Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 20.06.2006, Qupperneq 38
 20. júní 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1875 lést fjalla- maðurinn Joe Meek á búgarði sínum í Oregon. Margar sögur hafa verið sagðar af ævintýralegu lífi hans og talið að margar þeirra séu nærri lagi. Hann fæddist í Virginíu árið 1810 og var of líflegur til að sitja lengi á skólabekk. Hann fór því að heiman sextán ára og flutti vestur til bræðra sinna í Missouri. Hann gekk til liðs við skinna- kaupmenn í vestrinu og naut næsta áratuginn frjálsræðisins sem fjalla- maður. Hann var stór maður með mikið skegg og skemmti fjallamönnum með ýktum sögum af ævintýrum sínum á ýmsum samkomum. Til að mynda átti hann að hafa barist berhentur við grábjörn. Meek átti góð samskipti við innfædda. Hann kvæntist þremur indjánastúlkum, þar á meðal einni dóttur indjánahöfðingja. Hann tók þó einnig þátt í bardögum við ættflokka sem sættu sig ekki við nærveru fjallamann- anna á umráðasvæði sínu. Árið 1840 þótti Meek ljóst að líf fjalla- manna væri að líða undir lok og leiddi því eina fyrstu vagnalestina yfir Klettafjöllin. Hann gerðist bóndi í Oregon og hvatti aðra til að feta í fótspor sín. Hann fór til Washing- ton og sótti fast að fá hernaðarvernd gegn indjánum. Þrátt fyrir útganginn á honum, en hann var bæði skítugur og lúsugur, varð hann nokkurs konar stjarna í borginni vegna skemmtilegrar framkomu. Þingið brást við með því að gera Oregon að fylki í Bandaríkjunum og Meek varð alríkislögreglumaður. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Ég hef verið fjörutíu ár í klippingun- um, er að fara að opna hótel með fjöru- tíu herbergjum og svo verð ég sextug- ur í desember,“ segir Ragnar Jón Skúlason, rakari og hóteleigandi í Keflavík, sem stendur heldur betur á tímamótum um þessar mundir. Fyrir liggur að opna Hótel Keili í Keflavík um næstu mánaðamót og segir Ragnar að rétt þurfi að „fíníssera“ nokkur atriði fyrir opnunina. „Ég átti húsið og datt allt í einu í hug að opna hótel,“ segir Ragnar. Hann hefur verið í húsbyggingum undanfar- in ár samhliða rakarastarfinu og horfir kannski meira núna til annarra starfa. „Það eru breyttir tímar í klippingum núna. Fólki á svæðinu er að fækka enda var mikið gert með klippingar á flugvellinum.“ Ragnar segir mikla eftirspurn eftir nýju hóteli í Keflavík og býst við að fleiri ferðamenn eigi eftir að velja að gista þar eina nótt áður en þeir fara í flug. Hann ætlar þó ekki að hætta að klippa þegar hótelið opnar heldur horfa frekar til þess að þjappa viðskiptavinunum saman og hafa styttri opnunartíma á klippistofunni. „Ég ætla að vera með opið nokkra tíma á dag og sjá hvernig þetta þróast.“ Aðspurður segir Ragnar að rakara- starfið sé mesta ágætisstarf. „Maður hefur aldrei fengið leið á þessu vegna þess að maður hefur alltaf verið í skít- verkum og byggingarvinnu samhliða því að klippa. Flestir tolla nú ekki mjög lengi í þessu því þetta er erfið vinna oft á tíðum. Maður þarf að glíma við erfiða krakka og svo eru bara stellingarnar stundum erfiðar. Ég er fimur og fín- gerður maður svo þetta hefur ekki komið niður á mér, en þeir hjá læknun- um hafa alltaf verið hissa að ég hafi aldrei fengið í herðarnar, því ég er allt- af með hendurnar á lofti.“ Viðskiptavinir Ragnars koma alls staðar að af Reykjanesskaganum og eru af öllum stærðum og gerðum. „Við vorum sterkir í Grindvíkingum hérna áður fyrr. Í gegn um tíðina hafa alltaf verið margar stofur í Keflavík en þetta hefur breyst dálítið undanfarið og stof- urnar hafa dreifst um skagann.“ Ragn- ar segir að mikið líf sé á stofunni þótt það sé liðin tíð að fólk komi og spyrji rakarann hvað sé að frétta. „Hingað koma menn yfirleitt hressir og vilja gantast. Kúnninn getur þó eiginlega frekar frætt rakarann um fréttirnar núna.“ RAGNAR JÓN SKÚLASON: FJÖRUTÍU ÁRA STARFSAFMÆLI Alltaf með hendurnar á lofti RAGNAR JÓN SKÚLASON HÁRSKERI Um þessar mundir heldur Ragnar upp á að fjörutíu ár eru liðin síðan hann opnaði klippistofuna sína í Keflavík. Hann ætlar þó að draga aðeins úr klippingunum um næstu mánaðamót þegar hann opnar nýtt fjörutíu herbergja hótel, Hótel Keili. