Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 22
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Náttúra Íslands er sá þáttur sem erlendir ferðamenn segja jákvæðastan við dvöl í landinu. Næst á eftir nefna þeir fólkið, afþreyinguna, ferðaþjónustuna og menn- inguna. Verðlagið er hins vegar neikvæðasti þáttur Íslandsdvalar og veðrið kemur þar á eftir. Í nýrri greinargerð Bjarna Reynars- sonar, landfræðings og leiðsögu- manns, um þróun í ferðavenjum erlendra ferðamanna síðustu miss- eri eru dregnar saman niðurstöður úr fjölda fyrirliggjandi kannana og tölfræðisafna. Meðal þess sem fram kemur er að fjölgun ferða- manna hefur verið mun hraðari en fjölgun landsmanna og vöxtur bíla- umferðar síðasta áratuginn. Hefur fjölgunin numið sex til átta pró- sentum árlega síðustu tíu til fimmt- án árin, en á síðasta ári komu 424 þúsund erlendir ferðamenn til landsins. Yfirgnæfandi meirihluti kom flugleiðina og lenti á Kefla- víkurflugvelli en mesta fjölg- un á komum ferðamanna er með skemmti- ferðaskipum. Í greinar- gerð Bjarna kemur fram að ferðaþjónusta sé sú atvinnu- grein sem er í hvað örustum vexti á Íslandi en árið 2004 aflaði greinin um tólf pró- senta af gjald- eyristekjum þjóðarinnar. Áætlað er að störf í greininni séu um sjö þúsund og árið 2004 var hlutur hennar í lands- framleiðslu rúm fimm prósent. Ferða- og dvalarkostnaður erlendra ferðamanna er að jafnaði hundrað þúsund krónur á gest en þeir sem koma hingað á eigin vegum eyða um þrettán þúsund krónum á dag. Þeir sem koma í pakkaferðir eyða um sjö þúsund krónum á degi hverjum. Algengast er að ferðamenn dvelji hér í sjö til tíu daga yfir sumartímann eða í þrjá til fimm daga yfir veturinn. Næstum allir erlendir ferða- menn sem hingað koma dvelja um lengri eða skemmri tíma í Reykja- vík. Gullfoss og Geysir eru eftir sem áður vinsælasti viðkomustaður ferðamanna utan höfuðborgarinn- ar en talið er að um þrjú hundruð þúsund útlendingar hafi komið að Geysi á síð- asta ári. Álíka fjöldi heimsótti Bláa lónið. Aðrir helstu viðkomu- staðir eru Mývatn, Þingvellir, Akureyri og Skaftafell. Þá leggur um helming- ur erlendra ferðamanna leið sína inn á einhvern hluta hálendisins. Áður var vikið að mikilli fjölgun siglinga skemmtiferðaskipa til landsins og er viðbúið að sú þróun haldi áfram. Árið 1991 komu sautján þúsund farþegar til landsins með skemmtiferðaskipum en nú eru þeir um áttatíu þúsund. Í þessu ljósi telur skýrsluhöfundur mikil- vægt að hafnaraðstaða þar sem stóru skemmtiferðaskipin leggjast að verði bætt, sem og aðkoma hóp- ferðabíla að hafnarsvæðum, enda fer mikill fjöldi farþega í styttri skoðunarferðir með rútum. Athyglisvert er að heldur hefur dregið úr notkun erlendra ferðamanna á innanlandsflugi og eru talin sóknarfæri fyrir flug- félögin og aðra til að auka þátt sinn á ný. Um fimmtungur erlendra ferða- manna hefur komið til landsins áður og fjórir af hverjum fimm segjast áhugasamir um að koma hingað fljótlega á ný. Líkt og áður sagði er hátt verð- lag það sem flestir erlendir ferða- menn nefna sem neikvæðasta þátt Íslandsheimsóknar. Langt á eftir koma veðrið, ferðaþjónustan, slæm upplifun og