Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 25
Enn meiri lækkun
50-70%
afsláttur
Greiningardeild Landsbankans
reiknar með að hagnaður Glitnis
og KB banka af verðbótum á
öðrum ársfjórðungi hafi numið
samanlagt rúmum sex milljörðum
króna eða þremur milljörðum á
hvorn banka.
Vísitala neysluverðs hækkaði
um 3,8 prósent á öðrum ársfjórð-
ungi.
Glitnir býst við góðum vexti í
vaxtatekjum Landsbankans á
nýliðnum fjórðungi vegna hárrar
verðbólgu og lækkunar á gengi
krónunnar. - eþa
Bankar græða
á verðbólgunni
Atvinnulausum fjölgaði um 5.900 í
Bretlandi í síðasta mánuði og eru
þeir sem eru án vinnu í landinu
tæplega 957 þúsund talsins.
Atvinnuleysi í Bretlandi mælist
nú 5,4 prósent og hefur ekki verið
meira síðan á vordögum árið 2000,
samkvæmt upplýsingum bresku
hagstofunnar.
Þá hefur atvinnulausum fjölg-
að um 93.000 frá sama tíma í
fyrra.
Fjármálasérfræðingar segja
upplýsingar um atvinnuleysi í
landinu slá á ótta manna um aukna
verðbólgu í landinu og búast því
við óbreyttum stýrivöxtum út
árið. - jab
Mikið atvinnu-
leysi í Bretlandi
FRÁ BRETLANDI Atvinnuleysi hefur ekki
mælst meira í Bretlandi síðastliðin sex ár.
MYND/REUTERS
Vísitala neysluverðs í júlí hækkaði
um 0,46 prósent frá fyrri mánuði og
mælist verðbólgan nú 8,4 prósent.
Þetta er nokkuð minni hækkun
en greiningar-
deildir við-
skiptabankanna
þriggja bjuggust
við en spá
þeirra hljóðaði
allt frá 0,55 til
0,70 prósenta
hækkunar vísi-
tölu neyslu-
verðs.
Hefði hæsta
spá bankanna
gengið eftir hefði verðbólgan mælst
8,7 prósent. Greiningardeild KB
banka hafði spáð 0,4 prósenta hækk-
un en taldi líkur á 0,55 prósenta
hækkun í endurskoðaðri spá sinni á
föstudag í síðustu viku og 8,5 pró-
senta verðbólgu á ársgrundvelli.
Ingvar Arnarson, sérfræðingur
hjá greiningardeild Glitnis, segir
spáskekkjuna skýrast að stærstum
hluta af meiri útsöluáhrifum en
reiknað hafi verið með. Þá hafi verð
á nýjum bílum, húsgögnum og fleiru
reynst óbreytt milli mánaða. Kostn-
aður við íbúðakaup jókst hins vegar
talsvert eða um 1,5 prósent, bæði
vegna verð- og vaxtahækkunar.
Ingvar sagði ennfremur að þegar
komi að útsölulokum megi búast við
verulegri hækkun vísitölunnar eða
jafnvel yfir eins prósents hækkun í
byrjun september. Lækkun á íbúða-
verði á haustmánuðum geti þó vegið
á móti og dregið úr verðbólgunni.
Deildin spáir um níu prósenta
verðbólgu í árslok en býst við að
verðbólga minnki verulega á næsta
ári þegar úr þenslunni dregur í
efnahagslífinu. - jab
Útsölur lækkuðu verðbólguna
Framkvæmdastjórn Evrópusambands-
ins (ESB) hefur sektað bandaríska
hugbúnaðarrisann Microsoft um 280,5
milljónir evra, jafnvirði 26,9 milljarða
íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki
samkeppnislögum.
Málið snýr að sölu á Windows-stýri-
kerfi Microsoft í Evrópu en ESB komst
að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum
að hugbúnaðarrisanum bæri að gefa
samkeppnisaðilum sínum í álfunni
upplýsingar um innviði stýrikerfis-
ins svo þeir geti búið til hugbúnað
sem vinnur betur með stýrikerfinu.
Stjórnendur Microsoft segja fyrirtækið
hafa brugðist við ákvæðum ESB með
viðunandi hætti.
Framkvæmdastjórn ESB er á öðru máli
og greindi forsvarsmönnum Microsoft
frá því í desember á síðasta ári að
fyrirtækið myndi verða sektað um tvær
milljónir evra, jafnvirði rúmlega 191
milljón íslenskra króna, á dag verði
það ekki við ákvæðum sambandsins.
Þá komst ESB jafnframt að þeirri nið-
urstöðu fyrir tveimur árum að Micros-
oft bæri að skilja spilarann Windows
Media Player frá stýrikerfinu og sektaði
fyrirtækið um 47,6 milljarða íslenskra
króna. - jab
ESB sektar Microsoft
BILL GATES, STOFNANDI MICROSOFT
MYND/REUTERS
INGVAR ARNARSON
HJÁ GLITNI
Fiskafli dróst saman um fjórtán
prósent í júní miðað við sama tíma
í fyrra samkvæmt bráðabirgðatöl-
um Fiskistofu. Heildarafli í mán-
uðinum var tæplega 134 þúsund
tonn.
Samdrátturinn skýrist af minni
síld- og kolmunnaveiði en í fyrra.
Botnfiskafli jókst lítillega þrátt
fyrir samdrátt í þorskafla.
Fram kemur í Morgunkornum
Glitnis að aflaverðmæti hafi lík-
lega ekki dregist mikið saman
milli ára í ljósi mikilla hækkana á
heimsmarkaðsverði sjávarafurða.
-jsk
Fiskafli minnkar
SAMDRÁTTUR Í FISKAFLA SKÝRIST AF
MINNI SÍLD- OG KOLMUNNAVEIÐUM.
SPÁR BANKANNA
Banki Hækkun
KB banki* 0,55%
Glitnir 0,7%
Landsbankinn 0,7%
Verðbólguhækkun 0,46%
*Greiningardeild KB banka spáði 0,4 prósenta
hækkun vísitölu neysluverð en taldi líkur á 0,55
prósenta hækkun í endurskoðaðri spá sinni.