Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 60

Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 60
40 VISSIR ÞÚ... ...að lengsta veiðihár á ketti sem mælt hefur verið er 17,4 sentímetr- ar? ...að dýpsti dalur í heimi er Yarlung Zangbo-dalurinn í Tíbet en hann er að jafnaði 5000 metra djúpur? ...að léttasti fiskur í heimi er dverg- kýtlingur, schindleria praematurus? Hann vegur tvö milligrömm enda aðeins á bilinu 12 til 19 millimetra langur. ...að búrhvalurinn hefur stærsta heila allra dýra en heili hans vegur um það bil níu kíló? ...að fyrsti ófleygi fuglinn var fiðraða risaeðlan Protarchaeopteryx? ...að fyrsta mannaða geimferðin sem fjármögnuð var af einkaaðilum var 21. júní árið 2004 en þá var geimfarinu SpaceShipOne skotið upp frá Mojave flugvelli í Kaliforníu? ...að fyrstu tilraunir til að tengja saman tvær tölvur sem eru fjarri hvor annarri var gerð 29. október árið 1969 í Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum? ...að Shunpei Yamazaki, forstjóri Hálfleiðararannsóknarstofanna hf. í Japan var skráður fyrir 3.245 einka- leyfum 31. maí árið 2004? ...að umferðin á eynni Máritíus í Indlandshafi er sú hættulegasta í heiminum því árið 2000 var dánar- tíðni í umferðarslysum þar 43,9 á hverja 100.000 íbúa? ...að spilltasta land í heimi árið 2004 var Bangladess? Minnst spillta land í heimi er hins vegar Finnland. ...að vegir og götur Indónesíu eru þær mest notuðu í heiminum? Hver einasti kílómetri af vegum landsins er ekinn átta milljón sinnum á ári. ...að samkvæmt Interpol er Triad- mafían kínverska sú stærsta í heimi en í henni eru að minnsta kosti 100.000 félagar í öllum heimshorn- um? ...að matreiðslubókin Betty Crock- er´s Quick and Easy hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka síðan árið 1950? ...að elsta dæmi sem til er um staf- róf er frá því um 1800 fyrir Krist? ...að lengsta orð á íslensku er hæstaréttarmálaflutningsmaður? ...að lengsta orð á sænsku er nordöstersjökustartilleriflygspan ingssimulatoranläggningmateri elunderhållsuppföljningssystem diskussionsinläggsförberedelse- arbeten? Það þýðir „undirbúnings- vinnuframlag fyrir umræður um viðhaldskerfi til stuðnings við efni könnunarflugtækis stórskotaliðsins við norðurausturhluta Eystrasaltsstranda. Accra - höfuðborg Ghana Íbúafjöldi: Tæplega tvær milljónir. Opinbert tungumál: Enska. Trúarbrögð: Kristnir, múslimar og ýmisleg trúarbrögð innfæddra ættbálka. Staðsetning: Suðurströnd Ghana, við Atlantshafið. Accra var stofnuð af Ga-fólk- inu á fimmtándu öld sem miðstöð verslunar við Portúgala, sem byggðu virki í bænum. Á eftir Portúgölum komu Svíar, Hollend- ingar, Frakkar, Bretar og Danir þangað einnig í lok sautjándu aldar. Eftir að búið var að leggja járnbrautarteina í námur og að beitilöndum varð Accra fjár- hagsmiðstöð Ghana. Stór svæði eyðilögðust í jarðskjálftum árið 1862 og 1939 en borgin teygði engu að síður anga sína til nálægra bæja. Accra-uppþotin árið 1948 leiddu af sér baráttu fyrir sjálf- stæði sem endaði með byltingu og sjálfstæði landsins árið 1957. BORGIN Líf, fréttir og viðburðir á ensku Vefurinn Reykjavik.com og blaðið Reykjavikmag eru nýjar upplýsinga- veitur á ensku sem munu líta dagsins ljós innan tíðar. Þær bjóða upp á ferska umfjöllun og nýjustu upplýsingar um allt sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma; menningarviðburði, skemmtistaði, veitingastaði, söfn, gallerí, tísku, verslanir og næturlíf. Nýjustu fréttir frá Íslandi Reykjavíkmag blaðið kemur út hálfsmánaðarlega og verður dreift um alla borg. Vefurinn Reykjavík.com flytur alltaf nýjustu fréttir frá Íslandi og er stöðugt uppfærður í samstarfi við Fréttablaðið og NFS. Í Reykjavík er alltaf eitthvað sem er nýjasta nýtt Be prepared, Sími 588 8900 www.transatlantic.is Við sérhæfum okkur í ferðum til Eistlands Miðaldaborgin frá 11. öld: Tallinn í Eistlandi Sumar Haust Beint flug frá Keflavík og Akureyri Kastalar, hallir, gamlir markaðir, hvítar strendur, ódýrt að versla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.