samgöngur. „Ekki getur ferðaþjónustan breytt veður- farinu, en hún getur reynt að hafa áhrif á verðlags- og samgöngu- yfirvöld til umbóta í þeim þáttum, sem og að skoða hvað í ferða- þjónustunni helst er kvartað yfir,“ segir í skýrslu Bjarna Reynarssonar. Eru það orð að sönnu. Svona erum við 12 79 8 61 5 Í fréttum af lestarslysinu hræðilega á Indlandi hefur borgin sem slysið átti sér stað í verið kölluð mis- munandi nöfnum eftir fjölmiðlum. Ástæðan er sú að á Vesturlöndum er hún þekkt sem Bombay, en innfæddir kalla hana Mumbai. Hvernig fékk borgin nafn sitt? Nafnið Mumbai er dregið af Mumba sem er nafn gyðju í hindúasið. Orðið þýðir „móðir“ á Marathi-máli. Á 16. öld nefndu Portúgalar borgina Bom Bahia, eða „góði flóinn,“ sem seinna varð Bombaim, sem er enn notað á portúgölsku. Þegar nýlenduyfirráð Breta hófust var nafnið enskað sem Bombay, en var þó eftir sem áður Mumbai á Marathi- og Gujarati-málum og Bambai á Hindí-máli. Árið 1995 breytti þjóðernisflokkur Hindúa nafninu í Mumbai formlega, af þeirri ástæðu að Bombay væri nýlendunafn og bjögun á upphaflega nafni borgarinnar. Hvaða aðrar borgir hafa skipt um nöfn á nýliðnum tímum? Margar þekktar borgir hafa skipt um nafn, oftast vegna pólitískra eða trúarlegra ástæðna. Meðal þeirra er til dæmis höfuðborg Noregs, Osló, sem eyddist í eldi 1624. Hún var þá endurbyggð af Kristj- áni fjórða, Noregskonungi, og hlaut nafnið Kristjanía, sem hún hélt fram til ársins 1925. Nú heitir hún aftur Osló. Hin mikilfenglega höfuðborg Býzans veldisins, Konstantínópel, féll í hendur Ottóman veldis múslima í kjölfar falls heimsveldisins árið 1453. Fyrir tíð Konstantíns keisara hafði hún heitið Byzantium. Árið 1923 var hún svo nefnd Istanbul af tyrkneskum stjórnvöldum. Margar borgir voru endurnefndar í Sovétríkj- unum sálugu. St. Pétursborg fékk nafn sitt árið 1991 en á tímum kommúnismans hafði hún heitið Leningrad, en Petrograd þar áður, í minningu keis- arans Péturs mikla. Sú borg sem nú heitir Volgograd hét Stalingrad á sovéttímanum, en hét áður Tsaritsyn, til heiðurs keisurum. Kommúnistunum var mikið í mun að afmá sögu keisaranna, en nú hefur það þótt eftirsóknarvert að hvítþvo Rússland af sovéskum vísunum. Árið 1975, í kjölfar Víetnamstríðsins, var stærsta borg Víetnam, Saigon, endurnefnd Ho Chi Minh borg. Þó er Saigon enn notað víða. Chemnitz er 250 þúsund manna borg í Þýskalandi sem áður var í Austur-Þýskalandi, en á tímum Berlínarmúrsins hét hún Karl Marx Stadt, til heiðurs höfundar kommúnismans. FBL-GREINING: NAFNABREYTINGAR Á BORGUM Bombay var nýlendunafn Mumbai Starfsfólk IGS á Keflavíkurflugvelli er óánægt með kjör sín og hefur hótað því að leggja niður störf. Gunnar Olsen er framkvæmdastjóri IGS. Fyrir hvað stendur IGS? IGS stendur fyrir Icelandair Ground Services. Það er samt í sjálfu sér bara vörumerkið, fyrirtækið er skráð sem Flugþjónustan Keflavíkur- flugvelli ehf. Hjá IGS starfa um sex hundruð manns yfir sumartímann. Hvað gerir fyrirtækið? Ein rekstrareiningin sér um að inn- rita farþega, hlaða flugvélar, hreinsa vélarnar og annað slíkt. Önnur er flugeldhúsið sem framleiðir matinn í vélarnar og sú þriðja sér