Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 2
2 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
INDLAND, AP Sérfræðingar leituðu í
gær að vísbendingum í rústum
lestarvagna sem sprungu í loft
upp í átta sprengjum á háanna-
tíma í Mumbai (Bombay) á Ind-
landi á þriðjudag. Svo virðist sem
sprengjunum hafi verið komið
fyrir á farangursgrindum í lestun-
um, en þær urðu yfir 200 manns
að bana og særðu fleiri en 700.
Enginn hryðjuverkahópur
hefur lýst ábyrgðinni á hendur
sér.
Talsmenn tveggja herskárra
hópa í Kasmír-héraði neituðu aðild
að sprengjunum og fordæmdu
þær. Talsmenn Indlandsstjórnar
létu hafa eftir sér í gær að
sprengjurnar væru of þróaðar
fyrir Kasmír-hópana, og töldu lík-
legra að um öfgasinnaða múslima-
hópa væri að ræða.
Forsætisráðherra Indlands,
Manmohan Singh, lýsti því yfir í
gær að „enginn myndi knésetja
Indland,“ og hvatti landa sína til
að sýna samstöðu.
Unnið var hörðum höndum að
viðgerðum og þrifum og voru sam-
göngur komnar í nokkurn veginn
samt lag í gærdag, þó færri íbúar
nýttu sér lestirnar en venjulega.
Öryggisgæsla hefur verið hert til
muna í öllum borgum Indlands.
Sextán milljónir manna búa í
Mumbai. - smk
Eftirmálar hryðjuverkanna í Mumbai á Indlandi sem urðu 200 að bana:
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð
LESTIN VÖKTUÐ Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í öllum borgum Indlands. Myndin
er tekin í Kalkútta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
DÓMSMÁL Tæplega fertugur Lithái
má búast við rúmum tveggja ára
fangelsisdómi, verði hann sak-
felldur í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir innflutning á rétt um 1,8 kíló-
um af fljótandi amfetamíni í
tveimur hvítvínsflöskum. Ákæru-
valdið krefst þess einnig að 44 ára
Lithái, sem er búsettur hér á landi,
verði sakfelldur. Hann er ákærður
fyrir að hafa átt að taka við efnun-
um hér á landi. Þeir neita báðir
sök.
Jakob Kristinsson lyfjafræð-
ingur vitnaði í málinu í gær og
sagði að hann hefði aldrei séð amf-
etamín í fljótandi formi áður.
Efnið væri mjög hreint, eða 77
prósent í annarri flöskunni og 89
prósent í hinni. Hann teldi að hægt
væri að taka það í fljótandi formi
þótt hætta væri á ofneyslu. Auk
brennisteinssýru væri hægt að
nota etanól til að koma amfetam-
íninu í fast form.
Sá sem náðist með flöskurnar
sagði fyrir réttinum að hann hefði
haldið að áfengi væri í þeim. Hann
staðfesti að hann hefði einnig
komið með tvær flöskur í desem-
ber og afhent þær þá hinum
ákærða í málinu. Hann hefði ekki
vitað hver ætti að fá flöskurnar í
síðari ferðinni, en fengið boð um
að þær yrðu sóttar á gististað
hans.
Sveinn Andri Sveinsson, verj-
andi mannsins sem búsettur er
hér, sagði að ákæruvaldinu hafi
ekki tekist að sanna neitt á skjól-
stæðing sinn: „Í kenningum lög-
reglunnar er ekki heil brú.“ Sveinn
krafðist sýknu, en lögreglan komst
á spor skjólstæðings Sveins, þar
sem hann hafði greitt far hins frá
landinu í desember með kredit-
korti.
Við húsleit á heimili skjólstæð-
ings Sveins fann lögreglan upp-
skrift af amfetamíni í föstu formi
og etanól, ásamt tveimur e-töflum.
Uppskriftina sagðist sá ákærði
hafa sótt fyrir vin sin og ekki vitað
að væri fyrir amfetamínfram-
leiðslu. Etanólið sagðist hann nota
í bakstra við bakverkjum og töfl-
urnar sagðist hann hafa fundið á
gólfi skemmtistaðar, tekið upp og
gleymt. Hann hefði borgað farið
fyrir félaga sinn af greiðasemi
þar sem hann ætti krítarkort og
gæti því fengið hagstæðara verð á
netinu. Hann hefði fengið endur-
greitt í peningum.
Ákæruvaldið telur að óþekktur
vitorðsmaður í Litháen hafi starf-
að með ákærðu mönnunum. Lög-
reglan fann hann ekki. Hún fann
heldur aldrei þá menn sem hinir
ákærðu nefndu til sögunnar við
vitnaleiðslur og taldi það ekki
reynandi. Það gagnrýndu verjend-
urnir en Daði Kristjánsson, full-
trúi ákæruvaldsins, sagði að
óglögg göng ættu ekki að fría
mennina sök. gag@frettabladid.is
Sagðist nota etanól í
bakstra við bakverk
Efnafræðingur, sem vitnaði í máli tveggja Litháa sem ákærðir eru fyrir stórfellt
fíkniefnabrot, sagði fyrir dómi að hann hefði aldrei séð amfetamín í fljótandi
formi áður. Það var flutt inn í hvítvínsflöskum og líklega ekki í fyrsta sinn.
HLÉ Á STRÖNGUM RÉTTARHÖLDUM Í HÉRAÐSDÓMI Sveinn Andri Sveinsson fyrir utan
dómssalinn í gær. Hann er verjandi Litháans sem búsettur er hér. Litháinn snýr baki í
myndavélina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FYRIR DÓMARA Litháinn sem handtekinn
var í Leifsstöð 4. febrúar kom fyrir dómara í
héraðsdómi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HEILBRIGÐISMÁL Lyfjakostnaður
Landspítalans hækkar um sextíu til
sjötíu milljónir, einungis vegna
gengisbreytinga á þessu ári, ef
reiknað er með að gengi helstu
gjaldmiðla haldist óbreytt út árið.
Þetta er mat Valgerðar Bjarnadótt-
ur, sviðsstjóra innkaupa- og vöru-
stjórnunarsviðs Landspítalans.
Lyfjakostnaður Landspítalans
er um 2,7 milljarðar króna á ári eða
tæp tíu prósent af heildarrekstrar-
kostnaði sjúkrahússins. Stærstur
hluti þessara lyfja eru ný og dýr lyf
sem aðeins eru gefin innan sjúkra-
hússins, sem stendur straum af
kostnaði þeirra að fullu.
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítalans, segir að allt sem er
beintengt genginu eins og lyf,
hjúkrunarvörur og tækjavörur
skýri þann halla sem fimm mánaða
uppgjörið sýni og að lyfin séu þar
veigamest. Magnús býst við að sex
mánaða uppgjör á rekstri sjúkra-
hússins muni þó ekki sýna mikið
hærri tölur. „Stjórnvöldum er vel
kunnugt um þennan vanda og það
er heilbrigðisyfirvalda að gera eitt-
hvað í því. það felst ekki í því að
byggja hús heldur er það rekstur-
inn sem skiptir mestu máli.“
Rekstrarhalli samkvæmt fimm
mánaða uppgjöri er um tvö hundr-
uð milljónir króna.
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar alþingis,
segir að fjárhagsstaða Landspítal-
ans hafi ekki verið rædd innan
nefndarinnar nýlega. „En það er
ljóst að ríkisfyrirtæki verða, hvort
sem þeim líkar það betur eða verr,
að fara að fjárlögum.“ - shá
Rekstrarvandi Landspítala - háskólasjúkrahúss magnast vegna gengisbreytinga:
Lyf hækka um tugi milljóna
LANDSPÍTALINN Gengisbreytingar eiga
stærstan þátt í 200 milljóna króna halla á
fimm mánaða uppgjöri.
SIGLINGAR Forseti Íslands, herra
Ólafur Ragnar Grímsson, tók í gær
á móti breskum skútukörlum á
Bessastöðum. Sigldu þeir hingað
til lands á tíu skútum til að minnast
þess að í sumar eru liðin 150 ár frá
því að Dufferin lávarður sigldi til
Íslands á skútu. Var Ísland fyrsti
áfangastaður Dufferins á siglingu
hans um Atlantshaf árið 1856, en
hann sigldi einnig til Jan Mayen og
Noregs. Síðar skrifaði hann bók
um ferðir sínar á norðurslóðum.
Viðstödd móttökuna í dag var
lafði Dufferin, síðasti núlifandi
afkomandi lávarðarins. - öhö
Forseti Íslands:
Tók á móti
skútukörlum
SAMÚÐ Forsætis- og utanríkisráðu-
neyti Íslands hafa sent indversk-
um stjórnvöldum samúðarkveðj-
ur vegna hryðjuverkaárásanna í
Mumbai í fyrradag.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sendi forsætisráðherra
Indlands, dr. Manmohan Singh,
kveðjur og Valgerður Sverris-
dóttir sendi sama manni, sem
einnig gegnir stöðu utanríkisráð-
herra, sína kveðju.
Í bréfi sínu fordæmir Valgerð-
ur árásirnar og ítrekar stuðning
íslenskra stjórnvalda við barátt-
una gegn alþjóðlegri hryðju-
verkastarfsemi.
- sh
Hryðjuverkin í Mumbai:
Ráðherrar
votta samúð
SPURNING DAGSINS
Sveinn, er blóðugt að missa
þessa fermetra?
„Ég held þvert á móti að heilbrigðisyfir-
völdum muni renna blóðið til skyldunnar
og leysa þennan vanda með glæsibrag.“
Starfsmenn Blóðbankans eru ósáttir við að fá
ekki allt húsið að Snorrabraut 60 til afnota ,
heldur missa um 150 fermetra til fram-
kvæmdanefndar um nýtt sjúkrahús með Alfreð
Þorsteinsson í fararbroddi. Sveinn Guðmunds-
son er yfirlæknir Blóðbankans.
FJÁRSVIK Gæsluvarðhald yfir kon-
unni sem grunuð er um aðild að
fjárdrættinum hjá Trygginga-
stofnun og syni hennar rann út í
gær. Jón H. B. Snorrason, yfir-
maður efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjóra, segir að ekki hafi
þótt nauðsyn til að krefjast lengra
gæsluvarðhalds.
Rannsókn málsins miðar vel og
hafa á þriðja tug einstaklinga
verið yfirheyrðir vegna málsins.
Konan er talin hafa dregið að sér
75 milljónir króna. - æþe
Fjárdráttur í Tryggingastofnun:
Mæðgin laus
úr varðhaldi
Á BESSASTÖÐUM Lafði Dufferin afhendir
hér mynd af Dufferin lávarði sem tekin var
í ferð hans hingað til lands árið 1856.
ÞÝSKALAND, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti kom í gær til
Þýskalands í boði Angelu Merkel
Þýskalandskanslara. Bush verður
í Þýskalandi þangað til á morgun,
en þá heldur hann til Rússlands á
leiðtogafund G8.
Í Þýskalandi fer Bush á heima-
slóðir Merkel við strönd Eystra-
salts, þar sem áður var Austur-
Þýskaland.
„Mér finnst það alltaf merki
um mikla gestrisni þegar einhver
býður manni að koma á heimaslóð-
ir sínar,“ sagði Bush. - gb
Bush-hjónin til Þýskalands:
Á heimaslóðir
kanslarans
FORSETAHJÓNIN George og Laura Bush eru
í heimsókn í Þýskalandi.
TEXAS Aron Pálmi
Ágústsson, sem
hefur afplánað
betrunarvist í
Texas seinustu níu
árin, var næstum
handtekinn á
þriðjudag eftir að
hafa lent á hand-
tökulista vegna mistaka í tölvukerfi
lögreglu.
Aron sendi stuðningsnefnd sinni
á Íslandi SMS boð um að lögreglan
væri komin að heimili hans. Skil-
orðsfulltrúinn fullvissaði hann
síðan um að um mistök væri að
ræða og kom í kjölfarið í veg fyrir
handtökuna. - sdg
Aron Pálmi í Texas:
Lenti óvart á
handtökulista
ARON PÁLMI