Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 70
30 9. júlí 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is KR er... flottasti klúbburinn. KR eða Grindavík? KR. Skora eitt eða leggja upp tvö? Skora eitt. Björgólfur, Rógvi eða Garðar? Skiptir engu máli. Teitur Þórðarson er... góður þjálfari. Voru morgunæfingarnar óþarfar? Nei. Hvað er að framherjunum hjá KR? Þeir skora engin mörk! Hvernig gastu klúðrað færinu á móti FH? Úff... ég hef engin svör. Í hvaða sæti lendir KR í deildinni? 2. sæti. Hverjir verða Íslandsmeistarar? Mér sýnist það ætla að vera FH. Besti leikmaður deildarinnar? Kristján Finnbogason á góðum degi. Erfiðasti andstæðingur? Ætli það sé ekki ég sjálfur. Saknarðu hársins? Já, ég er að safna. Ítalía eða Frakkland? Ítalía. Zidane eða Ronaldinho? Ronaldinho. Besti leikmaður heims? Ronaldinho, ekki spurning. MEÐ GRÉTARI HJARTARSYNI60 SEKÚNDUR Forysta FH á toppi efstu deildar karla í knattspyrnu á sér ekki fordæmi og er ekki útlit fyrir annað en að hún eigi eftir að stækka. Ef svo á ekki að fara þarf eitthvað af hinum liðunum níu að taka af skarið og vinna nokkra leiki í röð, en það hefur gengið heldur illa til þessa þar sem aðeins einu liði fyrir utan FH hefur tekist að vinna meira en tvo leiki í röð. Það lið er einmitt það sama og var í öðru sæti að níu umferðum loknum, nýliðar Víkings. Það var spútniklið fyrri umferðarinnar en eins og sagan hefur sýnt er það engan veginn búið að forða sér frá falli. Þvert á móti er deildin svo jöfn að liðið sem er í fallsæti, Breiðablik í því níunda, er ekki nema fjórum stigum á eftir Víkingum. Aldrei áður í sögu tíu liða efstu deildar hefur verið jafn lítill munur á liðinu í öðru og níunda sæti að mótinu hálfnuðu – fjögur stig. Gamla „metið“ var sex stig en slíkur var munurinn á sama tímapunkti árin 2002 og 2004. Tekið skal fram að tíu liða efstu deild var komið á stofn árið 1977 og hefur árangurinn fram til ársins 1984 verið endurreiknaður samkvæmt þriggja stiga reglunni. Í kvöld mætast Breiðablik, liðið sem er í níunda sæti deildarinnar með tíu stig og Valsmenn sem hafa valdið stuðningsmönnum sínum þó nokkrum vonbrigðum með sín tólf stig eftir frábært gengi síð- asta árs. Að lokinni fyrri umferð- mótsins í fyrra var Valur í öðru sæti með 21 stig og ÍBV í því níunda með sex og munurinn því fimmtán stig (sem var metjöfn- un). Munurinn í deildinni í ár og í fyrra er því í þeim skilningi mjög mikill. En aðalatriðið er vissulega hvaða lið er í efsta sæti og er engin breyting á því frá síðasta ári. FH- ingar hafa mikla yfirburði í deildinni og hafa til þessa ekki tapað leik á mótinu. Liðið sýnir geysilega mikinn stöðugleika á milli leikja og er það lofsvert vegna þeirra áfalla sem liðið hefur mátt þola undanfarið vegna meiðsla leikmanna. FH er í sérflokki og hin liðin níu í spennandi fallbaráttu. Níu lið í fallbaráttunni NÝLIÐARNIR Víkingur og Breiðablik eru bæði nýliðar í Landsbankadeildinni en þau lið sem voru í 2. og 9. sæti að mótinu hálfnuðu. Munurinn á liðinum er þó ekki nema fjögur stig. