Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 18
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Varhugaverð
þróun
„Einkavæðing veltur á fjölmörgum
grundvallarþáttum. Ég er ekki andvígur
einkavæðingu sem slíkri, en ég óttast
einkavæðingu þegar hennar er krafist
á hugmyndafræðilegum forsendum,
burtséð frá hagkvæmni eða nauðsyn,“
segir Jürgen Buxbaum, framkvæmda-
stjóri Evrópudeildar PSI, Alþjóðasam-
taka starfsmanna í almannaþjónustu,
en hann var hér á dögunum í boði
BSRB.
„Það ætti að skoða hvert einka-
væðingarferli í grunninn, áður en af
stað er farið. Sérstaklega þarf að gjalda
varhug við einkavæðingu almanna-
þjónustu sem hefur hingað til verið í
umsjá ríkisins.
Við höfum reynslu af þessu frá
Berlín, þar sem vatnsveita borgarinnar
var að hálfu leyti einkavædd. Enginn
deilir um það í Þýskalandi að afleiðing
þessa hefur verið sú að fjárfesting í
endurnýjun og þróun vatnsveitunnar
sjálfrar hefur minnkað um helming,
starfsfólki hefur verið fækkað og laun
þeirra starfsmanna sem eftir sitja eru
lægri en áður að meðaltali. Síðast en
ekki síst hefur smásöluverð til neyt-
enda hækkað. Þetta er óhrekjanleg
staðreynd frá Þýskalandi. Því veit ég að
einkavæðing er alls engin töfralausn.“
SJÓNARHÓLL
EINKAVÆÐING ALMANNAÞJÓNUSTU
JÜRGEN BUXBAUM
Tortímandaspjall
„Við ræddum sameiginlegan
áhuga okkar á að nýta jarð-
hita í veröldinni og framtíð
vetnissamfélagsins.“
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
FORSETI SPJALLAÐI VIÐ ARNOLD
SCHWARZENEGGER Í HVÍTA
HÚSINU Á MÁNUDAGSKVÖLD.
MORGUNBLAÐIÐ, 12. JÚLÍ.
Kemur á óvart
„Það kemur mér á óvart að
Jónína skuli gera þetta með
þessum hraða í ljósi þess
að fyrir liggur samkvæmt
könnunum og mælingum
Gallup að ég hef gríðarlega
sterka stöðu í flokknum og
sem ráðherra.“
GUÐNI ÁGÚSTSSON SEGIST VERA
HISSA Á FRAMBOÐI JÓNÍNU
BJARTMARZ TIL VARAFORMANNS
FRAMSÓKNARFLOKKSINS. FRÉTTA-
BLAÐIÐ, 12. JÚLÍ.
Útleiga á bókum dregst
saman um sjö prósent yfir
sumartímann. Spennubæk-
ur, svokallaðir reyfarar, eru
aldrei vinsælli en á sumrin
og börn eru dugleg að
leigja bækur í sumarfríinu.
Landsbókasafn stendur fyr-
ir lestrarmaraþoni í sumar.
„Helsta breytingin á lestrarvenj-
um landans yfir sumartímann er
að fólk les þá frekar reyfara og
spennusögur, fræðibækurnar nán-
ast rykfalla á sama tíma í hillum
safnsins,“ segir Ingibjörg Rögn-
valdsdóttir, verkefnisstjóri hjá
Landsbókasafni Íslands. „Sumarið
er tími reyfaranna.“
Starfsfólk bókasafna finnur
áþreifanlega fyrir breyttu áhuga-
mynstri. „Við þurfum lítið að sinna
upplýsingaþjónustu, það er lítið
um að fólk leiti til okkar yfir sum-
artímann í leit að heimildum fyrir
ritgerðarsmíð,“ segir Ingibjörg.
Vinsælustu bækurnar um þessar
mundir eru, að sögn Ingibjargar,
íslensku spennusögurnar sem
komu út um jólin síðustu og eru
margar hverjar komnar í kilju nú.
Aðspurð um hver íslensku höfund-
anna sé vinsælastur á svar hennar
ekki að koma á óvart. „Það er nú
bara þannig að Arnaldur er vin-
sælastur í sumarbústaðinn,“ segir
Ingibjörg og brosir. Hún segir
starfsfólk verða vart við að fólk
fái lánaðar margar spennubækur í
einu til að hafa með sér upp í sum-
arbústaðinn. „Það er fátt betra en
að sitja í sólinni með góðan reyf-
ara og hafa það huggulegt. Svo ef
að rignir er hægt að leggjast undir
teppi og sökkva sér í lesturinn og
hlusta á regnið,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að börn séu
dugleg að fá lánaðar bækur yfir
sumartímann. „Bókin stendur allt-
af fyrir sínu og krakkarnir eru
jafn dugleg að fá lánaðar bækur á
sumrin og aðra mánuði ársins.
