Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 32

Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 32
[ ] Dýrustu og íburðarmestu kjól- ar í heimi voru sýndir í París í síðustu viku þar sem „haute couture“ línur stærstu tísku- húsanna fyrir næsta haust og vetur prýddu sýningarpallana í tískuhöfuðborginni. Það var mikið um dýrðir þegar meistarinn sjálfur John Galliano opnaði þriggja daga tískuveisluna á miðvikudaginn í síðustu viku með hönnun sinni fyrir Christian Dior. Galliano brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn og kynnti línu sem var undir miklum áhrif- um af hinum myrku miðöldum. Sumir kjólanna jöðruðu við að vera búningar í leiksýningu þar sem fígúrur á borð við hafmeyjur, hirðfífl og riddara stigu á stokk. Samt sem áður fór Galliano ekki alveg yfir strikið og komust nokkr- ir kjólarnir mjög nálægt því að sóma sér vel á rauða dreglinum. Valentino brást ekki aðdáend- um sínum, en hann er þekktur fyrir að klæða allar helstu stjörn- urnar vestan hafs þegar mikið stendur til. Hann klikkar aldrei á flottum smáatriðum og kvenlegri hönnun og notaði rússnesk munst- ur á skemmtilegan hátt. Bóleró- jakkar kórónuðu flotta kokkteil- kjóla og var litapalletan mjög ljós - kampavínsgult, drapplitað, grátt, gyllt og svart. Karl Lagerfeld hjá Chanel var með smá uppsteyt og poppaði ann- ars hefðbundna Chanel-hönnun með stígvélum sem minntu helst á gallabuxur. Hjá Lacroix var einn- ig eitthvað um nýjungar þar sem efnum, litum og áferð var blandað saman á ýmsa vegu. Fyrst og fremst voru þessir þrír dagar algjör veisla fyrir augað og því ættu myndirnar að segja miklu meira en nokkur orð fá lýst. lilja@frettabladid.is Ein af fjölmörgum fígúrum sem prýddu pallana í sýningu John Galliano. Gjörsamlega geðveikur kjóll hjá John Galliano fyrir Dior. MYNDIR/GETTY IMAGES Kvenlegt og glæsilegt frá Giorgio Armani. Tískuveisla fyrir augað Valentino er ekki vinsæll meðal stjarnanna fyrir ekki neitt og sýnir hér að hann er einn sá fremsti í bransanum. Þessi kjóll frá Chanel á eflaust eftir að sjást á rauða dreglinum í nánustu framtíð. Lag eftir lag af fallegum efnum var áber- andi hjá Christian Lacroix. Drungaleg stemning hjá Givenchy. Gullið fer aldrei úr tísku. Dásamlega klassískt. Trind handsnyrtivörur alltaf no. 1 Nú Nýtt Nail Antibite til að For Girls Only Traveling set Hætta að naga neglur. Aðeins fyrir stelpur ferða sett 20%-50% Hlíðarsmára 11 • Kóp • S: 517 6460 Opið mán. - fös. 11-18, lau. 11-15 • www.belladonna.is Núna er hægt að gera frábær kaup (st. 38-60) Þú verður að eignast Skóverslun, Rauðarárstíg 14, 101 Reykjavík. trippen.is Flottir leðurjakkar á góðu verði Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is Laugavegi 67 Sími: 551 8228 LUCKY WANG NYC Allur barnafatnaður á 50% afslætti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.