Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 69
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 6 7 8 9 10 11 12 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Systurnar Sigrún og Eva Björg Harðardætur leika á víólu og fiðlu á stofutónleikum á Gljúfrasteini. Á efnisskránni eru lög á eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Sigvalda Kaldalóns, samin við ljóð Halldórs Laxness.  20.00 Guðný Einarsdóttir orgelleikari heldur tónleika í Hallgrímskirkju. Yfirskrift tónleik- anna er Myndir Mussorgskys en hún leikur meðal annars verk sem voru hluti af útskriftarverkefnum hennar við Konunglega tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn.  21.00 Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir leika ásamt slag- verksleikaranum Steef van Oosterhout á sumartónleikum við Mývatn. Tónleikarnir fara fram í Skútustaðakirkju en þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá með barokk- tónlist. Ókeypis er á tónleikana.  21.30 Ragnheiður Gröndal leikur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á efn- isskránni eru m.a. íslensk þjóðlög. Með henni leika Haukur Gröndal og Hugi Guðmundsson. Miðaverð er 1.000 kr. ■ ■ SÝNINGAR  Listamannaspjall í Listasafni ASÍ þar sem nú stendur yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Eirík Smith, Daða Guðbjörnsson, Hafstein Austmann, Kristínu Þorkelsdóttir og Svavar Guðnason. Léttar veiting- ar í boði safnsins. Aðgangur ókeypis. ■ ■ OPIÐ HÚS  14.00 Opnið hús hjá myndlistar- manninum Snorra Ásmundssyni. Áhugasamir eru hvattir til að gera sig heimakomna hjá Snorra í Álafosshúsinu í Mosfellsbæ, Opið frá kl. 14-18 um helgina eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Snorri í síma 692 95 26 ■ ■ UPPÁKOMUR  10.00 Ókeypis aðgangur er að Minjasafninu á Akureyri í tilefni af Íslenska safnadeginum. Hann verður haldinn hátíðlegur á safninu sjálfu, í gamla bænum í Laufási og á Iðnaðarsafninu á Akureyri. Opnunartími Minjasafnins er frá 10- 17 alla daga.  Ókeypis aðgangur er að öllum sýn- ingum Byggðasafns Hafnafjarðar í tilefni af Íslenska safnadeginum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Ótrúlega stemning hefur verið í kringum leikina á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða í Þýskalandi, þar sem mótið sjálft fer fram, eða í öðrum Evr- ópulöndum sem eiga fulltrúa á mótinu. Frakkland og Ítalía munu leika til úrslita um heimsmeist- aratitilinn í dag. Fréttablaðið fékk þrjár ungar stúlkur til að lýsa ástandinu í löndunum sem þær eru búsettar í en þær segja stemninguna vera ótrúlega. Ótrúleg lífsreynsla Halla Tryggvadóttir nemi er búin að vera í París í fimm vikur. „Það er alveg brjáluð stemning hér. Allir voru frekar slappir á fimmtudag, voru að jafna sig eftir leikinn á miðvikudag. En það eru allir mjög glaðir. Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt lífs- reynsla, andrúmsloftið er allt öðruvísi hérna þessa dagana. Flestir fara á Champs Elysées eftir leikinn, þar voru blys og flugeldar og allir með fána að syngja fótboltalög,“ segir Halla, en hún fór á stærsta leikvanginn í París, Stade de France, til að horfa á leikinn á risaskjá. „Maður þarf að vera kominn þremur, fjórum tímum fyrir leik því allt troðfyllist,“ segir hún og býst við að mæta snemma til að horfa á úrslitaleikinn á sunnudag. Óeirðir í jákvæðum skilningi Freyja Gunnlaugsdóttir klarin- ettuleikari býr í Berlín og segir að það sé ekki hægt að leiða hjá sér HM-stemninguna. „Ég bý í mið- bænum og það var ekki einu sinni bíll á göt- unum þegar Þýskaland- Ítalía leikurinn var og drunga- leg stemning yfir öllu. Fyrir hina leikina lá við að það bryt- ust út óeirðir, í jákvæðum skiln- ingi, því fólk hljóp út