Fréttablaðið - 20.06.2006, Page 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �
����������
�����������������������������
Afskaplega fáir þeirra sem ég þekki telja sig búa í of stóru
húsnæði. Reyndar virðist vöntun
á allavega einu herbergi vera
landlæg, að minnsta kosti hjá
þeim sem ekki eru farnir að
draga saman seglin. Þó fasteigna-
funinn hafi kólnað lítið eitt eru
blöðin enn í hverri viku uppfull
af auglýsingum um ný og betri
heimili.
JAFNVEL á meðan íbúðin var
akkúrat mátuleg fyrir fjölskyld-
una fannst okkur samt eiginlega
vanta vinnuherbergi. Svo eignuð-
umst við annað barn og í stað
þess að flytja hagræddum við
innandyra og losuðum okkur við
allskyns dót til að fá meira pláss.
Þá var vinnuherbergi orðið auka-
atriði því nú vantaði barnaher-
bergi. Áður en við vissum af féll
þriðja barnið í fangið á okkur af
himnum ofan. Eins dásamleg og
ómegðin er þá er nú svo komið að
við erum raunverulega alveg í
kremju.
Á MEÐAN framkvæmdir við
stækkun heimilisins virðast
mjakast á hraða snigilsins rifja
ég upp að góðir hlutir gerist
hægt. Og þó það sé vissulega ekki
skilgreind aðferð til að öðlast
æðruleysi þá mun vonandi niður-
bældur pirringurinn af að deila
baðherbergi með fjórum öðrum
fyrr eða síðar að leiða til aukins
þroska.
SVO má böl bæta að benda á
annað verra. Einn daginn urðu
sérstakar aðstæður til þess að ég
heimsótti Árbæjarsafnið í fyrsta
sinn á fullorðinsárum. Þar komst
ég að því að lýsingar á veraldleg-
um aðstæðum fólks á fyrri tíð
komast ekki í samanjöfnuð við
líkamlega upplifun af húsakynn-
um þess. Þegar eldhúsinnrétting-
in myndi komast í heilu lagi ofan
í eina skúffueiningu í Ikea, ein-
mitt þegar forunnin matvara
hafði ekki verið fundin upp.
Þegar hver hreyfing hefur þurft
að vera hófstillt til að komast
fyrir innandyra. Þegar sjö manna
fjölskylda hafði eitt einasta
íveruherbergi af meðalstærð til
að sofa í, matast og lifa. Ef ein-
hver var pirraður á þrengslunum
á þeim bæ var ekkert hægt að
fara nema út í rigninguna.
ÉG er ekki að halda því fram að
skipulagðar hópferðir á Árbæjar-
safnið myndu draga úr þenslu og
verðbólgu, rétta af viðskiptahalla
við útlönd og stuðla að þjóðar-
sátt. En kannski hjálpað öðrum
eins og mér að vera sáttari við
aðeins minna.
Heima er best
KIA umboðið er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.
3 ára ábyrgð.
KIA umboðið á Ís landi er í e igu Heklu hf . Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700
26.890 kr. á mánuði*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
4
0
5
3
Öflugur
sportjeppi
KIA Sportage er sigurvegari í sínum flokki,
samkvæmt nýrri gæðakönnun hins virta alþjóðlega
rannsóknarfyrirtækis JD Power. Könnunin náði til
115 þúsund bíleigenda í Bandaríkjunum.
KIA Sportage dísil 140 hestöfl 2.790.000 kr.
*M.v. 30% útborgun og 84 mán. bílasamning hjá SP fjármögnun með blandaðri myntkörfu.
KIA Sportage er með nýrri og byltingakenndri
2ja lítra dísilvél sem skilar 140 hestöflum. Vélin er
einstaklega umhverfisvæn, hljóðlát og eyðslugrönn.
Háir vextir og mikið öryggi!
AR
G
US
/
06
-0
28
8
Innlánsreikningar SPRON eru hugsaðir fyrir einstaklinga og
fyrirtæki sem vilja háa vexti og mikið öryggi.
Kynntu þér málið á spron.is
Hávaxtareikningar