Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 26
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR26 hagur heimilanna Kolbrún Björnsdóttir er snögg að svara þegar blaða- maður slær á þráðinn og spyr hver séu bestu og verstu kaupin hennar. „Mín verstu kaup eru „rosalega smart“ brons- litaðir Stellu McCartney íþróttaskór sem ég keypti á útsölu núna í janúar og taldi mig vera að gera gífurlega góð kaup.“ Kolbrún segir að skórnir, sem séu mjög pæjulegir, hafi verið hugsaðir í ræktina en þegar málið var ígrundað nánar voru þeir heldur áberandi fyrir hennar smekk. „Þetta eru ábyggi- lega mjög góðir skór en ég vil ekki alveg vekja svona mikla athygli í ræktinni,“ segir Kolbrún hlæjandi. Spurð um bestu kaupin nefnir Kolbrún tvennt sem standi upp úr. „Í fyrsta lagi eru bestu svona jarðbundnu kaupin íbúðin sem við Árni keyptum í lok árs 2004. Við náðum að kaupa á réttum tíma áður en markaðurinn fór á enn meira flug og ég efast um að við hefðum efni á að kaupa hana í dag miðað við það verð sem eru í gangi.“ Kolbrún nefnir einnig önnur, ekki jafn jarðbundin, kaup og segir þau dæmi um hreina og klára neyslu. „Ég er ótrúlega ánægð með að hafa náð miðum á Madonnu-tónleika í sumar á tíu þúsund krónur. Ég hef frétt af fólki sem borgaði 50 þúsund fyrir svipaða miða en þetta var afrakstur góðrar netleitar. Og ekk- ert plat þar sem ég er nú þegar búin að fá miðana senda til mín.“ Kolbrún vinnur sem dagskrárgerðarkona í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö sem er fréttatengdur útvarpsþáttur en hún var áður á fréttadeild Rík- isútvarpsins meðfram námi. „Ég er búin að vera í þessu frá því ég kláraði skólann í vor,“ segir Kolbrún sem er á seinustu metrunum í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands. „Ég verð í þessu út ágúst og fer svo aftur í skólann að klára námið. Það verður ekkert sumarfrí frekar en í fyrra en ég hef nú að minnsta kosti Madonnu-tónleikana til að hlakka til.“ NEYTANDINN: KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Bronslitaðir íþróttaskór fulláberandi Ég lifi á grillmat á sumrin og þráðlaus kjöthitamælir getur sparað mikið vesen. Maður stingur mælinum í það sem maður er að grilla úti og stillir á ákveðið hita- stig. Á sumum mælum er meira að segja hægt að stilla eftir hvaða kjöttegund maður er að grilla. Maður situr svo bara inni hjá sér og drekkur bjór eða vín og hefur lítið þráðlaust tæki inni hjá sér. Þegar þrjár til fjórar gráður vantar upp á til að kjötið nái réttu hitastigi pípir tækið. Þannig getur maður komist hjá því að van- eða ofelda kjötið. GÓÐ HÚSRÁÐ ÞRÁÐLAUS HITAMÆLIR ■ Sigurður Flosason er mikill grill- meistari og notar þráðlausan hitamæli til að losna við að hanga yfir kjötinu. Flestar raftækjabúðir eru hættar að selja gömlu lampasjónvörpin, en notk- un þeirra hefur tíðkast allt frá upphafi almennrar sjónvarpstækjaeignar. Þó nú séu nær einungis seld LCD- og plasmatæki þýðir það ekki að þau henti betur til sjónvarpsáhorfs nú til dags, því stafræna öldin er enn ekki runnin upp. Þegar kaupa á sjónvarpstæki þarf að huga að ýmsu. Sérfræðingar segja enn vera um tvö ár þar til sjálfsagt verði að kaupa sér LCD- eða plasmatæki, því lampatækin gömlu séu jafnvel betur í stakk búin til að sýna gömlu loftnetsút- sendingarnar en þau sem nýrri eru. Einnig eru þau talsvert ódýr- ari á þeim stöðum þar sem þau eru fáanleg og talið er að nýju gerðirnar muni lækka talsvert í verði næstu ár. Fáir þekkja hver munurinn er á LCD- og plasmasjónvörp- um. Þumalfingur- reglan er sú að plasmasjónvarp er betra að kaupa ef maður vill stórt sjónvarpstæki, 42 tommur og upp úr, en LCD eru betri af minni gerðinni. Þróunin er þó sú að minna og minna skilur þessar tvær tegundir að. Þar sem flestar verslanir hafa hætt innflutningi á lampatækjum ber að varast nokkur atriði við kaup á LCD- eða plasmasjónvarpi. Mikilvægt er að tækið sé háskerpusjón- varp og með nógu góða upp- lausn. Besta leiðin til að skoða gæði myndarinnar er einfaldlega að horfa á sjónvarpið, þar sem mismunandi fyrir- tæki nota mismunandi staðla yfir birtu, svar- tíma og fleira. Léleg tæki geta haft háar tölur yfir myndgæði, en betri tæki hafa lægri tölur. Annað sem hafa ber í huga er að tækið sé endingargott og stand- ist þær kröfur sem gerðar verða eftir nokkur ár þegar háskerpusjónvarpsútsendingar munu ryðja sér til rúms. Þá verður að vera öruggt að tækið hafi stimp- ilinn „HD ready“. Sá stimpill gefur til kynna að tækið sé tilbúið fyrir háskerpuútsendingar. Varast ber stimpla sem gefa annað í skyn, til dæmis „HD compatible“. Háskerpusjónvarp