Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 68
 12. júní 2006 MÁNUDAGUR28 „Á föstudaginn verða tuttugu ár upp á dag frá því við komum fyrst fram. Við gátum ekki sleppt því tækifæri til að koma aftur saman,“ segir Karl Örvarsson, söngvari Stuðkompanísins sem leikur á dansleik í Sjallanum næstkomandi föstudagskvöld. „Það var nú eða aldrei. Við höfum ekki spilað síðan við hættum um áramótin 88-89, það hefur bókstaflega ekki verið tekinn tónn síðan,“ segir Kalli. Hann segir að ferill Stuðkompanísins hafi verið stuttur en mjög snarpur, og eftir að sveitin hætti hafi meðlimir hennar farið í mismunandi áttir. „Við lifðum hratt,“ segir Kalli og hlær. „Menn voru ungir og óharðnaðir og mjög misvel undir þetta búnir.“ Í Stuðkompaníinu var einnig Atli bróðir Kalla, sem hefur verið búsettur í Hollywood um hríð og flýgur heim sérstaklega fyrir tónleikana. Auk þeirra skipuðu bræðurnir Jón og Trausti ryþma- sveitina og Magni Friðrik frændi þeirra var fimmti maðurinn. Kalli segir að æfingar hefjist annað kvöld þegar Atli er lentur á Akureyri. Hann kvíðir því ekki að það verði erfitt að rifja upp gömlu taktana. „Blessaður maður, þetta er eins og þegar maður lærir að hjóla. Við þurfum bara að rifja þetta upp, teljum í og þegar komið er inn í mitt lag er þetta smollið. Ég er kokhraustur í dag en svo verður þetta að koma í ljós!“ Kalli býst að við því að Stuðkompaníið bjóði upp á sama prógramm og þegar sveitin lék síðast á tónleikum. „Já, já. Við höldum áfram þar sem frá var horfið, tökum auðvitað öll Kompaníslögin sem voru reyndar ekki mörg en við tökum þau þá bara þeim mun oftar,“ segir Kalli, sem býst við að þeir muni auk þess leika lög frá níunda áratugnum. Þau verði að sjálfsögðu með þekktum sveitum á borð við Duran Duran og Frankie Goes to Hollywood. Stuðkompaníið verður ekki eina sveitin sem kemur fram í Sjallanum á föstudags- kvöld því Dúkkulísurnar ætla að hita upp. Kalli segir að þær hafi kæst svo mjög yfir end- urkomu Komp- anísins að þær hafi ekki tekið annað í mál en að fá að hita upp. Þetta verða líklega einu tónleikar Stuð- kompanísins á næstunni. Kalli segir að þeir eigi þó annað afmæli á næsta ári, en þá verða 20 ár frá því að sveitin sigraði í Músíktilraunum. „Það hefur verið kvartað undan því að við tækjum ekki gigg fyrir sunnan. Það er því aldrei að vita hvað gerist þá.“ Snúa aftur eftir 18 ára hlé KALLI ÖRVARS Söngvari Stuðkompanísins verður í banastuði í Sjallanum á föstudags- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GULLMOLI Skýjum ofar, platan með öllum smell- um Stuðkompanísins. Upp og ofan hjá Láru [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Tónlistarkonan Lára Rúnarsdóttir fylgir hér á eftir frumburði sínum Standing Still sem kom út fyrir tveimur árum og fékk ágætar við- tökur. Sú plata einkenndist af vönduðu poppi og gaf fín fyrirheit um framhaldið. Á nýju plötunni syngur Lára átta lög af tólf á íslensku og er það töluverður umsnúningur frá fyrri plötunni, sem var alfarið á ensku. Athygli vekur að í einu laginu, Why, kemur hinn angurværi Damien Rice við sögu. Nýja platan er töluvert öðru- vísi en Standing Still. Hún er öllu rólegri og lagasmíðarnar eru ekki alveg eins einfaldar og áður þegar kassagítarpoppið var í stærra hlutverki. Meira er nostrað við hlutina og ljóst að Lára er að reyna að prófa sig áfram í tónlistarsköp- un sinni, sem er gott mál. Platan hreyfði samt ekki við mér eins og meirihluti hinnar gerði. Þrátt fyrir að hljóðfæra- leikurinn væri góður og söngur Láru fallegur vantaði þann fersk- leika sem áður var til staðar. Nokkur lög stóðu þó upp úr og voru þau öll í fyrri hluta plötunn- ar, enda var sá síðari í heild sinni lakari að gæðum og í raun hvorki grípandi né áhugaverður. Viðlagið í laginu „Í síðasta sinn“ var gott og „Vetur“ ágætis blús í anda Norah Jones. „Ókunnugur maður“ var jafnframt hið sæmi- legasta popplag. „Why“ var fín ballaða þar sem rödd Láru naut sín vel. Innkoma Damien Rice í bakröddunum