Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 09.07.2006, Blaðsíða 71
SUNNUDAGUR 9. júlí 2006 31 VIÐSKIPTI Úrslitin á HM í Þýska- landi hafi ekki verið þau hagstæð- ustu fyrir íþróttavöruframleið- andann Nike, sem ásamt Adidas er markaðsráðandi fyrirtæki í þeim bransa. Risarnir tveir eyddu mörgum árum í að undirbúa mark- aðsherferð sína í tengslum við HM og er óhætt að segja að þeir hafi farið ólíkar leiðir. Markaðsfræð- ingar eru sammála um að Adidas sé ótvíræður sigurvegari sam- keppninnar, sem opinber styrktar- aðili HM og fulltrúi margra af athyglisverðustu liða keppninnar. Nike eyddi gríðarlegu púðri í markaðsetninguna á brasilísku landsliðstreyjunni, en fyrirtækið hefur um árabil framleitt treyjur liðsins og greitt fyrir það himinhá- ar upphæðir. Að þessu sinni lagði Nike allt sitt traust á að Brasilía yrði heimsmeistari og sá fram á mikla tekjumöguleika í sölu lands- liðstreyja í kjölfarið. Fyrirtækið gerði auk þess samninga við stærstu þjóðirnar í öllum helstu hornum heimsins, til dæmis Bandaríkin, S-Kóreu, Mexíkó og Ástralíu. Þetta var gert til að tryggja örugga treyjusölu úti um allan heim á svæðum þar sem fólksfjöldinn er mjög mikill. Á sama tíma eyddi Adidas mestum pening í hlutverk sitt sem opinber styrkaraðili HM og sá fyr- irtækið meðal annars um þróun keppnisboltans í keppninni. Bolt- inn, sem nefndur er „Liðsandinn“, hefur fengið mikla athygli og þó hún hafi verið neikvæð á köflum telja markaðsfræðingar að umræðan um boltann hafi verið gríðarlega góð auglýsing fyrir Adidas. Að auki veðjaði fyrirtæk- ið á réttan hest með því að fram- leiða treyjur fyrir Frakkland og Þýskaland, sem bæði komust í undanúrslit keppninnar auk þess sem Frakkar eiga úrslitaleikinn eftir. Þá er Adidas einnig fram- leiðandi fyrir Spán og Argentínu, tvö af skemmtilegustu liðum HM. HM í Þýskalandi hefur einnig reynst happadrjúg fyrir Puma en það framleiðir treyjur Ítalíu, sem spilað hefur einstaklega vel og komið er í úrslitin, og Fílabeins- strandarinnar, sem vakti verð- skuldaða athygli í riðlakeppninni og svo fór að treyjur liðsins rok- seldust. Portúgal er aftur á móti eina liðið sem komst í undanúrslit undir merkjum Nike, en liðið þykir hafa spilað fremur leiðin- legan fótbolta auk þess að beita leikaraskap af miklum móð, fót- boltaáhugamönnum til mikillar mæðu. Afhroð Brasilíu kemur sér þó langverst fyrir Nike en fyrir þann samning þarf íþróttavöru- framleiðandinn að greiða tæpan milljarð króna á ári. Hvað einstaka leikmenn varðar þá er ljóst að Nike veðjaði einnig á rangan hest þar. Leikmennirnir sem kosta mest, Wayne Rooney og Ronaldinho, vilja líklega gleyma HM í Þýskalandi sem fyrst og reyndust alls ekki góð auglýsing fyrir Nike. Nærvera Thierry Henry í úrslitaleiknum er þó hugg- un harmi, en þess ber að geta að hann mun klæðast Adidas-treyju Frakka auk þess þetta verður í síð- asta sinn sem Henry klæðist skóm frá Nike, en hann hefur gert risa- samning við Reebook. Helsta stjarna mótsins, Zinedine Zidane, er hins vegar klæddur Adidas frá toppi til táar og fari svo að hann verði valinn besti leikmaður móts- ins mun herferð Adidas verða full- komnuð. - vig Heimild: Guardian og fleiri Adidas hafði