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Í 30 ára sögu tíu liða efstu deildar hér á landi hefur stigamunurinn á milli liðsins í öðru og níunda sæti aldrei verið minni en nú þegar mótið er hálfnað. Munurinn var í ár fjögur stig. HIN HLIÐIN ÞAU ÁR ÞAR SEM MUNURINN HEFUR VERIÐ SEM MESTUR ÁR 2. SÆTI 9. SÆTI MUNUR 1978 ÍA (21) FH (9) 15 1996 ÍA (21) BREIÐABLIK (6) 15 2005 VALUR (21) ÍBV (6) 15 1977 VALUR (22) KR (8) 14 JAFNT OG SPENNANDI ÞAU ÁR ÞAR SEM STIGAMUNURINN Á 2. OG 9. SÆTI HEFUR VERIÐ SEM MINNSTUR. ÁR 2. SÆTI 9. SÆTI MUNUR 2006 VÍKINGUR (14) BREIÐABLIK (10) 4 2004 FH (16) GRINDAVÍK (10) 6 2002 FYLKIR (15) ÞÓR (9) 6 1979 ÍBV (15) KA (8) 7 ÍÞRÓTTALJÓS EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FÓTBOLTI Það skyldi þó ekki vera að það hafi verið Íslendingar sem stýrðu ítalska landsliðinu á braut- ina sem á endanum varð til þess að liðið náði heimsmeistaratign? Sú er samt einmitt raunin ef Ítalir leggja Frakka að velli í Berlín í kvöld því eftir því sem þjálfarinn Marcello Lippi sagði við ítalska fjölmiðla í gær var það eftir vináttuleikinn gegn Íslandi, á Laugardalsvelli þann 18. ágúst árið 2004, sem hann gerði sér grein fyrir því verki sem var framundan. Leikurinn var sá fyrsti sem Ítalir léku undir stjórn Lippi og endaði hann með 2-0 sigri Íslands, eins og frægt er orðið. „Þetta kvöld vorum við niðurlægðir af Íslendingum,“ sagði Lippi í gær. „Það var þá sem ég áttaði mig á því sem þurfti að gera,“ bætti þjálfarinn við. Umræddur leikur gegn Íslendingum er sá eini sem ítalska liðið hefur tapað undir stjórn Lippi í 25 leikjum. Eins og margir muna þá voru það Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem skoruðu mörk Íslands fyrir framan 20.204 áhorfendur á Laugardalsvellinum. Þegar horft er um öxl má sjá að það eru ávallt einhver tengsl á milli Íslendinga og heimsmeistaranna hverju sinni. Árin 1994 og 2002, þegar Brasilía varð heimsmeistari, lék liðið æfingaleik gegn Íslendingum rétt fyrir HM og sigraði örugglega, og árið 1998 léku Frakkar sinn fyrsta leik sem heimsmeistarar gegn Íslandi á Laugardalsvellinum, þar sem leikar enduðu 1-1. Tengslin, þó fjarlæg séu, eru svo sannarlega til staðar og þó að mörgum kunni að þykja það nokk- uð langsótt má halda því fram að það yrði „eftir bókinni“ ef Ítalir yrðu krýndir heimsmeistarar í kvöld. Sú kenning fær síðan byr undir báða vængi þegar helsta áhersluatriði Lippis í viðtali við íslenska fjölmiðla eftir leikinn fyrir tveimur árum er rifjað upp. Þá endaði Lippi á því að segja: „Fall er fararheill.“ - vig Marcello Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins: Tapið gegn Íslandi sýndi mér hvað þurfti að gera FÓTBOLTI Eftir tapið gegn Íslend- ingum 2004 voru ítalskir fjölmiðl- ar duglegir við að afsaka sig með því að minna á að Marcello Lippi hefði hvílt helstu stjörnur liðsins og leyft efnilegum og óreyndum leikmönnum landsins að spreyta sig á svo ómerkilegum leikmanna- hópi. Þegar hins vegar er horft til baka má sjá að sjö byrjunarliðs- menn Ítala í umræddum leik geta orðið heimsmeistarar í kvöld. Þetta eru þeir Gianluigi Buffon, Massimo Oddo, Gianluca Zam- brotta, Simeone Perrotta, Alessandro Nesta, Marco Mater- azzi og Gennaro Gattuso. Þeir hafa fengið á sig eitt mark á HM en áttu engin svör gegn íslenska landsliðinu á sínum tíma. Alls tóku átta leikmenn úr HM-hópi Ítala þátt í leiknum gegn Íslandi. Sá eini ónefndi er Luca Toni, sem nú er aðalsóknar- maður Ítalíu, en hann lék sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn á gegn Íslandi á 55. mínútu. - vig Lið Ítala gegn Íslandi: Átta sem eru í HM-hópnum FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Breiða- bliks unnu öruggan sigur á Þór/ KA í Landsbankadeild kvenna í gær. Leikurinn fór fram fyrir norðan og sigruðu gestirnir með 3- 0. Það voru þær Erna Björk Sig- urðardóttir, Greta Mjöll Samúels- dóttir og Edda Garðarsdóttir sem skoruðu mörk Blika. Breiðablik er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Vals sem á þó leik til góða. - vig Landsbankadeild kvenna: Létt hjá Blikum GOLF Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG hefur lokið þremur hringjum af fjórum á móti á Murcar-strandvellinum í Skotlandi sem er hluti af áskor- endamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið að stærstum hluta mjög vel og stendur í 12.