Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 18
20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Svona erum við
550
322
20
00
20
04
19
96
346
Áhyggjur af
kríuvarpi
Kríuvarp hefur misfarist á Íslandi
annað árið í röð vegna skorts
á sandsílum. Guðmundur A.
Guðmundsson, fuglafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur
nokkrar áhyggjur en segir þó að þótt
einstök ár bregðist þá þurfi það ekki
endilega að hafa skelfilegar afleiðing-
ar þar sem krían er langlífur fugl.
Hversu margar kríur koma til
landsins á ári hverju?
Þær eru taldar í hundruðum þús-
unda og yfirleitt er talað um 250
til 500 þúsund pör. Ísland er með
helstu varpstöðum kríunnar, sem
verpir víða umhverfis norðurhvel
jarðar, en ég þekki það nú ekki svo
vel hversu stór hluti allra kría verpir
hér á landi.
Hvar eru stærstu vörp á landinu?
Stærstu vörpin eru sunnan- og vest-
anlands, til dæmis á Rifi, Reykjanestá
og í Vík í Mýrdal. Við sjávarsíðuna
á suður- og vesturlandi étur krían
mikið til sandsíli en fyrir norðan og
austan er minna um þau og þar étur
hún þá eitthvað annað.
Hvaðan kemur krían til Íslands?
Við getum rakið ferðir hennar til
Suður-Afríku. Þaðan hverfur hún
í desember og okkur grunar að
einhverjar fari til Suðurskautslands-
ins. Krían er sá farfugl sem ferðast
lengstu vegalengdina, eða 14 til 15
þúsund kílómetra hvora leið, sem
er hátt í hálfa leiðina umhverfis
hnöttinn.
SPURT & SVARAÐ
KRÍAN
GUÐMUNDUR A. GUÐMUNDSSON
Kvenréttindadagurinn 19. júní var haldinn hátíðlegur í gær og því er ekki
úr vegi að skoða eitt þeirra félaga sem berjast fyrir bættri og breyttri stöðu
kvenþjóðarinnar á Íslandi, Femínistafélag Íslands.
Hvað er Femínistafélagið? Femínistafélagið kallar sig „umræðuvettvang
og baráttutæki íslenskra femínista“. Félagið er frjáls og óháður vettvangur
sem hefur það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum
sviðum þjóðlífsins. Á heimasíðu félagsins eru aðalmarkmið þess talin upp.
Helstu baráttumálin eru að vinna að jafnrétti kynjanna, styrkja þátttöku
kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum og vinna gegn hverskonar
birtingarmyndum kynjamisréttis. Þar má nefna klámvæðinguna, ágengar,
lítilsvirðandi auglýsingar, ofbeldi, mansal og vændi.
Einnig vill félagið stuðla að samfélagi sem tekur mið af mismunandi hags-
munum og sjónarmiðum karla og kvenna svo sem í atvinnu- og mennta-
málum, stjórnmálum, menningu og á vettvangi einkalífsins.
Hvernig starfar Femínistafélagið? Femínistafélagið vinnur í nokkrum
starfshópum, sem hafa mismunandi starfsvið. Meðal þeirra hópa sem eru
starfræktir er atvinnu- og stjórnmálahópur, sem einbeitir sér að vinnustaðn-
um, launamisrétti og þrýstingi á stjórnmálaflokka. Karlahópur vinnur að
því að kynna femínisma fyrir karlmönnum og staðalímyndahópur vinnur
gegn þeim hugmyndum sem uppi eru í þjóðfélaginu um eðli og hlutverk
kynjanna. Loks má nefna Unga femínista, sem beita sér sérstaklega fyrir
vitundarvakningu um kvenfrelsi hjá yngri kynslóðunum.
> Útbreiðsla dagblaða á 1.000 íbúa
Heimild: Hagstofa Íslands
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
33
18
7
0
6/
20
06
www.lyfja.is
„Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“
Acidophilus
Mjólkursýrugerlar fyrir börn og fullorðna.
Fyrir heilbrigða meltingu, ekki síst
á ferðalögum erlendis.
PGX - Drykkjarblanda
Bylting í þyngdarstjórnun.
Misstu fituna - ekki vöðvamassa eða vökva.
tilboð
1.985,- kr.
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað
Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki
Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási
EAS fitubrennslutvenna
CLA + EVERLEAN
aðeins
FBL-GREINING: FEMÍNISTAFÉLAG ÍSLANDS
Vilja samfélag án kynjamisréttis
Framtíðarlandið, félag
áhugafólks um framtíð Ís-
lands, var stofnað í Austur-
bæ á þjóðhátíðardaginn 17.
júní. Ellefu hundruð manns
hafa nú þegar skráð sig í
félagið sem hugsað er sem
þverpólitískt afl. Afskipti
af kosningabaráttu næsta
vetrar eru ekki útilokuð.
