Fréttablaðið - 20.06.2006, Síða 24
20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Í Danmörku eru tvær opinber-
ar kynlífshjálparstofur. Langir
biðlistar og mikil aðsókn
benda til þess að fólk leiti sér
meira hjálpar vegna vanda-
mála í rúminu en áður fyrr.
Aðsókn á kynlífshjálpardeild rík-
issjúkrahússins í Danmörku hefur
aukist úr tvö þúsund viðtalstímum
í þrjú þúsund viðtalstíma á ári. Á
annarri nýrri stofu, sem var opnuð
til að mæta þörfum landans, er
hundrað manna biðlisti eftir við-
talstíma og tekur það átta til níu
mánuði að komast að.
Samkvæmt kynlífssérfræðing-
um eru það engin smávandamál
sem hrjá þá sem leita sér aðstoðar.
Fólk hefur, í mörgum tilfellum,
beðið með að leita sér aðstoðar í
lengri tíma vegna vandamála
sinna sem hafa haft mikil áhrif á
kynlífið og samband þeirra. Opn-
ari umræða um kynlíf og ástar-
sambönd hefur orðið til þess að
fólk þorir frekar að ræða vanda-
mál sín og leita lausna við þeim.
Einnig á það auðveldara með að
leita sér aðstoðar hjá sérfræðing-
um sem starfa innan sjúkrahús-
anna vegna traustsins sem borið
er til opinberra stofnanna.
Það er því mikil þörf fyrir það í
Danmörku að opna fleiri kynlífs-
hjálparstofur svo komið sé til móts
við langa biðlista og mikinn áhuga
Dananna til þess að ræða vanda-
mál sín. Talið er að með fleiri stof-
um muni fleiri leita sér aðstoðar,
þar sem Danir eru greinilega farn-
ir að líta á kynlífið sem eitthvað
sem hægt er að fá sérfræðiaðstoð
með til þess að bæta það.
Heimildir fengnar úr MetroX-
press - ebg
Danir ræða vanda-
mál í kynlífinu
Sífellt fleiri leita sér aðstoðar vegna kynlífsvandamála.
Ekki eru öll sætindi óholl.
Þegar þörfin fyrir sætindi sverfur
að þarf ekki að grípa í súkkulaði.
Öll þau sætindi sem móðir náttúra
hefur gefið okkur eru afskaplega
holl og líka góð.
Ávextir eru næringarríkir og
góðir ensíma- og andoxunarefna-
gjafar. Þeir styrkja ofnæmiskerf-
ið og auka orkuna. Dæmi um góm-
sæta ávexti eru bláber, brómber,
hindber, jarðarber, vatnsmelónur,
epli, apríkósur, kirsuber, vínber,
ferskjur, perur, plómur og rúsín-
ur.
Sætuefni sem óhætt er að nota
stöku sinnum sem nasl eða í mats-
eld eru síróp úr brúnum hrísgrjón-
um, hrísgrjóna og haframalt, hun-
ang, hrásykur, þynntur eplasafi,
þynntur greipsafi og hreint hlyns-
íróp.
Úr bókinni Þú ert það sem þú
borðar.
Holl sætindi
Hindber eru holl, góð og sæt.
Anna Rún Kristjánsdóttir,
nemandi á Íþróttafræðasetri
Kennaraháskóla Íslands að
Laugarvatni, er einkaþjálfari í
Laugardalslaug í sumar.
Anna Rún var á fyrsta ári í íþrótta-
kennaraháskólanum á Laugar-
vatni í vetur og í framhaldi af því
fékk hún þá hugmynd að sam-
ræma sund og einkaþjálfun. „Ég
vissi að Hreyfing væri að bjóða
frítt í sund og mér datt í hug hvort
það vantaði ekki einkaþjálfara í
sundið sem væri svona tilbreyting
frá einkaþjálfuninni sem er í saln-
um,“ segir hún.
Anna Rún þekkir sundið vel því
hún byrjaði sjálf að æfa sund
þegar hún var átta ára og var í
landsliðinu í sundi um tíma. „Ég
æfði sund í tíu ár og var í landslið-
inu í sex ár. Ég hef líka þjálfað
sund áður og svo sá ég um íþrótta-
iðkun á leikskóla þar sem ég var
að vinna,“ segir hún.
Einkaþjálfunin hjá Önnu Rún
fer að mestu fram í Laugardals-
lauginni. „Þjálfunin fer þannig
fram að ég tek fólk í sal og svo er
ég með það í sundi að minnsta
kosti einu sinni í viku. Fólk getur
valið um það hvort að sundið er
aðalhluti þjálfunarinnar eða auka-
hluti. Ef sundið er aðalhluti þá er
það þrisvar sinnum í viku, en ann-
ars svona einu sinni til tvisvar
sinnum í viku. Sundið er fyrir alla
og ég er bæði með byrjendur og
lengra komna.“
Sundeinkaþjálfuninni hefur
verið vel tekið að sögn Önnu
Rúnar. „Þetta hefur gengið mjög
vel og margir hafa verið að spyrja
um þetta og koma í tíma.“
Anna Rún verður einkaþjálfari
út sumarið en haust fer hún aftur
að Laugarvatni og heldur áfram
námi sínu þar. emilia@frettabladid.is
Góð tilbreyting frá
einkaþjálfun inni í sal
Anna Rún er með fólk í einkaþjálfun í Laugardalslaug. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Fitusog án skurðaðgerðar
• Á aðeins 10 dögum færðu árangur sem jafnast á við fitusog
• Húðin stinnist og appelsínuhúðin hverfur
• Þú ert mæld,magi rass og læri, fyrir og eftir
• Öflugasta cellómeðferð hingað til sem stittir biðtímann um margar vikur
• 6 mismunandi aðferðir notaðar á þig til að skila sem mestum árangri
• 100% ánægja þegar meðferðinni er lokið...
Verð: 37.400,-
Ef þú pantar strax í dag Minna Mál grenningarmeðferðina færðu hana
á tilboðsverði kr: 21.900,-
Hringdu núna, síminn er: 577 7007
Kínastofan • Stórhöf›i 17 • 110 Rvk
• Birta Björnsdóttir fatahönnuður og Jón Páll listamaður
í 100 ára gömlu húsi við Miðstræti
• Uppskrift af austurlensku partítjaldi og allt sem
þig vantar til að gera garðinn frægan
• Rautt og bleikt þema
• Listrænt fúnkíshús við Vatnsenda
• Ofursvöl piparsveinaíbúð í 101 Reykjavík
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ
Í ÁSKRIFT MEÐ
30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU
VEGLEGA GJÖF
Í KAUPBÆTI
GLÆNÝTT
VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI