Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 27

Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 27
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 27 Nú geta gestir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tengst þráðlausu neti í flugstöðinni. Fyrst um sinn er netaðgengi aðeins í suðurbygg- ingu flugstöðvarinnar, eða nýju byggingunni eins og hún er oftast kölluð. Innan skamms verður komið upp sendum í norðurbygg- ingu en það er ekki hægt að svo stöddu vegna framkvæmda í þeim hluta stöðvarinnar. Það er stefna Flugstöðvarinnar að þráðlaust net verði á öllum helstu biðsvæðum og veitinga- svæðum flugstöðvarinnar. Netinu er komið upp í samstarfi við TM software. ■ Þráðlaust net í Leifsstöð FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Þráðlaust net er nú aðgengilegt í flugstöðinni. Nýr fjármálavefur Vefurinn m5.is hefur tekið til starfa, en á honum má finna ýmislegt um hlutafé- lög, gjaldmiðla og ýmislegt sem ekki hefur sést áður hérlendis í tengslum við fjármál. Fyrirtækið Vefmiðlun ehf. rekur vefinn. VIÐSKIPTI Skilaréttur neytenda er mismun- andi eftir því í hvaða verslun varan var keypt, en verslunum er í sjálfsvald sett hvort þær vinna eftir leiðbeinandi verk- lagsreglum um skilarétt sem við- skiptaráðuneytið setti í samráði við Neytendasamtökin og fleiri. Reglurnar fjalla meðal annars um rétt neytenda til að skila ógallaðri vöru innan fjórtán daga frá því að kaup voru gerð. Ásamt ákvæðinu um skilarétt eru önnur meginatriði reglanna að gjafir eigi að vera hægt að fá með gjafamerki svo ekki sé þörf á að framvísa kassakvittun þegar vöru er skilað, að inneignarnótur skuli miðast við upprunalegt verð vöru og að gjafabréf og inn- eignarnótur gildi í allt að fjögur ár frá útgáfudegi. Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu nema um annað sé sérstaklega samið, hvort sem verslunin vinnur eftir verklagsreglunum eða ekki. Tuttugu og átta verslanir og verslanakeðjur hafa tekið upp þessar leiðbeinandi verklags- reglur um skilarétt frá því regl- urnar voru settar í janúar 2001. Þær má þekkja á límmiða við inngöngudyr sem segir að þar sé farið eftir þessum reglum. - sþs Verslanir þurfa ekki að fara eftir verklagsreglum um skilarétt frekar en þær vilja: Ráða hvort þær fylgja reglum ÚTSALA Í FATAVERSLUN Tuttugu og átta verslanir og verslanakeðjur hafa tekið upp leiðbein- andi verklagsreglur um skilarétt á vörum. SITUR SEM FASTAST Sawyer Robertson heitir þessi ungi piltur sem tók þátt í óvenjulegri keppni á skemmtun í Laramie í Wyoming í Bandaríkjunum í gær. Þar var ekki keppt í því að sitja yfir ánum, heldur að sitja sem lengst á ánum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Náttúrulækningafélag Reykjavík- ur stendur fyrir grasaferð fyrir félagsmenn á morgun. „Þetta er í fimmta skipti sem farið er í svona ferð og aðsóknin hefur verið mjög góð. Í fyrstu ferðinni voru í um sjötíu þátttak- endur en síðan hefur fjöldinn verið takmarkaður svo hver og einn njóti sín betur,“ segir Ásthild- ur Kristín Einarsdóttir grasalækn- ir. „Tilgangur ferðarinnar er sá að leiðbeina fólki hvernig það á að týna jurtir án þess að skemma rætur og að geta búið sér til gott jurtate. Margar af þessum jurtum hafa mikinn lækningamátt.“ Ást- hildur hefur unnið lengi með jurt- ir en hennar fjölskylda hefur stundað grasalækningar um aldir. Eftir ferðina verður boðið upp á jurtate og lífrænt brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ. Áætlað er að ferðin taki um tvo klukku- tíma. - öhö Jurtir hafa lækningamátt ÍSLAND ‘06 9. JÚLÍ ÞESSI EGILS GULL VARÐ TIL 9. JÚLÍ, SAMA MÁNAÐARDAG OG ÍTALIR LYFTU BIKARNUM EFTIR SIGUR SINN Á FRÖKKUM Í VÍTASPYRNUKEPPNI Á HM 2006. HÉRNA HEIMA GERÐU VALUR OG BREIÐABLIK JAFNTEFLI Á LAUGARDALSVELLI, FJARÐABYGGÐ SIGRAÐI SINDRA MEÐ SAMA MARKAFJÖLDA OG MAGNI SIGRAÐI LEIKNI F. Í EFSTU DEILD KVENNA SIGRAÐI BREIÐABLIK ÞÓR/KA. KÍKTU UNDIR GULLDÓSINA ÞÍNA OG SJÁÐU HVAÐA MERKISDAG ÞINN VAR FRAMLEIDDUR ÞVÍ FERSKLEIKINN SKIPTIR MIKLU MÁLI ÞEGAR BJÓR ER ANNARS VEGAR. EGILS GULL ER NÚ BRUGGAÐUR ÚR ÍSLENSKU BYGGI TIL AÐ GEFA ENN BETRA BRAGÐ. NJÓTTU ÍSLENSKS FÓTBOLTA MEÐ EGILS GULLI. KÍKTU UNDIR GULLDÓSINA OG SJÁÐU HVERSU FERSKUR ÞINN ER.LÉTTÖL G O T T F Ó L K M cC A N N · 3 1 3 8 1 www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Ó tr ú le g ve rð !! !!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.