Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 6
6 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna boðar hér
með til sjóðfélagafundar, sem haldinn verður
þriðjudaginn 20. júní nk. kl. 17 á Grand Hóteli,
Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
Gerð grein fyrir tillögu stjórnar til breytinga á
samþykktum sjóðsins.
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til
setu á fundinum. Tillaga stjórnar liggur frammi
á skrifstofu sjóðsins auk þess sem hægt er að
nálgast hana á heimasíðu sjóðsins www.live.is.
Reykjavík 16. maí 2006
Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna
Sími: 580 4000 • Netfang: skrifstofa@live.is
Sjóðfélagafundur
KJÖRKASSINN
Ætlarðu að kaupa nýjan bíl á
árinu?
Já 19,7%
Nei 80,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Finnst þér rétt að fresta byggingu
tónlistarhúss til þess að minnka
ríkisútgjöld?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
LANDHELGISGÆSLAN Varðskipið
Óðinn greip togarann Sancy TG-519
sautján mílur inni í íslenskri
efnahagslögsögu austur af landinu á
sunnudagskvöld. Ekki hafði verið
tilkynnt um ferðir skipsins til
Landhelgisgæslunnar eins og krafist
er í lögum um veiðar og vinnslu
erlendra skipa í landhelgi Íslands.
Sancy er ekki með veiðileyfi í
íslenskri lögsögu auk þess sem skipið
var með slökkt á fjareftirlitsbúnaði.
Þar að auki hundsaði skipstjóri
togarans fyrirmæli skipherra
varðskipsins um að stöðva ferðina,
en skipherrann beitti bæði ljós- og
kallmerkjum margoft. Það var því
gripið til þess ráðs að fara um borð í
togarann á ferð, sem Halldór B.
Nellet, framkvæmdastjóri
aðgerðasviðs Gæslunnar, segir mjög
hættulegt. „Það er ekki hættulaust að
príla upp í skip á fullri ferð á úthafinu.
Við höfum hvolft bát við svona aðgerð
og þá var skipið á mun minni ferð.“
Sancy var á níu sjómílna hraða við
uppgönguna.
Fjórir skipverjar Óðins fóru á
gúmmíbát út í togarann, sem stöðvaði
ekki fyrr en tveir mannanna voru
komnir um borð. Sigurður Steinar
Ketilsson, skipverji á Óðni, segir
skipstjóra togarans hafa verið með
háðsglott á vör þegar hann sá bátinn
nálgast. „En honum brá heldur betur
í brún þegar fyrsti maðurinn stökk
um borð,“ sagði Steinar.
TF-SIF flaug með tvo stýrimenn
austur á fimmta tímanum um nóttina
sem leystu hina af og stýrðu
togaranum til hafnar á Eskifirði. Við
komuna fóru
lögreglumenn
um borð í
togarann og
yfirheyrðu
skipstjórann.
Skipstjórinn
mun ekki hafa
getað gefið
almennilegar
skýringar á
ferðum sínum
og þykir
hegðunin vægast sagt grunsamleg.
Færeyingar hafa í nokkurn tíma
verið grunaðir um ólöglegar fisk-
veiðar á Íslandsmiðum. Skemmst er
að minnast þess þegar
Landhelgisgæslan
stóð færeyskan togara
að meintum ólögleg-
um veiðum í íslenskri
lögsögu í janúar síðast-
liðnum. Það mál er nú í rannsókn hjá
Ríkissaksóknara.
Óðinn var á staðnum fyrir tilvilj-
un en skipið var í sinni síðustu sjó-
ferð á leið í kurteisisheimsókn til
Bretlands. Þar átti að minnast
breskra og íslenskra sjómanna sem
drukknað hafa á Íslandsmiðum.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelg-
isgæslunnar, var meðal skipverja á
Óðni og stefnan var tekin á Bretland
að nýju í gær eftir að áhafnarmeð-
limirnir höfðu skilað sér aftur úr
togaranum. stigur@frettabladid.is
Á LEIÐ UM BORÐ Hér sjást skipverjar
Óðins á leið um borð í Sancy á sunnu-
dagskvöld.
