Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 73

Fréttablaðið - 09.07.2006, Side 73
SUNNUDAGUR 9. júlí 2006 33 FÓTBOLTI Það mun koma í hlut miðjumannsins og baráttujaxlsins Gennaro Gattuso hjá AC Milan að stöðva fyrirliða og leikstjórnanda Frakka, Zinedine Zidane, í úrslita- leiknum í kvöld. Zidane hefur leikið frábærlega á síðari stigum keppninnar og fundu leikmenn Spánar, Brasilíu og Portúgals engin ráð til að stöðva hinn 34 ára gamla snilling. Marco Materazzi, varnarmaður ítalska liðsins, var spurður að því á blaðamannafundi í gær hvernig leikmenn hygðust stöðva Zidane. „Hann verður ekki vandamál,“ sagði Materazzi umbúðalaust og bætti við: „Við höfum Gattuso. Hann stöðvar Zidane. Sjáið þið bara til.“ Gattuso gat ekki annað en brosað þegar hann var spurður út í þessi ummæli Materazzi. „Já, hann kann að setja pressu á sam- herja sína,“ sagði Gattuso og hló. Spurður um hvort hann myndi skipta á hæfileikum sínum við hæfileika Zidane sagði Gattuso svo ekki vera, hann sætti sig við þá hæfileika sem guð gaf honum. „Hann hefur ótrúlega tækni en það er sitthvað sem ég held að ég hafi fram yfir hann. Zidane hefur spilað mikið á HM og er orðinn nokkuð gamall. Kannski verður hann þreyttur,“ sagði Gattuso. Marcello Lippi, þjálfari Ítala, hefur mikið álit á Zidane og segir lykilatriði að stöðva hann, ætli Ítalía sér sigur. „Hann er í sínu besta formi og þess vegna hefur franska liðið náð svona langt. Zidane er stórkostlegur, líklega besti leikmaður sem uppi hefur verið síðustu tuttugu árin,“ segir Lippi. - vig Ítalir telja það vera lykilatriði að stöðva Zinedine Zidane í leiknum í kvöld: Gattuso á að taka Zidane úr umferð GENNARO GATTUSO Fær það verðuga verk- efni að stöðva Zinedine Zidane í leiknum í kvöld. Gattuso segist klár í verkefnið. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Raymond Domenech, þjálfari franska landsliðsins, segir að elstu leikmennirnir í franska liðinu verði tilbúnir í slaginn gegn Ítölum í kvöld og búnir að hrista úr sér þreytuna eftir undan- úrslitaleikinn gegn Portúgal á miðvikudaginn. Domenech var gagnrýndur harkalega fyrir að velja marga leikmenn komna yfir þrítugt á HM en það eru fyrst og fremst þeir sem hafa komið franska liðinu alla leið í úrslitin. „Fyrir mér, þá eru þetta ekki gamlir leikmenn. Þótt þeir séu þrjátíu eða 35 ára æfa þeir jafn mikið og aðrir. Í úrslitaleik HM yfirvinnur trú alla þreytu,“ segir Domenech. „Luis Figo er á sama aldri og Zidane. Hann var mjög góður gegn okkur í síðustu viku. Ég er ekki sá eini sem velur gamla leikmenn.“ Domenech bað franska fjöl- miðla að endingu að hafa engar áhyggjur af líkamlegu standi leik- manna sinna. „Á sex mánuðum er hægt að búast við því að leikmenn á þessum aldri muni eiga við vandamál að stríða en ekki þegar leiknir eru sjö leikir á einum mánuði. Það er fullkomlega eðlilegt að vera þreyttur eftir undanúrslitaleik. Við verðum búnir að ná okkur í tæka tíð.“ - vig Raymond Domenech: Þeir gömlu verða tilbúnir RAYMOND DOMENECH Segir ítölsku leikmennina ekki vera í betra formi en lærisveinar sínir. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Hvorki franska né ítalska liðið fengu að æfa á Ólympíu- leikvanginum í Berlín í gær þar sem völlurinn þykir vera orðinn ansi tæpur eftir miklar rigningar í höfuðborginni undanfarna daga. Að sögn Andreas Herren, talsmanns FIFA, verður allt gert til að hafa grasið á vellinum í sem bestu ásigkomulagi þegar leikur- inn hefst, en líkur voru taldar á því að grasið myndi skemmast töluvert ef liðin fengju að æfa á því. „Það er rigningin sem neyðir okkur til að taka þessa ákvörðun,“ sagði Herren. - vig Liðin í úrslitunum: Fá ekki að æfa á vellinum ALLT KLÁRT Ólympíuleikvangurinn í Berlín er stórkostlegt mannvirki eins og sést vel á þessari mynd. Efst á myndinni má sjá fjölmörg hvít tjöld en þar hafa fjölmiðlar sína aðstöðu. 72 þúsund manns verða á vellinum í kvöld en að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Marcello Lippi, þjálfari Ítala, segir að það lið sem sé hungraðra í Heimsmeistaratitilinn muni bera sigur úr býtum í leiknum í kvöld. Lippi segir að þegar í úrslitaleik HM sé komið skipti taktík og gæði einstakra leik- manna minna máli, það sé fyrst og fremst hugarfarið sem verði að vera í lagi. „Ég fer fram á að leikmenn mínir gefi allt sem þeir eigi,“ sagði Lippi við fréttamenn í gær. Sá grá- hærði er staðráðinn í að ná fram sigri og tók það skýrt fram að tap væri óásættanlegt. „Hversu oft fær maður tækifæri til að verða heimsmeistari? Við verðum að vera öskufúlir út í sjálfa okkur ef við töpum,“ sagði Lippi. - vig Marcello Lippi: Hungrið ræður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.