Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 16
16 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR DÝRALÍF Vísindamenn telja að búið sé að útrýma svörtum nashyrning- um í Vestur-Afríku, en margar tegundir nashyrninga standa ákaf- lega höllum fæti vegna aðgerða veiðiþjófa. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Í leiðangri dýraverndunarsam- takanna IUCN fyrr á þessu ári til seinustu þekktu heimkynna nas- hyrninganna í Vestur-Afríku, í Kamerún, fundu leiðangursmenn engin merki um lifandi dýr, en hins vegar fjölmörg ummerki eftir veiðiþjófa, hefur BBC eftir Richard Emslie, talsmanni IUCN. Árið 2002 töldu sérfræðingar að eingöngu tíu svartir nashyrn- ingar væru enn á lífi í Kamerún, en þeir voru dreifðir yfir stórt svæði sem gerði skepnunum erf- iðara fyrir að eignast afkvæmi. Seinustu 150 ár hefur nashyrn- ingum fækkað mjög í Afríku vegna veiðiþjófnaðar. Hefur hvít- um nashyrningum í Norður-Afr- íku verið nær útrýmt, en talið er að eingöngu fjögur dýr séu eftir af þeim stofni. Hins vegar hafa varnaraðgerð- ir yfirvalda á síðustu árum gegn veiðiþjófum í Austur- og Suður- Afríku lánast vel, og þar fjölgar bæði hvítum og svörtum nashyrn- ingum. Sérstaklega hefur tekist vel til með hvíta nashyrninga í Suður-Afríku, en þeim hefur fjölg- að úr 30 dýrum árið 1895 í nær 15.000 dýr nú. - smk Vísindamenn telja að búið sé að útrýma svörtum nashyrningum í Vestur-Afríku: Óttast um afdrif nashyrninga SVARTUR NASHYRNINGUR Óttast er að veiðiþjófar hafi útrýmt svörtum vestur- afrískum nashyrningum.NORDICPHOTOS/AFP FLUGA OG FIÐRILDI Býfluga og kónga- fiðrildi sitja hér saman í sátt og samlyndi og gæða sér á hunangi blómsins. Myndin var tekin í New Jersey í Bandaríkjunum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSRAEL-PALESTÍNA „Við mótmælum framferði Ísraelshers sem bitnar á hinum almenna íbúa, körlum, konum og ekki síst börnunum, sem reyna alltént að vera úti við leik, að minnsta kosti á meðan sprengjun- um rignir ekki,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félags- ins Ísland-Palestína, sem heldur mótmælafund á Austurvelli klukk- an 17.30 í dag. Ísraelsher réðist nýverið inn á Gaza-svæðið í þeim yfirlýsta til- gangi að frelsa hermann, sem skæruliðar handtóku 25. júní. Síðan hefur einn ísraelskur her- maður og 60 Palestínumenn fallið, þar af fjölmörg börn og unglingar. Auk þess hafa nær tvö hundruð Palestínubúar særst. „Ísraelsher hefur rofið sam- gönguæðar og er svo með fárán- legar yfirlýsingar um að það eigi að hindra skæruliðahópa í að kom- ast leiðar sinnar. Þeir sprengdu eina orkuver Gaza-strandarinnar sem sá 700 þúsund óbreyttum Pal- estínumönnum fyrir rafmagni og komu svo með þá fráleitu skýringu að þeir hefðu gert þetta svo skæru- liðar sæju ekki til verka þegar þeir flyttu herflaugar. En slíkir hópar gera slíkt auðvitað í skjóli myrk- urs,“ segir Sveinn Rúnar. „Þetta er bara málatilbúningur, þetta gengur allt út á einhver öfug- mæli og hrein ósannindi þegar þeir halda því fram að aðgerðirnar eigi ekki að beinast gegn óbreyttum borgurum, eins og sendiherra Ísra- els á Íslandi hélt fram á dögunum,“ bætir Sveinn Rúnar við og vitnar í viðtal Fréttablaðsins við Miryam Shomrat, sendiherra, sem birtist í síðasta mánuði. Málið er sérlega alvarlegt þegar tillit er tekið til þess að vatnsdælur flestra íbúa eru knúðar áfram af rafmagni, sem nú er ófáanlegt á stórum hluta Gaza-strandarinnar. Sveinn Rúnar, sem er læknir, hefur einnig miklar áhyggjur af eyðileggingu skolpræsa á svæðinu, því slíkt býður bara hættunni heim, og segir hann börn nú í mikilli smitsjúkdómahættu. „Það er um líf og dauða að tefla, það verður að rjúfa þessa einangr- un sem Ísraelsstjórn hefur tekist að koma palestínsku þjóðinni í á herteknu svæðunum,“ segir Sveinn Rúnar. smk@frettabladid.is Félagið Ísland-Palestína mótmælir framferði Ísraelshers á Austurvelli: Þjóðarhreinsun í uppsiglingu BARN BORIÐ TIL GRAFAR Palestínskur faðir ungabarns, sem lést af sárum sínum í þessari viku eftir árás Ísraelshers, ber barnið til grafar í Rafah í Palestínu á þriðjudag. NORDICPHOTOS/AFP HAGSTOFAN Gistinóttum á hótelum í maímánuði fjölgaði um 17 prósent á milli ára og átti fjölgunin sér stað í öllum landshlutum. Gistinóttum fjölgaði hlutfalls- lega mest á Austurlandi eða um 24 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin rúmu 21 prósenti. Á Suðurnesjum, Vestfjörðum og Vest- urlandi fjölgaði gistinóttum um níu prósent. Á Suðurlandi var aukning- in fjögur prósent og um þrjú pró- sent á Norðurlandi. Fjölgunina má að öllu leyti rekja til útlendinga sem voru um 23 prósentum fleiri. gisti- nóttum Íslendinga fækkaði. - sdg Gistinætur í maímánuði: 17 prósentum fleiri en í fyrra FANGELSISMÁL Í könnun sem gerð var meðal fanga á Litla-Hrauni kemur fram að meirihluti þeirra er óánægður með lækna- og tann- læknaþjónustu fangelsisins og all- margir með sálfræðiþjónustuna. Þetta kemur fram í Tímamótum, fréttablaði fanga á Litla-Hrauni. Þar kemur einnig fram að bið eftir viðtali hjá lækni á Litla-Hrauni getur verið nokkrir dagar. Í könn- uninni kom fram að margir fangar töldu framkomu lækna og hjúkr- unarfólks oft á tíðum dónalega og niðurlægjandi. Þá óska fangar eftir auknu stöðugildi geðlæknis við fangelsið sem gæti dregið úr geðlyfjanotkun fanga. - hs Fangar vilja styttri biðtíma: Segja bið eftir lækni of langa 50-70% afsláttur af öllum útsöluvörum Nýtt kortatímabil Blússur 1500kr. 4990kr. Toppar 1500kr. 6990kr. Gallabuxur 2000kr. 6990kr. Hörbuxur 2000kr. 4990kr. KRINGLUNNI Met hjá Norrænu Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun eins og hennar er von og vísa á fimmtudögum. Ferðin markar tímamót því farþegar hafa aldrei verið fleiri, en 1.176 farþegar komu með skipinu og um 370 farartæki. FERÐAÞJÓNUSTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.