MENNING Listahátíð lauk nú í byrj-
un júní en hún stóð í þrjár vikur.
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar, segir hátíð-
ina hafa komið ágætlega út í miða-
sölu en bendir á að aðstæður í vor
hafi verið erfiðar. „Við vorum búin
að sjá það fyrir, þess vegna var
þessi hátíð á ýmsan hátt ólík öðrum
hátíðum, þetta var ekki klassísk
stórstjörnuhátíð ef svo má segja,“
segir Þórunn, en íslenska framlag-
ið var stórt í ár.
Endanlegar tölur liggja ekki
fyrir þar sem að um helmingur af
viðburðum Listahátíðar eru á
vegum annarra og tekjur af þeirri
miðasölu renna ekki til hátíðarinn-
ar sjálfrar.
Þórunn segir að ársvelta Lista-
hátíðar hafi verið um 120 milljónir
króna og þar af hafi tekjur af miða-
sölu verið nálægt þrjátíu milljón-
um. Ríkið og Reykjavíkurborg
styrkja hátíðina um 33 milljónir
hvor og um þrjátíu milljónir koma
frá fyrirtækjum í samstarfi við
hátíðina.
„Almennt var miðasalan góð og
að mörgum viðburðum talsvert
betri en við höfðum reiknað með,“
segir Þórunn en veltan var álíka og
hefur verið.
Mikið framboð af ýmiss konar
viðburðum og gengisfelling krón-
unnar á fyrri hluta árs gerði
aðstandendum Listahátíðar erfitt
fyrir en Þórunn segist mjög ánægð
með að hafa ekki tapað á hátíðinni.
Hún segir að engar tvær hátíðir
séu eins og að næsta hátíð verði
allt öðruvísi. - gþg
Listahátíð í Reykjavík er lokið:
Miðar seldust fyrir
nærri 30 milljónir
GRUPO CORPO Fékk mjög góða
aðsókn á Listahátíð í vor ásamt
Anders Widmark og Miriam
Makeba.
DÓMSMÁL Sigurður Ó. Helgason,
fyrrverandi forstjóri Flugleiða,
krefst þess að kaupréttarsamn-
ingar átta hæst launuðu starfs-
manna Flugleiða teljist til útreikn-
aðra launa, en samningur sem
Sigurður gerði við Flugleiði árið
1977 gerði ráð fyrir því að eftir-
laun hans tækju mið af meðaltals-
launum átta hæst launuðu starfs-
manna Flugleiða.
Að auki krefst Sigurður þess að
eftirlaun hans skuli reiknuð út
með hliðsjón af kaupréttarsamn-
ingum sem átta hæst launuðu
starfsmenn Flugleiða fengu.
Lögmaður FL Group, Arnar Þór
Jónsson, krafðist sýknunar af
kröfum Sigurðar auk greiðslu
málskostnaðar.
Lögmenn deildu um það fyrir
dómi hvort kaupréttarsamningar
gætu talist til almennra launa.
Arnar Þór hélt því fram að val-
kvæði í kaupréttarsamningunum,
það er að starfsmenn hafi val um
það hvort þeir nýti sér
kaupréttarsamningana, komi í veg
fyrir að hægt sé að líta á þá sem
hefðbundin laun. Grímur
Sigurðsson, lögmaður Sigurðar,
hélt því hins vegar fram að
kaupréttarsamningar teldust til
launa á sama hátt og ábótagreiðslur,
sem sérstaklega eru tilgreindar í
samningi Sigurðar.
Dómur verður kveðinn upp í
málinu 7.júlí. - mh
Aðalmeðferð í máli Sigurðar Ó. Helgasonar gegn FL Group fór fram í gær:
Krefst leiðréttra eftirlauna
FRÁ AÐALMEÐFERÐ Lögmenn Sigurðar og
FL Group deildu um kaupréttarsamninga
fyrir dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Zoellick á förum Robert Zoellick,
varautanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur ákveðið að segja af sér, að því er
utanríkisráðherrann Condoleezza Rice
greindi frá í gær. Hann hyggst að eigin
sögn ganga til liðs við Wall Street-fjár-
málafyrirtækið Goldman Sachs.
