Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 12.06.2006, Blaðsíða 74
 12. júní 2006 MÁNUDAGUR34 Undankeppni HM: SVÍÞJÓÐ-ÍSLAND 28-32 Mörk Íslands, (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 7/5 (10/5), Einar Hólmgeirsson 6 (7), Róbert Gunnarsson 5 (7), Arnór Atlason 5 (10), Alex- ander Petersson 3 (5), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (6), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Ólafur Stefánsson 1 (8/1). Hraðaupphlaup: 6 (Snorri 2, Guðjón 2, Alexander, Sigfús). Fiskuð víti: 6 (Alexander 2, Ólafur, Róbert, Guð- jón, Snorri) Utan vallar: Ísland í 16 mín. Svíþjóð í 10 mín. Mörk Svíþjóðar, (skot): Kim Andersson 8 (17), Stefan Lövgren 6/2 (11/2), Ljubomir Vranjes 5 (8), Fredrik Lindahl 4 (5), Mathias Franzen 2 (3), Marcus Ahlm 2 (2). LEIKIR GÆRDAGSINS HANDBOLTI Hart var barist í öðrum leikjum í undankeppni heims- meistaramótsins um helgina. Norðmenn unnu Rúmena 30-29 á útivelli og Rússar burstuðu Sviss- lendinga 41-26 og má eiginlega segja að úrslitin séu ráðin í þeirri viðureign. Tékkar gerðu góða ferð til Serbíu/Svartfjallalands og unnu sex marka sigur og þá vann Ung- verjaland níu marka sigur í Slóvak- íu. Í Grikklandi unnu heimamenn 27-22 sigur á Póllandi og Slóvenía átti ekki í vandræðum með að vinna Austurríki á heimavelli en úrslitin þar voru 36-26. - egm Aðrir leikir í undankeppni HM: Norðmenn unnu á útivelli HANDBOLTI Fyrri hálfleikur var fyrir margra hluta sakir mjög áhugaverður. Alfreð byrjaði á því að klippa út hægri vænginn hjá Svíum en hann klippti út vinstri vænginn gegn Dönum og líklegt að Svíar hafi búist við því sama í Globen. Sænska markvarðagrýlan lét á sér kræla strax í upphafi en Peter Gentzel gerði sér lítið fyrir og varði átta fyrstu skot íslenska liðsins. Hann varði alls fjórtán skot í hálfleiknum. Til samanburð- ar varði Birkir Ívar fimm skot í hálfleiknum. Fyrsta mark íslenska liðsins kom ekki fyrr en eftir rúmar átta mínútur er Arnór Atlason minnk- aði muninn í 3-1. Það var fyrst og fremst stórkostlegur varnarleikur íslenska liðsins sem gerði það að verkum að Svíar stungu ekki af í upphafi leiks. Svíar áttu í miklum vandræðum með að brjóta niður íslenska varnarmúrinn og oftar en ekki misstu þeir boltann eða þröngvuðu erfiðu skoti á markið. Það var ekki bara Peter Gentzel sem gerði íslenska liðinu erfitt fyrir í hálfleiknum því strákarnir voru tveim mönnum færri í eitt skiptið en stóðust samt pressuna. Svo náði Ólafur Stefánsson sér engan veginn á strik í hálfleiknum og því var það ótrúlegt að Ísland skyldi ganga með jafna stöðu til leikhlés, 13-13. Svíarnir freistuðu þess að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og sóknir þeirra styttust verulega. Sjálfstraust íslenska strákanna jókst með hverri mínútu og þeir komust yfir í fyrsta skipti, 17-18, þegar Ólafur Stefánsson skoraði sitt eina mark í leiknum. Liðið héldust í hendur eftir það en þegar um tíu mínútur lifðu leiks náðu Svíar tveggja marka forskoti, 26-24, og virtust líklegir til að stinga af. Einar Hólmgeirs- son skoraði þá gríðarlega mikið mark fyrir Ísland og um leið virt- ist allur vindur fara úr Svíum. Íslensku strákarnir færðust að sama skapi allir í aukana og loka- kafli leiksins var hreint ótrúlegur. Svíar voru að flýta sér fullmikið og klúðruðu boltanum klaufalega á meðan Ísland raðaði inn mörk- um. Þegar upp var staðið fagnaði Ísland fjögurra marka sigri, 28-32, en þetta er klárlega einn frækn- asti sigur landsliðsins í háa herrans tíð. Það má í raun segja að allt sem Alfreð þjálfari lagði upp með hafi gengið upp. Varnarleikurinn var í einu orði sagt stórkostlegur og undirritaður man ekki eftir að hafa séð íslenska handboltalands- liðið spila álíka varnarleik áður. Birkir Ívar stóð síðan fyllilega fyrir sínu í markinu. Það er erfitt að taka menn út eftir slíkan leik enda var liðsheildin gríðarlega sterk og liðið sýndi mikinn karakt- er með því að halda haus eftir mjög erfiða byrjun. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar og voru klárir í verkefnið. Ísland er komið með annan fótinn til Þýskalands og vonandi verður Höllin full í seinni leiknum þegar strákarnir klára verkefnið. Ísland á hraðferð til Þýskalands Íslenska handboltalandsliðið er komið með annan fótinn á HM í Þýskalandi eftir hreint út sagt magnaðan sigur á Svíum í Globen, 28-32. Síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni hinn 17. júní. HANDBOLTI „Ég gat ekki leyft mér að dreyma um fjögurra marka sigur. Ég er mjög ánægður því það gekk eiginlega allt upp sem við vorum að æfa og allar breytingar sem við gerðum skiluðu sér í leikn- um. Það voru allir að skila sínu og þó að byrjunin hafi verið erfið ótt- aðist ég ekki neitt því færslan á vörninni var góð og menn voru einbeittir. Ég vissi að við kæm- umst aftur inn í leikinn,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari vígreifur í leikslok en hann telur sig hafa komið Svíum í opna skjöldu í leiknum. „Ég held það hafi komið Svíun- um mjög á óvart að við skyldum klippa á hægri vænginn hjá þeim en ekki þann vinstri. Þeir hafa eflaust búið sig undir að við tækj- um vinstri vænginn og því urðu þeir svolítið hissa. Ég held þeir hafi aðeins vanmetið okkur en þeir gera það ekki lengur. Þetta hljómar kannski asnalega en ég tel að við eigum samt eitthvað inni.“ Síðari leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll á þjóðhátíðardag- inn og Alfreðs bíður það erfiða verkefni að halda mönnum á jörð- inni. „Hættan liggur í Íslendingun- um því núna verður væntanlega byrjað að selja ferðir á HM í Þýskalandi í vikunni ef ég þekki þjóðina rétt. Annars sagði ég við strákana fyrir leikinn að þótt við myndum tapa með 7-8 mörkum værum við ekki dottnir út og við værum heldur ekki komnir áfram þótt við myndum vinna með fimm. Það stendur enn og ég lít svo á að það séu enn helmingslíkur hjá báðum að komast áfram. Svíarnir eiga mikið inni sóknarlega og við verðum að hafa varann á. Til að fara áfram tel ég okkur þurfa að spila betri leik í Höllinni en hér í dag,“ sagði Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari í leikslok. - hbg Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari var að vonum kampakátur með sigur Íslands að loknum leik í Globen í gær: Það gekk eiginlega allt upp hjá okkur HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson átti frábæra innkomu í leikinn og skoraði sex glæsileg mörk. „Þetta var mjög gott og það datt flest inn í dag. Þetta er einn af þessum dögum þar sem maður finnur að maður er mjúkur og vill því fara inn á völlinn. Verst hvað ég var lengi fyrir utan,“ sagði Einar og hló. „Þetta var flott og hreint út sagt rosalega gaman. Við áttum nóg inni á meðan þeir voru þreytt- ir. Maður lét sig ekki beint dreyma um svona sigur en þessi fer í sögu- bækurnar.“ - hbg Einar Hólmgeirsson: Þetta fer í sögubækurnar HANDBOLTI „Ég vil hrósa öllu liðinu, sem sýndi mikinn karakter og allir voru að vinna hver fyrir annan,“ sagði Sigfús Sigurðsson, sem fór mikinn í vörn Íslands. „Ég var búinn að segja það áður og ég segi það aftur að við erum betri. Það er mjög einfalt og sást í dag. Við verð- um samt að bæta við í seinni leikn- um því þeir munu koma alveg vit- lausir til Íslands.“ - hbg Sigfús Sigurðsson: Við erum betri HANDBOLTI „Við fórum hingað til að vinna enda vitum við vel hvað við getum og við sýndum styrk okkar í dag,“ sagði miðjumaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson, sem átti flott- an leik en hann stýrði sóknarleikn- um eins og hershöfðingi og var öruggur á vítapunktinum. „Við erum góðir og hittum á rosaleik í dag. Það er hálfur sigur unninn og við þurfum að eiga álíka leik á laugardaginn til að komast á HM. Við megum ekki missa ein- beitinguna og vonandi fjölmennir fólk og styður við bakið á okkur.“ Snorri Steinn Guðjónsson: Við erum góðir GÓÐIR Herbergisfélagarnir og stórvinirnir Snorri Steinn og Róbert Gunnarsson voru kátir í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Stokkhólmi. henry@frettabladid.is HLEMMAR Það fundust skruðningar um alla Globen-höllina þegar þetta faðmlag stóð sem hæst hjá Sigfúsi og Alfreð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁTÖK Hún var ekki lítil baráttan í Globen-höllinni glæsilegu í gær en bæði lið tóku vel á andstæðingnum. Hér sækir Arnór Atlason að marki Svía en er tekinn föstum tökum. Arnór átti góðan leik í gær og skoraði fimm mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EINAR Gerði Svíunum grikk með þrumu- fleygum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í SKÝJUNUM Alfreð var virkilega ánægður enda með gott veganesti fyrir síðari leikinn í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÍF Á BEKKNUM Það var líf og fjör á íslenska bekknum allan leikinn gegn Svíum. Alfreð Gíslason er hér hreykinn á svip á meðan Guðmundur Guðmundsson fylgist spenntur með. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR X KLÓKUR Ólafur Stefánsson skoraði ekki flest mörkin í leiknum í gær en hann var duglegur að finna félaga sína úti um allan völl auk þess sem hann stóð vaktina frábærlega í vörn- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.