Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 22
[ ] Línuskautar eiga vaxandi vinsældum að fagna. Helgi Páll Þórisson og félagar hans hjá línuskautum.is standa fyrir námskeiðum fyrir þá sem vilja læra á línuskauta. „Við höfum verið með þessi nám- skeið undanfarin sumur og þau hafa verið mjög vinsæl,“ segir Helgi. „Námskeiðin eru þannig uppbyggð að þetta er í rauninni bara eitt skipti. Við kennum undir- stöðuatriðin og förum yfir það helsta á þessum eina og hálfa klukkutíma og flestir ná ótrúlega góðri tækni á þessum stutta tíma,“ segir Helgi og bætir því við að í þessu eins og öðru skipti æfingin mestu máli. „Ef þú kemur á nám- skeið til okkar eina kvöldstund og ert síðan duglegur að æfa þig þá er þetta fljótt að koma. Við erum fyrst og fremst að kenna fólki grunn- atriðin og þegar þau eru komin er auðvelt að prófa sig áfram sjálfur. Þetta er auðvitað einstaklings- bundið en ég myndi segja að það þyrfti ekki nema svona fimm til tíu skipti til þess að ná góðri skauta- færni þannig að maður geti skaut- að sér til ánægju.“ Helgi og félagar hafa aðallega tekið að sér að halda námskeið fyrir hópa. „Þetta hefur til dæmis verið mjög vinsælt hjá vinahópum, vinnustöðum eða saumaklúbbum og við höfum líka nokkrum sinnum fengið hópa sem eru að steggja eða gæsa vini sína. Þetta er alltaf bara eitt skipti en við höfum líka stund- um verið með sérsniðin námskeið fyrir hópa ef þess er óskað. Svo erum við líka alltaf með opna tíma einu sinni í viku sem er tilvalið fyrir einstaklinga að mæta í,“ segir Helgi og bætir því við að alltaf sé eitthvað um að fólk skauti án þess að læra réttu tæknina. „Það skiptir máli að vita um þessi grunnatriði eins og hvernig á að standa og bera sig að til þess að forðast slys. Þótt fólk kunni að renna sér getur líka verið gott fyrir alla að koma á nám- skeið og fínpússa tæknina. Helgi segir að línuskautarnir verði sífellt vinsælli og á von á líf- legu sumri. „Þetta hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Fyrst voru það aðallega börn og ungling- ar sem stunduðu línuskautana en það hefur breyst smátt og smátt og við höfum til dæmis orðið varir við mikla aukningu í aldurshópnum 35 til 40 ára,“ segir Helgi. Námskeiðin fara fram á plani við Skautahöllina í Laugardalnum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni: www.linu- skautar.is. thorgunnur@frettabladid.is Vinsælt hjá vinahópum og vinnufélögum Helgi Páll segir að það sé ekki svo flókið að læra að renna sér á línuskautum. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN Skemmtileg hreyfing og holl útivera eru meðal þess sem gerir línuskautana svo skemmtilega. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Þótt lítið sjáist til sólar þessa dagana er engin ástæða til þess að hlaupa í sólarbekkina. Gott úrval brúnkukrema og sólarpúðra geta gert útlitið sumarlegra og frísklegra. GRÆNT TE HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Á HEILSUNA Grænt te og svipaðar afurðir eru mjög vinsælar um þessar mundir. Kröftugir andoxunareiginleikar þeirra og mikið koffíninnihald eru helstu eiginleikarnir sem gera þær eftirsóttar. Rannsóknir hafa marg- sannað að jákvæð áhrif af grænu tei á heilsuna eru mikil. Mest áberandi eru jákvæðu fitubrennsluáhrifin hjá efnum sem kallast katekín pólýfenól. Seyði úr grænu tei geta ekki aðeins aukið efnaskipti í hvíld, heldur virðast aukahitaeiningar sem brenndar eru vera mest megnis líkamsfita. Vísindaleg skýring á virkni græns tes er sú að undir- flokkar pólýfenól-efnisins hafa þann eiginleika að koma í veg fyrir virkni þess ensíms í líkamanum sem brýtur niður noradrenalín, en það efni eykur losun fitu frá fitufrumum og oxun þeirra í vöðvafrumum. Auk andoxunareiginleikanna telja margir að grænt te hafi mjög jákvæð áhrif á ýmsa kvilla og mein. Mikil virkni í grænu tei Grænt te hefur verið drukkið öldum saman í Asíu. Búddamunkar eru meðal þeirra sem drekka grænt te þegar þeir hugleiða. KELP Fyrir húð, hár og neglur Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt Eftir stutta fjarveru eru Havarti, Krydd Havarti og Búri nú fáanlegir í næstu verslun! Komnir úr fríi ... H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› STJÖRNUFRÉTTIR LÍFSTÍLL ALVÖRU FÓLK 1 2 3 STJÖRNUFRÉTTIR LÍFSTÍLL ALVÖRU FÓLK 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.