BANDARÍKIN
LÍKNARMÁL Hjólreiðagarparnir sem
hjóluðu hringinn í kringum landið
á dögunum til styrktar langveikum
börnum, afhentu Umhyggju, regn-
hlífarsamtökum aðstandenda lang-
veikra barna, afraksturinn í gær.
Alls söfnuðust rúmlega tvær
milljónir króna í hjólatúrnum, en
fólk getur enn lagt sitt af mörkum
til söfnunarinnar með því að leggja
inn á reikning.
Það var Ragna K. Marínósdóttir,
framkvæmdastjóri Umhyggju,
sem tók við milljónunum tveimur
úr hendi Sigmundar Eyþórssonar,
slökkvistjóra og forsvarsmanns
hjólahópsins við hátíðlega athöfn í
gær. - æþe
Hjólað til góðs:
Tvær milljónir
söfnuðust
Færeyskur togari staðinn
að ólöglegum veiðum
Fjórir menn af varðskipinu Óðni réðust um borð í færeyskan togara í fyrrakvöld. Togarinn var í íslenskri
lögsögu án heimildar og hundsaði fyrirmæli um að stöðva ferðina. Færeyska skipstjóranum brá þegar
varðskipsmenn stukku um borð. Yfirmaður hjá Gæslunni segir slíkar uppgöngur mjög hættulegar.
BARNAGÆSLA Nú eru sex leikvellir
teknir til starfa í hverfum Reykja-
víkurborgar. ÍTR hefur tekið við
rekstri þessara leikvalla sem
byggja á rótgrónu starfi vallanna
sem fyrir voru. Leikvellirnir eru
ætlaðir börnum á aldrinum
tveggja til sex ára til
þroskavænlegra útileikja í öruggu
umhverfi. Daglegur opnunartími
verður frá 9 til 12 og 13 til 16.30 og
verða vellirnir starfræktir til
átjánda ágúst. Ætlast er til að
börnum sé fylgt á milli leikvallar
og heilmilis og að þau séu sótt.
Gjaldskrá leikvallanna er
eitthundrað krónur fyrir hverja
heimsókn. -hs
Sex leikvellir teknir til starfa:
ÍTR starfrækir
barnagæslu
GAMAN AÐ LEIKA Leikskólabörn á Hofi við
Gullteig.
Uppskrift að langlífi Níutíu og átta
ára kona í Wales útskýrir langlífi sitt með
einhæfu mataræði, en hún hefur starfað
við að framreiða steiktan fisk og franskar
kartöflur í áttatíu ár. Hún segist aldrei
snæða aðra fæðu og alls ekki grænmeti.
BRETLAND
Skotárás Lögreglan í Kaupmanna-
höfn skaut mann til bana í gær, eftir
að æði rann á hann í söluturni, þar
sem hann braut allt og bramlaði með
barefli. Ekki er vitað hver maðurinn var.
Opinber rannsókn er hafin á atburð-
inum.
DANMÖRK
SEYÐISFJÖRÐUR Hópur kafara vinn-
ur nú að því að koma á þurrt
stærstu fallbyssu El Grillo, skips-
ins sem liggur á botni Seyðisfjarð-
ar.
Fyrir tveimur árum fjarlægðu
kafarar hlaup og fót fallbyssunnar
en nú er komið að botnplötunni
sem er um metri í þvermál og tíu
sentimetrar á þykkt.
Umhverfisráðuneytið stóð
fyrir hreinsun á olíu úr skipinu
fyrir nokkrum árum en ekki var
talið öruggt að með því hafi verið
komið í veg fyrir allan leka úr
skipinu.
Að sögn kafara sem vinna nú
við flakið hafa þeir ekki komið
auga á neinn leka. - sdg
Kafarar vinna í skipsflaki:
Fjarlægja fall-
byssu El Grillo
SANCY Hér sést færeyski tog-
arinn skömmu áður en hann
kom til hafnar í Eskifirði.