Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 8
8 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR Ármúla 44, sími 553 2035 Eikarhúsgögn Quba Eikarhúsgögn borð 131.390 stóll 30.210 skenkur 153.330 skápur 178.130 sjónvarpsskápur 78.330 7 eikarlitir Framleitt í Belgíu 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FORNLEIFAR Merkur fornleifa- uppgröftur stendur nú yfir á Skriðu við Lagarfljót, en þar stóð stórt klaustur fyrr á öldum. Uppgröftur- inn hefur staðið yfir síðan árið 2002 og er þetta því fimmta sumarið sem þarna er grafið. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stendur fyrir uppgreftrinum. „Við fórum af stað með litla könnnun árið 2000 með það mark- mið að finna rústir klaustursins,“ segir Steinunn. „Við vissum ekki hvar það var heldur bara að það hefði verið klaustur á þessu svæði. Þegar við fundum það að lokum kom í ljós að það var nokkuð langt frá þeim stað sem við bjuggumst við upphaflega. Nú erum við búin að afhjúpa um sex hundruð fer- metra af rústunum, en það er ljóst að það var um tólf hundruð fer- metrar að stærð.“ Klaustrið var sérstakt að því leyti að hönnun þess virðist hafa fylgt alþjóðlegum reglum um upp- byggingu klaustra á þeim tíma sem það var stofnað, eða árið 1493. Byggingin var ferningslaga með klausturgarð fyrir miðju og gos- brunni í miðjunni. Steinunn segir að starfsemi klaustursins hafi einnig samræmst því sem þekktist í öðrum klaustr- um, en þar hafi verið rekið eins konar sjúkrahús. „Við höfum fundið áhöld til lækninga ásamt plöntuleifum sem benda til þess að læknandi jurtir hafi verið ræktaðar hérna. Svo erum við búin að grafa upp fjörutíu grafir sem virðast allar vera af sjúklingum sem dvalið hafa hér.“ Athygli vekur að ummerki um stiga hafa fundist í húsinu sem bendir til þess að það hafi verið á tveimur hæðum. Mjög sjaldgæft er að torfhús hafi verið á fleiri en einni hæð, en líkt og flest önnur hús á þessum tíma var klaustrið byggt úr grjóti og torfi. Fá klaustur hafa fundist á Íslandi, en tvö slík hafa verið grafin upp í Viðey og á Kirkjubæjar- klaustri. Steinunn segir staðsetn- ingu klaustursins á Skriðu vera mjög heppilega vegna þess að rúst- irnar hafi verið ósnertar síðan húsið var yfirgefið um siðaskiptin. Staðurinn þar sem rústirnar standa sé afskekktur nú þótt hann hafi verið í alfaraleið þegar klaustrið var stofnað. Steinunn fékk fjárveitingu til fimm ára vegna verkefnisins, og er þetta því síðasta sumarið sem grafið verður á því tímabili. Hún segist þó vona að fjárveiting fáist til að halda verkefninu áfram, enda rúst- irnar heillegar og uppgröfturinn langt kominn. salvar@frettabladid.is Fundu rústir klaustursins Lengi var vitað af stóru klaustri á Austurlandi en rústir þess fundust ekki fyrr en árið 2002. Uppgröftur stendur enn yfir og hefur helmingur rústanna nú verið afhjúpaður, eða um sex hundruð fermetrar. EIN BEINAGRINDANNA SEM FUNDIST HAFA Ummerki um stiga hafa fundist í húsinu, sem er mjög óvenjulegt fyrir torfhús. Klaustrið var um tólf hundruð fermetrar að stærð og rústirnar mjög heillegar. VEISTU SVARIÐ? 1 Hvar voru gerðar sprengiárásir á lestarkerfi í vikunni? 2 Hvað heitir fyrrum liðsmaður Pink Floyd sem lést á dögunum? 3 Hvað heitir íslensk vinkona Robbie Williams? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 ÍSRAEL, AP Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú mikl- um alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líban- on. Tvær konur hafa komið fram í ísraelskum fjölmiðlum og saka Katsav um að hafa áreitt þær kynferðislega. Engin kæra hefur verið lögð fram, en forsetinn, sem gegnt hefur embættinu í sex ár, hefur verið kallaður á fund ríkis- saksóknara vegna málsins. - smk Forseti Ísraels: Sakaður um kyn- ferðislega áreitni HAGSTOFAN Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði um 0,46 prósent frá því í júní, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Þessi hækkun er undir væntingum greiningaraðila, sem höfðu spáð 0,55 til 0,7 prósenta hækkun. Stefán Úlfarsson, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, segir hugsanlegt að nýlegar aðgerðir aðila vinnumarkaðins og ríkis- stjórnarinnar séu hér að hafa áhrif en of snemmt sé að fagna sigri. „Verðbólgan er enn gríðar- lega mikil, í 8,4 prósentum, og við erum rétt að byrja þessa veg- ferð.“ Meiningarmunur hefur verið á milli ASÍ og Seðlabankans um hversu nei- kvæðar verð- bólguhorfurnar eru að sögn Stefáns. „Við teljum spá Seðlabankans of neikvæða, sem hafi þau áhrif að hann grípi til of harkalegra aðhalds- aðgerða. Það hefur í för með sér þyngri greiðslubyrði sem leiðir til meiri samdráttar og harðari lendingar hagkerfisins. Við telj- um að við munum ná okkur á eðlilegt ról við lok næsta árs og ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra aðgerða af hálfu Seðla- bankans, eins og hann gerði í seinustu vaxta- hækkun. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri segir óvarlegt að túlka eins mán- aðar hreyfingu og þetta breyti í engu mati bankans sem birtist í Peningamálum í síðustu viku. - sdg / sjá síðu 25 Vísitala neysluverðs hækkar minna en spáð hafði verið: Of snemmt að fagna sigri STEFÁN ÚLFARSSON INGIMUNDUR FRIÐRIKSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.