Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 20
Hlutskipti umboðsmanna í poppbransanum er oft ekki öfundsvert enda berast stundum sögur af duttl- ungum frægðarfólks sem krefst eingöngu blárra handklæða eða guls M&M. En starfið hefur fleiri fleti og marga skemmtilega. Bryndís Bjarnadótttir hitti nokkra umboðsmenn að máli og spurði út í starfið og stjörnustælana. Gráða í þroskaþjálfun nauðsynleg Grímur Atlason er hefur unnið sem umboðsmaður hljómsveita í nokkur ár. Hann hóf sjálfur að spila á bassa þegar hann stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, en varð að eigin sögn aldrei nógu góður til að slá í gegn. „Í stað þess að spila sjálfur fór ég fljótlega að halda utan um þá tón- leika sem fram fóru í skólanum. Ég þótti sýna ágæta takta og því hef ég haldið mig við þennan vett- vang síðan“. Grímur er umboðsmaður hljómsveitanna Mezzoforte og Hjálma, Ellenar Kristjánsdóttur og nýrrar sveitar með Sigríði Eyþórsdóttur og Þorsteini Einars- syni, innanborðs. „Ég held líka hina og þessa tónleika með ýmsum meisturum sem eru ekki endilega fastir á minni könnu. Þá átti ég frómt skeið með hljómsveitinni Bless en hljómleikaferð sveitar- innar til Bandaríkjanna er með öllu ritskoðuð,“ segir Grímur dulur á svip. Grímur leggur sérstaka áherslu á mikilvægi menntunar í starfi umboðsmanna. „Það tók nokkur ár áður en ég fór eingöngu að sinna þessu starfi, en ég nældi mér í gráðu í þroskaþjálfun þegar ég var að byrja í bransanum. Ég held að fleiri kollegar mínir mættu skella sér í Kennarahá- skólann og læra það sama og ég. Það ætti hreinlega ekki að hleypa fólki í umboðsstarf án þeirrar menntunar,“ segir Grímur og hlær. Starfið er gífurlega spennandi að sögn Gríms, enda segist hann hafa ótæmandi áhuga á tónlist og tónleikum og öllu umstanginu í kringum starfsgreinina. „Ég er hins vegar ekki til í að fórna öllu fyrir þetta starf. Ég er til að mynda ekki spilafíkill, þannig að veðmál með íbúðina mína fyrir sveitta rokkstráka, hvort sem það snýr að plötu eða hljómleikaferða- lagi, er ekki til í dæminu. Það er hins vegar skemmtilegt og spenn- andi að byggja eitthvað frá grunni og sjá það springa út í Fríkirkj- unni, Laugardagshöll eða Búda- pest. Nú að ógleymdum hljómplöt- unum.“ Þegar hann er inntur eftir sér- visku viðskiptavina sinna, segir hann allan gang vera á því, bæði að magni og inntaki. „Það er auð- vitað misjafn sauður í mörgu fé, hér sem annars staðar. Sumir eru nammifíklar, aðrir alkóhólistar og enn aðrir kynlífsfíklar. Ég sinni þó eingöngu nammiþörfinni, öðrum þörfum sinni ég ekki nema á stundum fær ónefndur tromm- ari grænt te hjá mér. Alltaf rekst maður á einhverja þvælu í ræder- um, eins og sykur- og saltlaust ökólógískt hnetusmjör, sem án undantekningar verður að vera komið baksviðs klukkan 9 að morgni tónleikadags. Yfirleitt eru þessar sérþarfir síðan ekki snert- ar þegar á hólminn er komið,“ segir Grímur og hlær dátt. Unnið með öllum og ömmum þeirra líka Einar Bárðarson hefur verið við- riðinn bransann í fjölda ára. Hann hefur sinnt og sinnir enn mörgum þekktum íslenskum hljómsveit- um, til dæmis Todmobile og Skít- amóral. Síðustu árin hefur hann einkum haldið utan um stúlkna- bandið Nylon sem er á tónleika- ferðlagi um Bretland. Eins og svo margir umboðs- menn var Einar sjálfur í hljóm- sveit á sínum tíma. „Ég byrjaði að gutla í bandi eins menn gera í framhaldsskóla og hafði gaman af en naut þess ekkert sérstaklega vel að vera á sviði.