-20 sæti fyrir loka- hringinn sem fer fram í dag. Hann á þó tæpast möguleika á sigri á mótinu en hvert sæti er mikilvægt þar sem verðlaunaféð fer lækkandi eftir því sem neðar er komið á listann. Um síðustu helgi vann hann sér inn dágóða summu á móti á Spáni og gæti nú endurtekið leikinn ef hann heldur haus í dag. Birgir Leifur lék í gær á einu höggi undir pari vallarins og er samtals þremur undir pari. Hann hefur leikið afar vel, fengið ellefu fugla á mótinu og aðeins fjóra skolla en tvívegis hefur hann náð sér í skramba og það hefur reynst honum dýrkeypt. Efstu maður mótsins, Sam Walker frá Englandi, lék í gær á sjö höggum undir pari og hefur fjögurra högga forystu á næsta mann. Walker er samtals á tólf undir pari. - esá Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur í 12. sæti BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Hefur staðið sig vel í Skotlandi. FÓTBOLTI 1. deildar liðið Þróttur gerði sér lítið fyrir og lagði enska 2. deildar liðið Millwall af velli, 2- 0, í leik liðanna á Valbjarnarvelli í gær. Það voru framherjarnir Sinisa Kekic og Magnús Már Lúð- víksson sem gerðu mörk Þróttar en Millwall átti lítið í Þróttara að gera og var sigur íslenska liðsins sanngjarn. Millwall er statt hér á landi í æfingaferð sem er fyrsti liður félagsins í undirbúningnum fyrir komandi leiktíð í Englandi. Þekktustu leikmenn Millwall, Jody Morris og Barry Hayles, voru hvorugir í byrjunarliðinu í leiknum en Hayles kom inn á í síð- ari hálfleik og sást lítið. - vig Æfingaleikur í gær: Þróttur vann Millwall BARÁTTA Haukur Páll Sigurðsson sést hér reyna að ná til knattarins í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ Byrjunarliðið sem mætti ítalska landsliðinu í æfingaleik þann 18. ágúst 2004. Á minni myndinni sést Eiður Smári Guðjohnsen skora annað mark Íslands án þess að Gianluigi Buffon komi nokkrum vörnum við. Marco Materazzi, annar leikmaður Ítala á HM, reynir að ná til boltans en er einfaldlega of seinn. > Erfitt verk bíður Keflvíkinga Keflvíkingar taka á móti norska liðinu Lilleström á heimavelli sínum í dag í síð- ari viðureign liðanna í Intertoto-keppn- inni í fótbolta. Ljóst er að Keflvíkingar þurfa að eiga sinn allra besta leik til að eiga möguleika til að komast áfram en norska liðið sigraði fyrri leikinn fyrir viku 4-1 og er því mun sigurstrang- legra. Að miklu er að keppa því liðið sem fer áfram mun mæta Newcastle í næstu umferð og tryggja sér þar með umtalsverðar fjárhæðir vegna sjón- varpsréttar og góðrar miðasölu. Leikurinn hefst kl. 14 og eru allir hvattir til að mæta og styðja við bakið á Kefl- víkingum í þessum mikilvæga leik. Ásdís vann gull í Svíþjóð Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir vann í gær til gullverðlauna á Gautaborgarleikunum í frjálsum íþróttum er hún kastaði spjótinu 52,10 metra. Fleiri Íslendingar voru meðal þátttakenda en Einar Daði Lárusson vann keppni í 300 metra grindahlaupi og setti um leið Íslandsmet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.