Veðrið hér, það sem af er sumri,
hefur líka ekki boðið upp á marga
daga til þess að leika sér í sólinni.“
segir Ingibjörg.
Að sögn Ingibjargar eru tón-
listardiskar og hljóðbækur líka
vinsælar á sumrin. „Ætli fólk sé
ekki að fá lánað eitthvað til að
hlusta á í bílnum á leiðinni út á
land.“
Borgarbókasafn stendur fyrir
lestrarmaraþoni fyrir fólk á öllum
aldri í sumar. „Þegar fólk skilar
bók, fyllir það út umsögn um bók-
ina á eyðublað sem er í formi fóts.
Svo verður dregin út ein löpp á
uppskeruhátíð Borgarbókasafns-
ins á Menningarnóttinni í Reykja-
vík þann 19. ágúst næstkomandi
og eru veglegir vinningar í boði,“
segir Ingibjörg. ægir@frettabladid.is
Sumarið er tími reyfara
„Við erum í þessum hefðbundnu
sumarverkefnum, varðandi
umhirðu og ásýnd sveitarfé-
lagsins. Hér hefur verið mjög
gott veður og mikill straumur
af ferðamönnum til okkar.
Það má segja að Austurland
sé í tísku í dag og það er mikið
af fólki sem kemur hingað til
að skoða framkvæmdirnar
hérna. Þá er einnig
mikið af fólki
sem hefur
áhuga á að
flytja hingað
og kemur til
að kynna sér
svæðið með það í huga. Hér er mikið af
störfum og gott að búa,“ segir Eiríkur
Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljóts-
dalshéraðs.
„Við vorum að gera samning við
golfklúbbinn um uppbyggingu á
gólfvellinum í Ekkjufelli og þá var verið
að taka fyrstu skólfustunguna að nýju
húsnæði sem verður bæði íbúðarhús fyrir
eldri borgara en einnig þjónustumið-
stöð.“
Eiríkur er á faralds-
fæti í sumar því hann
er nýlega kominn frá
þýskalandi þar sem
hann fylgdist með
heimsmeistara-
mótinu í knattspyrnu. „Ég sá leik Brasilíu
og Gana í Dortmund og það var mikil
upplifun. Svo var ég staddur í París þegar
Frakkar unnu Brasilíumenn. Stemningin var
gríðarleg þar.“ Í lok mánaðarins fer Eiríkur
til Indlands þar sem hann mun dvelja í tvær
vikur á Evrópumóti Round table. „Það er
hópur héðan að austan sem er að fara á
þetta mót. Það er dáltið sérstakt að vera að
fara á Evrópumót á Indlandi.“
Eiríkur segir að þó lítið sé að gera í
skrifstofustörfum sé nóg að gera í sumar.
„Andinn í bænum er góður og veðrið er
búið að vera frábært. Það er búið að vera
mikið að gera hjá fólki við alla þessa upp-
byggingu og við horfum brosandi og jákvæð
fram á veginn.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EIRÍKUR BJÖRN BJÖRGVINSSON BÆJARSTJÓRI FLJÓTSDALSHÉRAÐS
Mikil uppbygging á Austurlandi
Montana-tjaldvagnar á sérstöku sumartilboði
Tjaldvagnar á tilboði – NÚNA!
Montana Compact m. fortjaldi
10" dekk
Stærð 3,25 m
Heildarþyngd 395 kg
Verð 529.000
Montana Easy Camp
10" dekk
Stærð 3,30 m
Heildarþyngd 395 kg
Verð 479.000
Montana Easy Camp
13" dekk/höggdeyfar
Stærð 3,25 m
Heildarþyngd 645 kg
Verð 529.000
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
S
ÍA
Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is
INGIBJÖRG RÖGNVALDSDÓTTIR
Verkefnastjóri hjá Landsbókasafni Íslands.
Á BÓKASAFNINU Fólk les frekar reyfara og spennusögur á sumrin samkvæmt Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, verkefnastjóra hjá Landsbókasafni Íslands. Starfsfólk bókasafna finnur áþreifan-
lega fyrir breyttum áherslum á þjónustu á sumrin. Minni þörf er á upplýsingaþjónustu fyrir fólk sem er til dæmis að semja ritgerðir.