Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 32
12 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR Starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt og mikil nánd við annað fólk. „Hjúkrunarfræðingur gerir það fyrir sjúklinginn sem hann getur ekki gert sjálf- ur,“ segir Sigrún Zoëga hjúkrunarfræðingur. Sig- rún hefur starfað við ummönnunarstörf frá sautján ára aldri og segist, á léttu nótunum, ekki skilja hvernig fólk geti valið sér nokkur önnur störf. „Ég byrjaði að vinna ófaglærð með þroskaheft- um, tók svo sjúkraliðann með stúdentinum og vann við það í tvö ár. Um leið og ég kom inn á sjúkrahús vissi ég að þetta var málið,“ segir Sigrún sem lauk fjög- urra ára háskólanámi í hjúkrunarfræði fyrir fjór- um árum og vinnur núna á þvagfæraskurðdeild. „Ég er svo nýbúin að ljúka diplómanámi í krabba- meinshjúkrun og er að byrja í mastersnámi í haust. Þetta er svo fjölbreytt starf, maður getur unnið hvar sem er og á svo ólíkum svið- um. Maður getur líka valið hvort maður verður fræði- maður, vinnur í beinni hjúkrun, við forvarnir eða kennslu.“ Ólíkt mörgum öðrum faggreinum er hægt að sækja alla menntun í hjúkr- un hérlendis. „Framhalds-, masters- og doktorsnámið er frekar nýtilkomið en gæði grunnnámsins hér eru mjög mikil,“ segir Sigrún. „Starfið snýst mikið um samhæfingu, að tengja saman til dæmis lækna, sjúkraþjálfara og þess hátt- ar, en líka um fræðslu. Svo erum við auðvitað í því að skipta á sárum og svoleiðis. Það besta við starfið er að maður hittir gífurlega mikið af fólki. Maður öðlast svolítið aðra sýn á lífið og tilveruna, kynnist fólki á viðkvæmum stundum og sér manneskjuna frá ann- arri hlið. Það fær mann til að meta betur fjölskyldu, vini og annað sem er ekki hægt að kaupa fyrir pen- inga. Það er merkilegt að sjá hvað manneskjan ræður við erfiðar aðstæður án þess að kikna.“ Sigrún segir að þó starf- ið sé erfitt að mörgu leyti sé það ekki þannig að það hreki mann frá því. „Launin mættu vera hærri en það er auðvitað gömul saga. Fyrir marga er vaktavinnan líka erfið. Það er enginn dagur eins og maður skilur ekki eftir bunkann á skrifborð- inu þegar maður fer heim. Maður er alltaf að hitta nýtt fólk og standa frammi fyrir nýjum áskorunum,“ segir Sigrún að lokum. einareli@frettabladid.is Nýtt fólk og nýjar áskoranir Sigríður fyrir utan vinnustað sinn á Hringbrautinni. Hún segist ekki skilja hvernig fólk getur hugsað sér að vinna við annað en ummönnunarstörf. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Umtalsverð hækkun hjá atvinnulausum. Þann 1. júlí síðastliðinn hækkuðu grunnatvinnuleys- isbætur um 18,5%. Greiðsl- ur á atvinnuleysisdag hækka því úr 4.324 krónum í 5.123 krónur hjá þeim sem eru með fullar bætur og á mánuði fara bæturnar úr 93.701 krónu upp í 111.015 krónur. Atvinnuleysisbætur hækka Atvinnuleysisbætur hafa hækkað um 18,5%. VARNARLIÐSSALA GEYMSLUSVÆÐISINS Opið: Laugardaga: 10:00 - 18:00 Sunnudga: 12:00 - 18:00 Virka daga: 10:00 - 18:00 Útboð á bifreiðum Varnarliðsins Ökutækin eru til sýnis að Sigtúni 40. Útboðið mun standa dagana 8. júlí til miðnættis þann 10. júlí. Upplýsingar um niðurstöðu útboðsins verða birtar á heimasíðu Geymslusvæðisins þann 11. júlí. Hægt er að bjóða í bifreiðirnar á heimasíðu Geymslusvæðisins: www.geymslusvaedid.is þar er einnig hægt að skoða myndir og fá nánari upplýsingar. Varnarliðssalan Sigtúni 40 ATVINNUTÆKIFÆRI Til sölu fyrirtæki í innflutningi, heildsölu og smásölu. Góð álagning. Falleg, hrífandi og auðseljanleg vara. Verð ca. 12 m. Svar merkt: „Uppgrip“ sendist á netfangið: galle@isl.is Útboð - lóðarfrágangur við nýbyggingu Landbúnaðarstofnunar á Selfossi Merkiland ehf óskar eftir tilboðum í lóðarfrágang við tvær nýbyggingar sem m.a. munu hýsa Landbúnaðarstofnun við Austurveg á Selfossi. Útboðið nær til fullnaðarfrágangs lóðar, þ.m.t. bílastæða, stétta og gróðursvæða. Jarðvegsskipti fyrir burðarlagsfyllingu hafa farið fram og lagnavinna er einnig undanskilin útboðinu. Helstu magntölur eru: Jöfnunarlag og malbik: 2194m2 Hellulagnir á bílastæðum: 676m2 Gangstéttar: 1000m2 Kantsteinar: 617m Gras og gróðursvæði: 1235m2 Uppsetning á ljósum og öðrum götugögnum Vinna við verkið getur hafi st strax að afl oknu útboði. Verklok eru 14. september fyrir u.þ.b. 2/3 skilgreinda hluta verksins en 14. október fyrir 1/3 hluta. Útboðsgögn eru til afhendingar á teiknistofunni Landhönnun að Austurvegi 42, 2.h. og í afgreiðslu VST að Ármúla 4 í Reykja- vík. Skilagjald er kr. 2000 sem endurgreiðist við skil tilboða/ tilboðsgagna. Tilboð skulu berast Landhönnun á Selfossi í síðasta lagi þriðjudaginn 18. júlí 2006 kl. 11.00 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. F.h. verkkaupa, Landhönnun slf. Hermann Ólafsson, landslagsarkitekt FÍLA s. 482 3300, netfang: hermann@landhonnun.is A. Þ. Þrif Framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrifum á nýbyggingum jafnt sem atvinnuhúsnæðum óskar eftir starfsmönnum í fullt starf vegna mikilla umsvifa. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri. Upplýsingar gefur Steini í síma 821-9908. RÉTTINDANÁMSKEIÐ FYRIR BÍLSTJÓRA UM FLUTNING Á HÆTTULEGUM FARMI Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námskeið í Reykjavík í húsnæði Ökuskólans í Mjódd, Þarabakka 3, kl. 09-17, ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltekinn hættulegan farm á vegum á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu: Grunnnámskeið (flutningur á stykkjavöru fyrir utan sprengifim- og geislavirk efni): 12. – 14. júlí 2006 Flutningur í tönkum: 17. -18. júlí 2006 Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðinu fyrir flutning í tönkum er að viðkomandi hafi setið grunnnámskeið (stykkjavöruflutningar) og staðist próf í lok þess. Greiða skal þátttökugjöld fyrir upphaf námskeiðanna. Skráning og nánari upplýsingar hjá skrifstofu Vinnueftirlitsins í Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími: 550 4600. F.h. Menntasviðs Reykjavíkurborgar: Akstur nemenda grunnskóla Reykjavíkurborgar, EES útboð nr. 10807. Útboðsgögn verða seld á kr. 3.000 í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 21. ágúst 2006 kl 10:00, í Ráðhúsi Reykja- víkur. 10807 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is F í t o n / S Í A Fo rm at a M ed iu m Fo rm at a R eg ul ar RAÐAUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.