Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 13
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 13 SPÁNN, AP Tugir manna slösuðust í sjötta nautahlaupinu af átta á San Fermin-hátíðinni í Pamplona á Spáni í gær. Þó ráku vel hyrnd nautin engan í gegn og eingöngu einn maður slasaðist illa þegar nautin tröðkuðu á honum. Hann var lagður inn á sjúkrahús með nokkuð alvarlega bak- og höfuð- áverka, en var þó ekki í lífshættu. Hlaupið stóð í tvær og hálfa mín- útu. Bandaríkjamaður, sem slasað- ist mikið á fyrsta degi hátíðarinn- ar, þegar fimm ungum kúm var sleppt lausum á nautaatsvelli meðal fjölda fólks, liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu. Þrettán manns hafa farist í nautahlaupinu síðan árið 1924. - smk Enn fleiri slasast í nautahlaupinu í Pamplona: Einn þungt haldinn á gjörgæsludeild NAUTAHLAUP Tugir manna slösuðust lítil- lega í nautahlaupinu í Pamplona í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Til hamingju Ítalía ! Moschino tekur þátt í gleðinni og gefur þeim viðskiptavinum sem kaupa tvo hluti í Moschino Friends herra línuni þennann flotta HM leður fótbolta FRAKKLAND, AP Stjórnvöld sex heimsvelda ákváðu í gær að senda Íran aftur fyrir Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna, sem hugsanlega gæti fyrirskipað refsiaðgerðir. Ástæðan er sú að heimsveldin telja Írana ekki hafa sýnt neina alvöru í samningavið- ræðum varðandi auðgun þeirra á úrani. Utanríkisráðherrar Banda- ríkjanna, Frakklands, Bretlands, Rússlands, Kína og Þýskalands funduðu um málið í París í gær, en þeir hafa verið að reyna að fá Írana til að samþykkja pakkatil- boð af viðskiptasamningum í skiptum fyrir að hætta auðgun á úrani. Íranar hafa aftur á móti sagt að of mikið í tilboðinu virki tvímælis. - smk Kjarnorkuáætlun Írana: Aftur fyrir öryggisráð SÞ FUNDAÐ UM ÍRAN Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, t.h., og Cond- oleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á fundi í París í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.