“ Fyrsta hljóm- sveitin sem hann aðstoðaði var Skítamórall en Addi Fannar, bróð- ir Einars, stofnaði hana einmitt. „Ég aðstoðaði hljómsveitina tölu- vert eða þar til ég fékk boð frá Helga Björnssyni og tók að mér SSSól. Ég tók hrikalega flottan túr með Holy B [Helga Björns- syni] og það var ekki aftur snúið eftir það. Síðan hef ég hreinlega unnið með öllum og ömmum þeirra líka, þannig að það er eng- inn sem ég þekki ekki í þessum bransa nema kannski Leoncie,“ bætir Einar við og skellir upp úr. Umboðsstarfið er gríðarlega krefjandi og tímafrekt að mati Einars. „Maður þarf að vita allt fyrstur, geta allt betur og vinna frá 7 á morgnana til 12 á miðnætt- is og vanda sig allan tímann“. Um duttlunga viðskiptavina sinna segir Einar enga stúlknanna í Nylon sýna stjörnustæla og að þær séu mjög þægilegar í sam- starfi. „Auðvitað eru samt margir sem reyna alls konar bull en við hlustum yfirleitt ekki á neitt svo- leiðis. Við vitum reyndar að þegar beðið er um hluti, eins og ekkert fiður í koddum á hótelherbergj- um, þá er verið að verjast ofnæmi. Þegar beðið er um grænmetisfæði þá skilur maður það. En ef það er algert skilyrði hjá einhverjum að fá Evian-vatn eða bara gult M&M þá segist maður bara hafa gleymt því. Það nennir engin að standa í svoleiðis bulli nema þeir sem eru að gera þetta í fyrsta sinn.“ Hvað eigin sérvisku varðar segir Einar sig afar hjátrúfullan. „Daginn sem ég stofnaði plötufyr- irtækið mitt í London þá flaug ég í hendingskasti frá Bandaríkjunum til London og skipaði öllum að fljúga til London að kvöldi 12. jan- úar og heimtaði að stofnfundurinn yrði um kvöldið því ég tók ekki í mál að stofna félagið, föstudaginn 13. janúar. Það gerist ekkert í heiminum út á tilviljanir,“ undir- strikar Einar af ákefð.. Mínus heimtaði bleikan klósett- pappír Þorkell Máni Pétursson, vinnur alla jafna á útvarpsstöðinni X-inu, en hann starfar jafnhliða því sem umboðsmaður. „Ég ætla ekkert að gefa upp hvaða hljómsveitir það eru sem ég er í umboðsmennsku fyrir. Það eru mörg bönd,“ segir Þorkell Máni, en hann var eitt sinn umboðsmaður Mínuss svo dæmi sé nefnt. „Þetta er að mörgu leyti ömurlegt starf enda felst það í því að gera það ónauðsynlega fyir hina vanþakklátu,“ Hann leggur þó áherslu á að starfið geti þó stundum verið spennandi, sér- staklega þegar afraksturinn af einhverju sem búið sé að vinna að lengi er góður. „Að sjá síðan menn klúðra öllu því sem vel er gert og gera svo herfilega upp á bak að annað eins hefur ekki sést“, bætir hann við hlæjandi. „Menn eru helst í þessu fyrir peningana sem þó eru litlir. Til að mynda þarf ein stærsta popphljómsveit landsins síðustu 20 ára, að fá lánaða tugi milljóna króna frá Baugi og kallar það menningarlegan styrk.“ Sjálfur kunni Þorkell Máni ekki á hljóðfæri en ákvað þess vegna að gerast umboðsmaður í 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR20 ÞORKELL MÁNI PÉTURSSON „Starfið felst í því að gera hið ónauðsynlega fyrir hina van- þakklátu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EINAR BÁRÐARSON, SINNIR STÚLKAHLJÓMSVEITINNI NYLON „Starfið er bæði tímafrekt og krefjandi.“ Mennirnir á bakvið rokkarana PÁLL EYJÓLFSSON, ER BÆÐI Í HLJÓMSVEIT OG SINNIR UMBOÐSSTÖRFUM Umboðsmaður rokkkóngsins Bubba. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.