verður einnig notað á næstu kynslóð mynddiska, HD-diska og Blu-Ray. Því verður að skoða vel hvort sjón- varpstækið sé samhæfanlegt næsta tækniskrefi, eða hvort maður neyðist til að kaupa sér nýtt innan fárra ára. steindor@frettabladid.is Lampasjónvörp duga enn Þrátt fyrir vaxandi vinsældir innanlandsflugs fara rútur enn með farþega í stærstu byggðarlög landsins. Þó að flugvélin sé fljót- ari að komast á leiðarenda og í mörgum tilfellum ódýrari farkostur þá eru samt margar ástæður fyrir að taka rútuna. Rútuferð milli Reykjavíkur og Akureyrar kostar 6.600 krónur hvora leið fyrir fullorðinn, en 4-11 ára börn greiða helmingi minna. Ferð á Egilsstaði kostar 11.100 krónur fyrir fullorðinn og 5.550 krónur fyrir barn. Rútuferðir eru einnig til helstu ferðamannastaðanna, en að fara með rútu að Gullfossi kostar 2.200 krónur fyrir fullorðinn og 1.100 krónur fyrir barn. ■ Hvað kostar... í rútu Helmingsafsláttur fyrir börn 4-11 ára MATUR OG NÆRING ÁGÚST ÓSKAR SIGURÐSSON MATVÆLAFRÆÐINGUR Þróun á drykkjarvörumarkaðinum Ekki hefur farið framhjá mörgum að vaxandi fjöldi fólks er farinn að huga betur að eigin heilsu og mataræði. Á drykkjarvörumarkaðnum hefur þessi þróun lýst sér á þann veg að neyslan er að færast frá sykruðum drykkjum í átt að orkusnauðari drykkjum, sykur- skertum eða sykurlausum. Einnig hefur ásókn í vítamínbætta drykki aukist. Á íslenskum matvörumarkaði má finna mikinn fjölda mismunandi svaladrykkja auk hreinna safa. Í matvöruverslunum er safnað upplýsingum um sölu þess- ara drykkja sem og annarra matvara. Samkvæmt þeim upplýsingum hefur sala þessara drykkja þróast á eftirfar- andi hátt á síðustu árum. Árið 2005 má segja að ákveðin vatnaskil hafi orðið á þessum markaði þegar sykraðir drykkir fóru niður fyrir 50 prósenta markaðshlutdeild. Athygli vekur hve sala á kolsýrðu vatni og vatnsdrykkjum með vítamínum hefur aukist mikið síðastliðin þrjú ár. Nemur hlutdeild þessara drykkja nú þriðjungi af drykkjarvörumarkaðn- um og fer vaxandi. Drykkjarvöruframleið- endur hafa leitast við að verða við eftirspurn eftir þessum drykkjum, meðal annars með því að þróa vítamínbætta drykki. Þá er sérstaklega haft að leiðarljósi að bæta í drykkina vítamínum sem eru af skornum skammti í fæði Íslendinga, samkvæmt neyslukönnunum. Fram að þessu hafa engar reglur verið til um vítamínbætingu á Íslandi en nýverið setti umhverfis- ráðherra reglugerð sem bannar alla vítamínbætingu matvæla nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Einnig eru í reglugerðinni ákvæði um að sækja þurfi um leyfi fyrir allar vítamínbættar vörur sem þegar eru hér á markaði. Engar samræmdar reglur gilda um þessi mál í Evrópu, sem gerir vöruflæði milli landa flókið, en gert er ráð fyrir að Evrópu- sambandið setji samræmdar reglur um vítamínbætingu fyrir lok þessa árs. Mjög brýnt er orðið fyrir alla sem að þessum málum koma að settar séu um þau skýrar reglur bæði framleiðendum og neytendum til hagsbóta. www.mni.is Ný 10-11 verslun var opnuð í komusal Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar fimmtudaginn 6. júlí. Verslunin er svipuð öðrum 10-11 verslunum en þó nokkuð minni. Hún verður opin allan sólarhringinn og er áttunda 10-11 verslunin sem hefur þann opnunartíma. Þessi nýbreytni ætti að auka þjónustu við þá sem eiga leið um flugstöðina, en fyrir er fjöldi verslana í komusalnum. Kaffibar er í versluninni og gefst gestum kostur á að gæða sér á kaffi og öðrum veitingum á meðan beðið er eftir flugi. ■ Verslun og þjónusta 10-11 verslun opnuð í komusal Leifsstöðvar 10-11 LEIFSSTÖÐ BÍÓMIÐI Á VENJULEGA SÝNINGU LAMPASJÓNVARP Gömlu sjónvarpstækin duga enn í nokkur ár, en verða þó úrelt þegar háskerpusjónvarp kemst í almenna notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 55 0 70 0 40 0 1990 1995 2000 Á þriðjudaginn var tekin fyrsta skóflustunga að nýju þjónustu- og íbúðahúsi á Egils- stöðum. Húsið rís á svokölluðum ráðhússreit en í því verða 24 íbúðir fyrir aldraða. Á jarðhæð verður svo 900 fermetra verslunarrými. Þá verður í húsinu félagsaðstaða fyrir aldraða í bænum. Í húsinu verður einnig 1100 fermetra bílageymsla. Það er byggingafélagið Rendita sem byggir húsið og er áætlað að það verði til- búið í desember 2007. Er þetta eitt af fyrstu húsunum sem reist er samkvæmt nýju miðbæjarskipulagi á Egilsstöðum. Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, tók fyrstu skóflustunguna. ■ Nýtt þjónustu- og íbúðarhús fyrir eldri borgara 23 29 / T ak tik n r.4 Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi GÆÐA PÚSTKERFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.