kl. 19:15
mið. 14. júní kl. 19:15
mið. 14. júní kl. 19:15
Fylkir - Keflavík
Grindavík - Valur
ÍA - Breiðablik
FH - ÍBV
KR - Víkingur
KR - Valur
Breiðablik - Þór/KA
Keflavík - FH
Fylkir - Stjarnan
5. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA
7. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA
STÓRNMÁL „Okkur er mikil alvara í
því að ríkisstjórnarsamstarfið
gangi upp,“ sagði Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og menntamála-
ráðherra, eftir stjórnarbreyting-
arnar í gær.
Spurð hvort sjálfstæðismenn
sættu sig við að Framsókn færi
með utanríkis-, viðskipta-, og
umhverfisráðuneytin, þá mála-
flokka sem eru sagðir verða í
brennidepli fyrir næstu alþingis-
kosningar, svaraði hún að ekki
skipti máli hvor flokkanna bæri
ábyrgð á hverju ráðuneyti heldur
að unnið væri að góðum málum
innan þeirra. Sjálf liti hún svo á að
lykilmálin næstu þrjú árin væru
efnahags-, öldrunar- og menntamál.
Forsætisráðherra leiði ríkisstjórn-
ina í efnahagsmálum almennt.
Hún segir ekki ósanngjarnt að
láta umhverfisráðuneytið aftur í
hendur Framsóknarflokknum þrátt
fyrir innanflokksdeilur og fylgi-
stap í sveitarstjórnarkosningunum:
„Við sjálfstæðismenn höfum sinnt
þessu þannig að við nýtum okkur
ekki það að allt skuli vera með
döprum hætti hjá Framsókn. Við
settum fram þá kröfu á sínum tíma
að fá mann í skiptum fyrir forsæt-
isráðuneytið og því hlustum við á
þá kröfu þegar hún er sett fram af
hálfu framsóknarmanna.“ - gag
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki ósanngjarnt að umhverfisráðuneytið fari til framsóknarmanna:
Alvara í að láta samstarfið ganga upp
MENNTAMÁLARÁÐHERRA Í FJÖLMIÐLUM Þorgerður Katrín segir lykilmálin fyrir næstu ár
verða efnahags-, öldrunar- og menntamál. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Guðni Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, segist sátt-
ur við þær breytingar sem ákveð-
ið hefur verið að gera á ríkis-
stjórninni. „Ég á ekki von á því að
það verði miklar breytingar á
starfi ríkisstjórnarinnar, þrátt
fyrir að inn í hana komi nýtt
fólk.“
Aðspurður sagði Guðni mikinn
feng í Jóni Sigurðssyni seðla-
bankastjóra, þar sem hann kæmi
inn í ríkisstjórnina með reynslu
sem væri dýrmæt. „Jón Sigurðs-
son þekkir vel til efnahagsmála og
kemur eflaust með nauðsynlega
varúð vegna verðbólgunnar inn í
sitt ráðuneyti,“ sagði Guðni. - mh
Guðni Ágústsson:
Bjartsýnn á
gott gengi
GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARÁÐ-
HERRA FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
STJÓRNMÁL „Það skiptir miklu máli
fyrir okkur að halda traustum
tökum um forsætisráðuneytið,“
sagði Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra í Valhöll í gær eftir
að ráðherraskipti í ríkisstjórninni
höfðu verið tilkynnt. Hann sagði
annað óhjákvæmilegt.
„Þetta er samkomulag sem
hefur orðið og ekki annað um það
að segja,“ sagði Sturla. Sjálfur
ætli hann að halda áfram í stjórn-
málum. „Það er ekkert annað uppi
á teningnum.“ - gag
Sturla Böðvarsson:
Sáttur enda
það eitt í boði
STURLA BÖÐVARSSON Samgönguráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BYGGÐASTOFNUN Tap af rekstri
Byggðastofnunar var 272 milljón-
ir á síðasta ári og er það hundrað
milljónum króna minna en árið
2004, samkvæmt því sem kemur
fram í ársskýrslu stofnunarinnar.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að eignarfjárhlutfall Byggðastofn-
unar hafi verið 8,2 prósent en það
er 0,2 prósentustigum fyrir ofan
lágmarks eignarfjárhlutfall sam-
kvæmt lögum. - eö
Rekstur Byggðastofnunar:
272 milljóna
króna tap
BANDARÍKIN, AP Borgarstjórn Ont-
ario-borgar í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum vill láta setja takmörk á
hvað segja má í ræðustól, eftir að
prestur nokkur sagðist vera að
leggja bölvun á borgarstjórann og
fjölskyldu hans.
„Þetta kom illa við mig,“ sagði
John Anderson, sem situr í borg-
arstjórn. „Ekki svo að skilja að
ádeilur á (borgarstjórann) séu
neitt til að uppveðrast yfir, en
þetta fór fram úr öllu því sem
getur talist til gagnrýni.“
Anderson bað því lögmann
borgarinnar að stöðva fólk sem
færi um víðan völl í ræðum. - smk
Vilja takmarka ræður:
Prestur bölvar
borgarráði