Fréttablaðið - 20.06.2006, Page 51

Fréttablaðið - 20.06.2006, Page 51
ÞRIÐJUDAGUR 20. júní 2006 458 8000 // www.landflutningar.is Af ábyrgð og öryggi alla leið til þín! Landflutningar-Samskip er í rauninni einstakt kerfi með fjölda flutningabíla í þéttriðnu neti sem nær til allra byggðarlaga á landinu. Mitt hlutverk er að halda utan um skráningar af ýmsu tagi þannig að hægt sé að samstilla kerfið. Þá gengur það eins og smurt og allir fá sendinguna sína hratt og örugglega. Oddný Stefánsdóttir, fulltrúi í akstursstýringu „ÞETTA SNÝST FYRST OG FREMST UM AÐ HAFA GÓÐA YFIRSÝN“ Orrustan er hafin! Magnaðasta fótboltaveisla sögunnar er hafin og þú getur verið með. HM er á Lengjunni. Þekkirðu þína menn? Ef þú telur þig þekkja alla kappana á myndinni farðu á 1x2.is og þú gætir verið á leiðinni á HM í Þýskalandi. NÝTT – Tippað í beinni! Við kynnum nýjan og æsispennandi leik. Tippaðu í dag á Ekvador-Þýskaland og Svíþjóð-England á meðan þú horfir á leikinn í beinni á Sýn. Gerðu góðan leik betri og tippaðu í beinni 1x2.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 3 2 4 KÖRFUBOLTI Miami Heat hefur tek- ist hið ótrúlega – að snúa einvíginu gegn Dallas sér í hag. Eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu um NBA- meistaratitilinn spýttu leikmenn Miami í lófana og þeir hafa nú unnið þrjá leiki í röð og eru því einum sigri frá meistaratitlinum. Þriðji sigurinn kom í fyrrinótt eftir dramatískan, framlengdan leik sem endaði 101-100. Leikur- inn stóð svo lengi ytra að afmælis- dagur Dirks Nowitzki, leikmanns Dallas, rann upp áður en leikurinn var allur og úrslit leiksins sáu til þess að hann átti ekki góðan afmælisdag. Miami getur þakkað hinum ótrúlega bakverði liðsins, Dwyane Wade, fyrir að liðið er svo nálægt titlinum því hann hefur farið á kostum í síðustu leikjum og land- aði einnig sigri fyrir liðið í fyrri- nótt með öruggum vítaskotum undir lok framlengingarinnar. „Hann er sá besti í deildinni í dag,“ sagði félagi Wades, Shaquille O´Neal, eftir leikinn en honum hefur ekki enn tekist að skora yfir 20 stig í úrslitarimmunni og segir það meira en mörg orð um fram- lag Wades í síðustu leikjum. Nú fer rimman aftur til Dallas og þar mun hún klárast. - hbg Miami Heat búið að snúa við einvíginu gegn Dallas: Dwyane Wade eyðilagði afmælisveislu Nowitzkis DWYANE WADE Búinn að stimpla sig inn sem besti körfuknattleiksmaður heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.