betur gegn Nike á HM Íþróttavöruframleiðandinn Adidas hafði betur í samkeppninni við erkióvininn Nike á HM. Bæði Þýska- land og Frakkland leika í treyjum frá Adidas en Nike tapaði miklu á að leggja allt sitt traust á Brasilíu. VEL HEPPNUÐ HERFERÐ Stærsta herferð Adidas fyrir HM snerist um tvo stráka sem völdu sér draumalið allra tíma, þar sem leikmenn eins og Franz Beckenbauer og Michael Platini koma við sögu. Herferðin þykir hafa heppnast einstaklega vel. LIÐIN SEM GÁTU EKKI NEITT Fulltrúar þjóð- anna sem klæðast treyjum frá Nike sjást hér stilla sér upp áður en HM hófst. Flest liðin gátu ekkert í keppninni. NORDICPHOTOS/AFP SÁTTUR Herbert Heiner, stjórnarformaður Adidas, sést hér kynna keppnisboltann á HM, „Liðsandann,“ ásamt Franz Becken- bauer, forseta undirbúningsnefndar HM í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Argentínumennirnir Leandro Cufre og Maxi Rodriguez hafa báðir verið dæmdir í leikbann og sektaðir af FIFA fyrir þeirra þátt í uppþotinu sem átti sér stað eftir leik Argentínu og Þýskalands í fjórðungsúrslitum HM. Cufre, sem var varamaður í leiknum, fékk fjögurra leikja bann og 680 þúsund króna sekt fyrir að sparka í klof Per Mertesacker, þýska varnarmannsins. Refsing Rodriguez var helmingi vægari en honum var gefið að sök að hafa veitt hnefahögg. - esá Cufre og Rodriguez: Fengu báðir bann og sekt FÓTBOLTI Wayne Rooney hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og sektaður um 340 þúsund krónur af FIFA fyrir rauða spjald- ið sem hann fékk í leik Englands og Portúgals. Rooney traðkaði á Ricardo Carvalho og var í kjölfar- ið vikið af velli. Hann mun því missa af leikjum Englands gegn Andorra og Makedóníu í undan- keppni EM 2008. Rooney hefur haldið því fram að hann hafi ekki ætlað sér að traðka á Carvalho og að Portúgal- inn hafi einfaldlega lent undir sér. Í kjölfarið var ekkert mark skorað í leiknum og Portúgalar unnu í vítaspyrnukeppni. - esá Wayne Rooney: Tveggja leikja bann og sekt DÝRT BROT Wayne Rooney missir af næstu tveimur leikjum Englands fyrir þetta brot. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var formlega afhent Suður-Afríku í Berlín í fyrradag við formlega athöfn þó svo að ekki sé búið að leika til þrautar í Þýska- landi. Mikið var um dýrðir í Berlín við þetta tilefni enda Suður-Afr- íkumenn gríðarlega spenntir fyrir keppninni. Mun næstu fjögur árin mæða mikið á undirbúnings- og skipulagsnefnd keppninnar en keppnin, sem nú er að ljúka í Þýskalandi, þótti heppnast afar vel. Lucas Radebe, fyrrverandi landsliðsmaður Suður-Afríku, var viss um að sínir menn yrðu klárir í slaginn. „Við verðum tilbúin. Það er mikilvægt að tryggja öryggi allra þannig að öllum líði vel og ég er handviss um að skipulagið muni ganga upp.“ Margir heimamenn hafa þó áhyggjur af sínu landsliði sem tókst ekki að tryggja sér þátttöku- rétt í Þýskalandi og hefur almennt séð gengið illa undanfarin miss- eri. Meðal annars tapaði liðið illa hér á Íslandi í vináttulandsleik í fyrra, 4-1. - esá Mikið um dýrðir í Berlín: Keppnin afhent Suður-Afríku NÝTT LÓGÓ Merki HM 2010 sem kynnt var í fyrradag þykir einstaklega vel heppnað. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.