á götu öskrandi og syngjandi,“ segir Freyja. Úrslitaleikarinn fer fram í Berl- ín og segir Freyja að borg- arbúar fagni eins og það sé þjóðhátíð þegar leikirnir eru haldnir þar. „Það sem er svo áhugavert er að í fyrsta sinn eftir að ég flutti til Þýskalands sé ég fánann notað- an á götum úti. Fáninn var hálf- gert tabú út af Þriðja ríkinu og ég er vön að sjá hann bara í partíum og þá er hann jafnvel brenndur. En allir tóku sig saman um að nota fánann þegar Þýskaland spilaði, máluðu hann framan í sig og flögguðu honum. Fólk hefur ákveð- ið að nú væri tím- inn til að halda áfram og gleyma fortíðinni,“ segir Freyja Gunn- laugsdóttir. Gamlar konur dönsuðu uppi á bílum Hjördís Ólafs- dóttir, iðnhönn- unarnemi í Míl- anó, segir að brjálæðisleg stemning hafi myndast á Ítalíu eftir að landslið- inu tókst að tryggja sér sæti í úrslitum með því að leggja Þjóðverja að velli í framleng- ingu. „Ég var reyndar á Sigur Rósar, tónleikum í bæ sem heitir Ferrara, á meðan á leiknum stóð en ég náði fram- lengingunni,“ segir Hjördís. „Tón- leikarnir voru ágætlega sóttir en þeir voru haldnir í kastala svo það var svolítið sérstök stemning þar. Eftir að tónleikunum lauk flýttu allir tónleikagestir sér á næsta kaffihús og horfðu á það sem eftir var af leiknum. Það var mikil stemning og það varð eiginlega allt „crazy“ þegar Ítalarnir skor- uðu annað markið.“ Hjördís segir að Ferrara sé ekki stór bær en mörg þúsund manns hafi safnast þar saman, dansað og skemmt sér. „Það mynd- aðist svona karnivalstemning. Fólk var með bongótrommur og það stóð uppi á pallbílum sem keyrðu í gegnum bæinn. Fólk dansaði á bílum, jafnvel gamlar og stirðar konur. Fólkið var alveg rosalega glatt og ánægt – það var ótrúlegt að sjá þetta.“ Hjördís segir að Ítalir séu orðn- ir ansi spenntir fyrir úrslitaleikn- um á sunnudaginn kemur. „Það eru fánar úti um allt og fólk opnar gluggann og syngur með þjóð- söngnum þegar hann er spilaður. Svo er verið að selja lúðra alls staðar og það eru allir að tala um úrslitaleikinn,“ segir Hjördís sem er nýkomin heim frá Mílanó og verður því að gera sér að góðu að horfa á úrslitaleikinn hér heima. „Ég er svolítið svekkt að sjá ekki leikinn úti en það var of mikið vesen að breyta flugmiðanum. Svo er svo heitt í Mílanó að ég er eigin- lega bara fegin því að komast í kuldann hér heima.“ Dansað og sungið yfir sætum sigrum á knattspyrnuvellinum HJÖRDÍS ÓLAFSDÓTTIR Horfir á úrslitaleikinn hér á landi en ekki í Mílanó. FREYJA GUNN- LAUGSDÓTTIR Segir hálfgert óeirða- ástand hafa ríkt í Þýskalandi fyrir tapið á móti Ítölum. HALLA TRYGGVA- DÓTTIR Hlakkar til að fylgjast með úrslitaleiknum á sunnudaginn kemur. *SÝNDAR Í STAFRÆNNI ÚTGÁFU. MYND OG HLJÓÐ SAMBÍÓIN SÍMI: 575-8900 www.sambioin.is THE BREAK UP THE BREAK UP VIP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal THE LAKE HOUSE SLITHER SHE´S THE MAN KL. 12:30-3-5:45-8-10:20 KL. 1:45-4:15-8-10:20 KL. 5:45-8-10:20 KL. 12:15-1:30-3-5:30-8 KL. 12:15-3-5:30-10:20 KL. 1:30-3:30-5:45-8-10:20 KL. 10:30 KL. 8 B.I. 12 B.I. 16 THE BREAK UP THE LAKE HOUSE BÍLAR ísl. tal CARS enskt tal KL. 8-10:10 KL. 8-10:10 KL. 2-5 KL. 2-5 THE BREAK UP THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal *CARS enskt tal *POSEIDON KL. 1:30-3:45-6-9-10:15-11:30 KL. 8:15-10:30 KL. 1:30-2:45-4-6:30 KL. 8:15 KL. 6 B.I. 12 B.I. 14 THE BREAK UP THE LAKE HOUSE CARS enskt tal BÍLAR ísl. tal KEEPING MUM POSEIDON KL. 6-8:15-10:30 KL. 6-8:15-10:30 KL. 6-8:30-10:50 KL. 6-8:30 KL. 6-8:20-10:30 KL. 10:50 B.I. 12 B.I. 14 THE BREAK UP THE CLICK THE FAST AND THE FURIOUS 3 BÍLAR ísl. tal KL. 5:45-8-10:10 KL. 1-3:15-8 KL. 5:45-10:10 KL. 1-3:15 B.I. 10 B.I. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.