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR MERKISATBURÐIR 1627 Tyrkjaránið hefst þegar ræn- ingjar frá Alsír koma á skipi til Grindavíkur. Það stóð til 19. júlí. 1750 Gengið er á tind Heklu í fyrsta sinn svo vitað sé. Það gerðu Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, og Eggert Ólafsson, vísindamaður og skáld. 1904 Fyrsta bifreiðin kemur til landsins með gufuskipinu Kong Tryggve. 1970 Listahátíð í Reykjavík er sett í fyrsta sinn. Meðal flytj- enda á hátíðinni eru Daniel Barenboim píanóleikari og hljómsveitin Led Zeppelin. 1976 Vesturlandabúar eru fluttir frá Beirút. 1980 Luciano Pavarotti syngur í Laugardalshöllinni. JACK KILBY (1923-2005) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég veit í rauninni ekki hvað verður úr þessu, en ég er viss um að það verður mikið því þetta er bæði einfalt og öflugt.“ Vísindamaðurinn Jack Kilby fann upp samrásir í rafeindafræði sem er grunnþáttur í ýmsum raftækjum, sem okkur þykja ómissandi í dag, eins og tölvum og farsímum. ÚTFARIR 13.00 Guðjón Helgason verður jarðsunginn frá Grensáskirkju. 14.00 Jóhann Helgi Stefánsson frá Grundarkoti í Héðins- firði, Hólavegi 31, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju. 15.00 Kristinn Guðmundsson, Háaleitisbraut 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi. AFMÆLI Árný Erla Svein- björnsdóttir jarð- fræðingur er 53 ára. Orri Vignir Hlöðversson, framkvæmdastjóri Frumherja, er 42 ára. Nanna Guð- bergsdóttir athafnakona er 32 ára. ÞETTA GERÐIST: 20. JÚNÍ 1875 Ævintýramaðurinn Joe Meek allur Á morgun, miðvikudaginn 21. júní, standa Bændasam- tök Íslands, landbúnaðar- ráðuneyti og Landbúnaðar- háskóli Íslands fyrir málþingi um notkun erfða- tækni í landbúnaði. Horft verður á erfðatækni frá ýmsum hliðum. Sérstaklega verður þó litið til þess að kynna möguleika og tæki- færi plöntuerfðatækni hér á landi sem erlendis og hvað beri að varast við slíka rækt- un. Fyrirlesararnir eru meðal fremstu vísindamanna landsins og koma einnig við sögu tveir vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjun- um. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 13 og endar mál- þingið á fyrirspurnum og pallborðsumræðum milli klukkan 16 og 17. Fundar- stjóri er Kristín Ingólfsdótt- ir, rektor Háskóla Íslands. Fundurinn er haldinn í Súlnasal og má nálgast frek- ari upplýsingar um dagskrá þingsins á heimasíðu HÍ. Erfðatækni í landbúnaði Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingileif Guðjónsdóttir frá Hliði, Akranesi, seinast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 16. júní. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju, föstudaginn 23. júní kl. 14.00. Valdís Guðnadóttir Oddur Gíslason Egill Steinar Gíslason Borghildur Birgisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Dagmar Jóhannesdóttir, lést laugardaginn 17. júní. Atli Viðar Jóhannesson Benna Stefanía Rósantsdóttir Dagmar Ósk Atladóttir Halldór Walter Stefánsson Inga Sigrún Atladóttir Eric Dossantos Kristjana Atladóttir Pétur Marinó Fredericksson Júlía Rós Atladóttir Hermann Sigurður Hermannsson og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Helgi Sigurðsson Brautarhóli, Svalbarðsströnd, lést 18. júní. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Jóhannsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, Guðjón Björn Ásmundsson Hríseyjargötu 6, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. júní. Jarðsungið verður frá Glerárkirkju föstudaginn 23. júní klukkan 14.00. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Ólöf Tryggvadóttir Guðlaug Ósk Guðjónsdóttir Birgir Gunnarsson Guðmundur Karl Guðjónsson Sigrún Guðmundsdóttir Ásmundur Jónas Guðjónsson Helga María Stefánsdóttir Valborg Inga Guðjónsdóttir Guðjón Páll Jóhannsson Tryggvi Stefán Guðjónsson Auður Birgisdóttir Erla Hrönn Ásmundsdóttir og afabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.