Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 12. júní 2006 5
Mikil eldhætta getur skapast í sumar-
bústöðum.
Gakktu vel um
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ PASSA UPP Á
GARÐÁHÖLDIN.
Sumarið er komið og margir njóta
þess að vinna í garðinum. Hrífur,
skóflur, garðklippur og arfasköfur
hafa verið dregnar fram í dagsljósið
og einhverjir hafa brugðið sér í búð
og keypt ný og falleg verkfæri fyrir
sumarið. Til þess að lengja líftíma
verkfæranna er mikilvægt að ganga
vel um þau. Garðáhöldin ætti að
geyma á góðum stað og það er
ákjósanlegt að hengja þau upp í stað
þess að láta þau liggja í haug á gólf-
inu. Þú ert fljótari að finna verkfærin
ef vel er gengið frá þeim og það
eykur einnig endingartíma þeirra því
verkfæri sem liggja á gólfinu verða
frekar fyrir hnjaski. Þá er líka gott að
venja sig á að hreinsa verkfærin vel
eftir notkun.
Þó ekki viðri til þess þessa dagana má
alltaf láta sig dreyma um góðar stundir á
sólríkum svölum og sólpöllum.
Til að njóta sem best hinna sólríku stunda úti-
við á svölum og pöllum landsins eru nokkrir
hlutir ómissandi. Þar ber fyrst að nefna góðan
stól því öll slökun væri til einskis án hans.
Góð bók til að láta tímann líða, sólgleraugu til
að geta lesið sem lengst í sterkri sólinni.
Hvar væri sumarið án nokkurra blóma?
Litrík blóm í pottum eða beðum eru skilyrði
fyrir góðri upplifun á íslensku sumri.
Þegar hungrið steðjar að er gott að ljúka
ljúfum degi útivið með því að skella einhverju
girnilegu á grillið og drekka með því ferskan
sumardrykk í góðum félagsskap.
Notaleg stund á svölunum
Öryggi í sumarbú-
staðinn
NÚ ÞEGAR SUMARBÚSTAÐAFERÐIRN-
AR VERÐA TÍÐARI ER MIKILVÆGT AÐ
MUNA EFTIR BRUNAVÖRNUM.
Í sumarbústaðaferð getur verið huggu-
legt að kveikja í arninum, grilla góðan
mat eða nota gaseldavél til þess að
elda kvöldmatinn. Opinn eldur og
gas í timburhúsi getur reynst verulega
hættuleg samsetning og því nauð-
synlegt fyrir sumarbústaðaeigendur
að fara yfir brunavarnir í bústaðnum.
Ef þær eru ekki fyrir hendi þarf að
sjálfsögðu að festa kaup á slíku. Það
þarf að vera reykskynjari í bústaðnum,
handslökkvitæki og eldvarnarteppi
sem geymist nálægt eldavélinni.
Einnig er gott að ræða viðbrögð við
eldsvoða innan fjölskyldunnar eða
sumarbústaðagesta og mögulegar
útgönguleiðir. Njótum þess að vera
örugg í sumarbústaðaferð-
inni.
ráð }
Heilsunudd þegar þér hentar
Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar M-CLASS nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá
toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fj arstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar
hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. M-CLASS nuddstóllinn
er hannaður með þig og þínar þarfi r í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63
til að sannfærast.
ECC Skúlagötu 63
Sími 511 1001
Hágæða MP3 spilari frá Philips
fylgir nú M-Class nuddstólnum.
Kaupauki!