um rekstur veitingastaðanna í flugstöðinni. Fjórða einingin er fraktmiðstöðin þar sem tekið er við fraktinni og slíkt. Hvaða afleiðingar mundi verkfall hafa? Ef enginn er að innrita er það nokkuð ljóst að farþegar geta ekki innritað sig í flug. Farangurinn myndi ekki skila sér í vélarnar og svo framvegis. En þetta eru bara spekúlasjónir sem ég held að sé ekki tímabært að fara mikið út í. SPURT OG SVARAÐ IGS Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Fólk kæmist ekki í flug Verðið og veðrið neikvæðust KOMUR SKEMMTI- FERÐASKIPA 1996 49 1997 48 1998 47 1999 38 2000 48 2001 53 2002 60 2003 70 2004 81 2005 92 ÞJÓÐERNI FERÐAMANNA (Raðað eftir fjölda) Bretar Bandaríkjamenn Þjóðverjar Danir Norðmenn Svíar Frakkar Hollendingar Ítalir Finnar Svisslendingar Japanir Spánverjar Kanadamenn ERLENDIR FERÐAMENN Mikill vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustunni á umliðnum árum og benda spár til þess að um ein milljón erlendra ferðamanna komi til Íslands eftir tíu til fimmtán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SÖGUBROT (Úr greinargerð Bjarna Reynarssonar) Á seinni hluta 18. aldar fóru útlendir ferðamenn að koma til Íslands sér til skemmtunar. Þetta voru iðulega þekktir landkönnuðir og fræðimenn, aðallega breskir aðalsmenn, sem þekktu til náttúru Íslands og bókmenningar. Einna fyrstir voru Joseph Banks, árið 1772, og John Stanley árið 1789. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst hægum skrefum á 19. öld og þar sem ekki voru til ferðaskrifstofur tóku menntaðir menn eins og Jón Hjaltalín landlæknir og Geir Zoega útgerðar- maður að sér að leiðbeina þessum ferðalöngum. Á seinni hluta aldarinnar voru komin nokkur veitinga- og gistihús í Reykjavík en úti á landi var gist í tjöldum eða á bóndabæjum. Í byrjun 20. aldar voru reknar tvær ferðaskrifstofur í Reykjavík. Ekki var fjöldi erlendra ferðamanna mikill á fyrstu áratugum 20. aldar og höfðu heimskreppan og tvær heimsstyrjaldir mjög hamlandi áhrif. Fyrstu skemmtiferðaskipin komu hingað til lands 1938-1939 en í stríðinu tók fyrir allar slíkar ferðir. Fljótlega eftir seinni heimsstyrjöldina rofnaði einangrun landsins með reglubundnu áætlunar- flugi og frumkvöðlar í ferðaþjónustu, Guðmundur Jónasson og Úlfar Jacobsen, fóru að bjóða upp á skipulagðar rútuferðir um hálendi Íslands. Á fimmta áratugnum komu um fjögur þúsund erlendir ferðamenn að meðaltali á ári og jókst fjöldinn smám saman og var kominn upp í þrett- án þúsund manns um 1960. Síðan þá hefur fjöldi erlendra ferðamanna vaxið hratt. ÚLFAR JACOBSEN Við viljum vekja athygli ykkar á því að starfsemi Lagna og leigu Nýherja hefur verið skipt upp og er nú rekin undir nýjum nöfnum á tveimur stöðum: �������������������������������������������������� �������������������� ������������������������������������������������������ ������������������������������������� Með auknu rými og betri aðstöðu munum við kappkosta að bjóða upp á enn betri þjónustu en áður. Verið velkomin. Nýherji > Nýskráningar nýrra bifreiða fyrri hluta árs 2006 Heimild: www.us.is Honda Hummer Hyundai

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.