passaði vel inn í en kannski hefði Lára mátt nýta krafta hans aðeins betur, enda rödd hans aldeilis frábær og synd að hafa hana allan tímann í bak- grunninum. Engu að síður eitt besta lag plötunnar. Textarnir á plötunni voru ágæt- ir þar sem Lára leitaði mikið inn á við. Stundum voru þeir samt full yfirdrifnir í alvarleika sínum um ástina og þau vandræði sem henni geta fylgt. Freyr Bjarnason LÁRA: ÞÖGN NIÐURSTAÐA: Það vantar neistann á nýjustu plötu Láru. Fyrri hlutinn hefur ýmislegt gott fram að færa en sá síðari ekki. Lagið með Damien Rice er eftirminnilegast. Væntanlega fór ekki fram- hjá neinum að heimsmeist- arakeppnin í Þýskalandi hófst með pompi og prakt á föstudaginn. Sýn ætlar að sýna alla leiki keppn- innar í beinni útsendingu og á meðan riðlakeppninni stendur verða þrír leikir á dag. Sjónvarps- stöðin bauð öllum helstu knatt- spyrnuhetjum landsins á opnunar- hóf í Smáralindinni þar sem kapparnir gátu gætt sér á alls kyns góðgæti og horft á upphafs- leikinn milli Þjóðverja og Kosta Ríka í beinni útsendingu. Leikur- inn þótti bráðfjörugur en Þjóð- verjar unnu 4-2 og þótti þetta gefa ágætis fyrirheit um það sem koma skyldi næsta mánuðinn. HM hafið í Þýskalandi SIGUR Í FYRSTA LEIK Þjóðverjar unnu Kosta Ríka í fyrsta leik HM með fjórum mörkum gegn tveimur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES MEÐ ALLA BOLINA Viddi og Benni í Jóa Útherja létu þetta gullna tækifæri ekki framhjá sér fara og voru að sjálfsögðu á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Á RÉTTUM STAÐ Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi í Idolinu, var auðvitað mættur til að horfa á leikinn enda mikill íþróttaáhugamaður. SPENNTIR FYRIR LEIKNUM Þeir Hörður Bjarnason og Grétar Sigfinnur voru spenntir fyrir leiknum og þeirri veislu sem fram undan er.Aðdáendur Nylon-flokksins geta tekið gleði sína á ný því þær Stein- unn, Alma, Klara og Emilía ætla að spila á hérna á Íslandi 17. júní á fimm stöðum um suðvesturhorn landsins. Stúlkurnar hafa haft í nógu að snúast síðan þær lögðu land undir fót og héldu í víking til Bretlands. Stúlkurnar spiluðu með strákabandinu Westlife og stúlkna- sveitinni vinsælu Girls Aloud en komu heim í stutt frí í síðustu viku. Að sögn Einars Bárðarsonar, umboðsmanns hljómsveitarinnar, ríkir mikil eftirvænting hjá stúlk- unum enda hafa þær ekki spilað á Íslandi síðan um áramót. Að sögn Einars fara stúlkurnar aftur út á þriðjudaginn en þær eiga að fara í viðtal við vinsælasta glanstímarit Breta, Ok Magazine. Reyndar stóð til að það yrði tekið hér á Íslandi en eins og svo margt í tónlistarheiminum breyttist það á síðustu stundu. Nylon-flokkur- inn kemur heim á miðnætti sama dags en þá bíður hópur kvik- myndagerðarmanna sem eru að vinna að heimildarmynd um stelp- urnar. Stúlkurnar dveljast hér á landi fram á föstudag en þá fljúga þær út til að spila í afmæli Univer- sal-útgáfunnar. Þær verða síðan mættar á laugardeginum til að taka þátt í 17. júní hátíðarhöldun- um. Nylon á Íslandi NYLON Verður á ferð og flugi næstu daga en ætlar að spila á tónleikum hinn 17. júní á fimm stöðum á suðvesturhorninu. Yfirlitssýning á verkum Steinunn- ar Sigurðardóttur fatahönnuðar var opnuð á Norðuratlantshafs- bryggju í Kaupmannahöfn á laugardag en Steinunn hefur meðal annars unnið fyrir heims- þekkt tískumerki eins og Gucci, Calvin Klein og Ralph Lauren. Í dag hannar hún undir eigin nafni og er haustlína ársins í ár meðal sýningagripa. Sendiherra Íslands, Svavar Gestsson, flutti ávarp við opnunina en sýningin, sem áður var í Gerðubergi, verður opin til 9. júlí. - ks Steinunn opnaði í Danmörku Í UPPHAFI... Gestir virða fyrir sér úrklippur frá ferli Steinunnar. ÁNÆGÐAR Konur voru í meirihluta sýningagesta en góður rómur var gerður að verkum Steinunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN GAMLIR VINIR Hönnuðurinn Steinunn ásamt gömlum bekkjarbróður, Sigurði Kolbeinssyni, sem var meðal gesta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.