Byrjað var að skrá félaga í sam-
tökin í gegnum netið, stofndaginn
17. júní. Að sögn Birkis Björnsson-
ar gagnagrunnssérfræðings, sem
er einn þeirra sem skipa níu manna
bráðabirgðastjórn félagsins til að
byrja með, hefur skráningin farið
vel af stað og hafa nú rúmlega ell-
efu hundruð manns skráð sig í
félagið. „Við finnum fyrir gríðar-
legum áhuga á félaginu og fólk er í
hvívetna að koma upp að okkur til
að lýsa yfir ánægju sinni með
stofnun félagsins, því þetta sé
löngu tímabær rödd í umræðunni.“
segir Birkir. Hann segir að nú sé
verið að ákveða næstu skref og
undirbúa haustið, en þá er fyrir-
hugað að halda stórt þing þar sem
stjórn félagsins verður kosin.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir
að Framtíðarlandið verði þver-
pólitískt, það innihaldi fólk úr
öllum áttum, flokkum og stéttum
mannlífsins sem geti haft áhrif til
breytinga. „Félagið er fyrst og
fremst hugsað sem vettvangur
fyrir góðar hugmyndir. Okkur
finnst íslensk stjórnvöld ekki hafa
verið ýkja frumleg í mótun Íslands
framtíðarinnar fyrir okkur og
börnin okkar,“ segir Ósk Vilhjálms-
dóttir, listakona og ferðamála-
frömuður, sem einnig á sæti í
bráðabirgðastjórn félagsins.
„Okkur finnst landið standa á það
miklum tímamótum að umræðan
verði að vera meira áberandi. Fólk
gerir sér ef til vill ekki grein fyrir
því að við erum nota aldagamlar
hugmyndir og lausnir á efnahags-
málunum og Ísland er að breytast í
orkuparadís fyrir stórfyrirtæki.
Með því þarf að leggja undir land
og stefna ört vaxandi atvinnu-
greinum eins og ferðaþjónustu í
voða.“
Félagið segir í yfirlýsingu sinni
að Íslandi hafi verið stefnt í eina
átt, þar sem farsæld og fjölbreytni
í atvinnulífi hafi verið sett til hlið-
ar fyrir stóriðju, þenslu og eyði-
leggingu náttúruverðmæta. Félag-
ið telur að með samtakamætti geti
fólk haft raunveruleg áhrif svo
sveigt verði af leið áður en það
verði um seinan.
Markmið félagsins er að virkja
fólk sem vill að Ísland verði mann-
vænt, vistvænt, skapandi og
skemmtilegt land, eins og segir í
yfirlýsingunni. Félagið ætlar sér,
að sögn Óskar, að vera vettvangur
fyrir alla þá sem eru í vafa um að
framtíðaráform stjórnvalda séu
landi og þjóð fyrir bestu.
Ósk segir enn fremur að félagið
sé ekki á móti stóriðju, það sé ekki
hlutverk þess eða tilætlun, heldur
frekar að setja fram aðrar hug-
myndir sem sjaldan séu uppi á
borðinu og í umræðunni. „Við vilj-
um ekki gera út á að vera á móti
hlutum. Við viljum frekar hjálpa
til við að móta framtíð landsins
með frumlegum hugmyndum í
efnahagsmálunum. Okkur finnst
hins vegar afar varhugavert að
hafa öll eggin í sömu körfunni,“
segir Ósk.
Félagið útilokar ekki að skipta
sér af kosningabaráttunni á næsta
ári. Þar komi vel til greina að
krefja stjórnmálaflokkana um
svör og stefnu í hinum ýmsu hita-
málum. „Það er klárt mál að við
tökum stöðuna í haust. Við ætlum
að skerpa umræðuna og styðja
stjórnvöld til góðra verka og það
er alveg ljóst í mínum huga að við
ætlum að gera það sem gera þarf,“
segir Ósk.
Fundurinn, sem var haldinn í
Austurbæ eins og áður sagði, var
vel sóttur og komust færri að en
vildu að sögn Óskar. „Það var
orðið troðfullt á hádegi og um
hundrað manns stóðu fram í and-
dyri og reyndu að fylgjast með,
því að ekki var pláss fyrir fleiri í
salnum.“
Bráðabirgðastjórn Framtíðar-
landsins skipa þau Andri Snær
Magnason rithöfundur, Birkir
Björnsson gagnagrunnssérfræð-
ingur, Irma Erlingsdóttir lista-
kona, María Ellingsen leikkona,
Ósk Vilhjálmsdóttir, listakona og
fararstjóri, Reynir Harðarson,
framkvæmdastjóri CCP, Rögn-
valdur J. Sæmundsson, dósent og
forstöðumaður Rannsóknarmið-
stöðvar HR í nýsköpunar- og
frumkvöðlafræðum, Sigríður
Þorgeirsdóttir, heimspekingur og
dósent við Háskóla Íslands, og
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, doktor í
grasafræðum. aegir@frettabladid.is
Vettvangur nýrra hugmynda
VEL SÓTTUR STOFNFUNDUR Bekkurinn var þétt setinn í Austurbæ við stofnun Framtíðarlandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA