Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 12
12 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
FINNLAND Stöðugt fleiri farþegar
kjósa að fljúga með finnska flug-
félaginu Finnair en tekjurnar fara
minnkandi. Ástæðan er sú að sam-
keppnin er hörð og olían verður
stöðugt dýrari, að sögn Dagens
Industri.
Finnair flýgur til margra Asíu-
landa og hefur eftirspurnin farið
vaxandi á þeim flugleiðum, fjöldi
farþega jókst um 24 prósent í júní
og flutningagetan um tæp tuttugu
prósent. Straumur og FL Group
eiga yfir tuttugu prósent í félag-
inu á móti 55 prósentum finnska
ríkisins og öðrum fjárfestum. - ghs
Hið íslenska Finnair:
Asíuflugið er
mest vaxandi
TÉKKLAND, AP Bandarískir sérfræð-
ingar munu ferðast til Tékklands í
næstu viku í þeim tilgan-gi að leita
að hugsanlegri staðsetningu fyrir
bandaríska herstöð, þar sem lang-
drægar eldflaugar yrðu geymdar.
Þessum eldflaugum yrði ætlað
að verja Evrópu gegn hugsanleg-
um árásum frá Mið-Austurlöndum,
að sögn talsmanns varnarmála-
ráðuneytis Tékklands í gær.
Finni sérfræðingarnir heppilega
staðsetningu, mun tékkneska ríkis-
stjórnin ákveða hvort leyfa beri
bandaríska herstöð í Tékklandi, að
sögn talsmannsins.Þegar hafa sér-
fræðingar Bandaríkjahers farið í
svipaða ferð til Póllands. - smk
Bandarískir sérfræðingar:
Vilja herstöð
í Tékklandi
KÆNUGARÐUR, AP Slagsmál brutust
út á þinginu í Úkraínu í gær þegar
Viktor Júsjenko forseti var beðinn
um að tilnefna helsta andstæðing
sinn, Viktor Janúkovitsj, í embætti
forsætisráðherra.
Andstæðingar Júsjenkos hafa
boðað víðtækar mótmælaaðgerðir
til þess að hindra að hann komist til
valda á ný. Fyrir utan þinghúsið
hafa nú hópar mótmælenda sett
upp tjaldbúðir og búa sig undir
langa baráttu, ekki ósvipað „app-
elsínugulu“ byltingunni haustið
2004 þegar Júsjenko fór í forystu
fyrir andstæðingum Janúkovitsj,
sem þá var forseti.
Allt frá þingkosningunum í mars
síðastliðnum hafa flokkarnir á
þingi átt í mestu vandræðum með
að koma sér saman um starfhæfa
meirihlutastjórn. Héraðaflokkur-
inn, sem er flokkur Janúkovitsj,
náði í síðustu viku samkomulagi
um stjórnarmyndun við tvo flokka,
Kommúnistaflokkinn og Sósíalista-
flokkinn, en sá síðarnefndi hafði
áður lofað þátttöku í „appelsínu-
gulri“ stjórn með Okkar Úkraínu,
sem er flokkur Júsjenkos, og Flokki
Júlíu Tímosjenko, sem átti að verða
forsætisráðherra í þeirri stjórn.
Helsta ágreiningsefnið snýst um
það hvort Úkraína eigi að halla sér
meir að Rússlandi, eins og Janúko-
vitsj fyrrverandi forseti vill, eða
sækjast eftir nánari tengslum við
Evrópusambandið og Nató eins og
Júsjenko forseti stefnir að.
Í austanverðri Úkraínu, þar sem
iðnvæðing er mikil, hallast menn
frekar að Rússlandi, enda tala flest-
ir íbúar austurhlutans rússnesku. Í
vesturhluta landsins talar fólk hins
vegar úkraínsku og vill nánari
tengsl við Evrópu til þess að vega
upp á móti sögulega sterkum áhrif-
um frá Rússlandi. - gb
GRIPINN HÁLSTAKI Til stympinga kom á Úkraínuþingi í gær vegna deilna um stjórnarmynd-
un. Enginn meiddist þó alvarlega en einn þingmanna hlaut blóðnasir.FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Andstæðingar Júsjenkos búa sig undir nýja byltingu í Úkraínu:
Slagsmál brutust út á Úkraínuþingi
LÍFEYRISSJÓÐIR „Okkur þykir Líf-
eyrissjóður verslunarmanna oft á
tíðum hafa beitt sér með sérkenni-
legum hætti gegn þessum félög-
um,“ segir Skarphéðinn Berg
Steinarsson, stjórnarformaður FL
Group. Hann segir að Baugur og
FL Group séu nú að kanna
umhverfið og skoða þá möguleika
sem séu fyrir hendi.
„Við teljum ekki sjálfgefið að
starfsmenn þessara félaga þurfi
að vera í Lífeyrissjóði verslunar-
manna. Hagsmunir fyrirtækja og
starfsmanna fara saman og okkur
þykir óeðlilegt ef lífeyrissjóður er
beinlínis að beita sér gegn hags-
munum launagreiðanda félags-
manna sinna. Við höfum aldrei
ætlað okkur að stofna lífeyrissjóð
til að ráðskast með peninga starfs-
manna okkar. Þeir sem eiga aðild
að sjóðnum eiga peningana og um
lífeyrissjóði gilda skýr lög,“ segir
Skarphéðinn.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir að mestu skipti að
lífeyrissjóðir séu hagkvæmir og
geti tryggt ákveðna fagmennsku í
stjórnun.
„Það voru margir fyrirtækja-
sjóðir starfandi á árum áður sem
hurfu, fyrst og fremst vegna þess
hversu litlir þeir voru og óhag-
kvæmir í rekstri.“
Þá segir Vilhjálmur einnig að
sérstakir lífeyrissjóðir fyrirtækja
gætu skapað flækjur við samruna
og breytingar á fyrirtækjunum.
- öhö
FL Group og Baugur telja Lífeyrissjóð verslunarmanna beita sér gegn félögunum:
Eðlilegt að kanna umhverfið
VILHJÁLMUR
EGILSSON
SKARPHÉÐINN
BERG STEINARSSONKÆLIR SIG NIÐUR Mótmælendur gegn
nýju samsteypustjórninni í Úkraínu hafa
sett upp tjaldbúðir á aðaltorgi Kænu-
garðs. Mikill hiti er í borginni og þessi
kona ákvað að kæla sig aðeins niður í
gosbrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bílvelta tafði umferð Tafir urðu á
umferð á Suðurlandsvegi í gær eftir að
bíll valt við Lómagnúp á Skeiðarársandi.
Ekki urðu nein alvarleg slys á fólki við
óhappið. Eðlileg umferð var komin á að
nýju á sjötta tímanum.
LÖGREGLUFRÉTTIR