Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 3 Hátískusýningarnar fyrir vetur- inn 2006-7 fóru fram í París í síð- ustu viku með tilheyrandi fjaðra- foki í orðsins fyllstu merkingu, þar sem fjaðrir eru oft fylgifisk- ar hátískunnar. Haute couture- tískuhúsin, sem aðeins framleiða eftir pöntunum skipta á milli sín um tvö hundruð viðskiptavinum. Og þó að tískuhúsunum hafi jafnt og þétt fækkað virðist sköpunar- gleðin enn lifa hjá þeim fáu sem eftir eru. Almennt er hægt að segja um sýningarnar að stíllinn og hönnunin yngist. Þetta á til dæmis við um hönnun Karls Lagerfeld hjá Chanel þar sem fljótt á litið virðist ekki svo mikill munur á hátískunni og fjölda- framleiddu tískulínunni sem seld er í búðunum. Það væri hægt að spyrja hvers vegna viðskiptavin- ur ætti að kaupa dragt á 30.000 evrur þegar hægt er að fá eina á 4.000? Samt sem áður gengur hátískuhús Chanel mjög vel. Karl Lagerfeld heldur áfram að skapa hreinar línur og um leið að yngja upp ímynd tískuhússins. Hann notar mikið gallaefni og skósíðir kvöldkjólar voru ekki áberandi. Hins vegar var útsaumur frá Lesage í hávegum hafður til að skreyta hin einföldu form. Eftir hina glæsilegu sýningu í Grand Palais fyrir sumarið 2006, með tugum fyrirsæta, var það einfald- ari umgjörð sem gaf tóninn á St. Cloud-flötinni í útjaðri Parísar í Boulogne-skógi. Tónlistin gerð af Michel Gaubert aðal „dj“ tísku- heimsins. Christian Lacroix virðist blómstra eftir að hann skildi við LVMH (Louis Vuitton Moey- Hennesey-lúxussamsteypuna) fyrir tveimur árum. Lacroix er frjáls og það sést á hönnun hans sem enn líkist búningum undir áfrifum spænsku „renaissance- stefnunnar“. Önnur sýning sem líktist leik- sýningu var hjá Dior þar sem John Galliano sótti í miðaldir með áhrifum frá fjórða áratug 20. aldar. En hönnun Gallianos er nánast ómögulegt að nota, svo ýkt er hún. Hugsanlega er hver kjóll endurhannaður fyrir viðskipta- vinina því ekki get ég ímyndað mér að þessir kjólar sjáist á Ósk- arsverðlaunahátíðinni eða kvik- myndahátíðinni í Cannes. Ein fallegasta hátískusýningin var tvímælalaust hjá tískuhúsi Jean-Paul Gaultier, þar sem fór saman glæsileiki og draumkennd veröld þar sem fyrirsæturnar báru nöfn ævintýraprinsessa og hins vegar tískuhönnun sem vel er hægt að nota. Gaultier hefur kannski séð úrslit heimsmeist- arakeppninnar fyrir því franski haninn, tákn Frakklands, hefur verið notaður í jakka. Einnig notar hann loðfeldi í kápur, kjólar eru úr sléttflaueli og lífstykki útsaumuð með kristöllum. Tískuhönnuðurnir eiga þó flestir sammerkt að leita jafn- vægis milli draums og veruleika, þess sem er hátíska og hins sem er nothæft. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Hanafjaðrir og útsaumur í hátísku Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Bakpokar 15-70 l, verð frá 1.900 kr. Svefnpokar fyrir allar aðstæður verð frá 7.900 kr. Tjöld 2ja - 6 manna verð frá 4.900 kr. Gönguskór margar gerðir Pottþétt útilega Peysur 1.990 kr.10.990kr. Kjólar 1.990 kr.14.990kr. 50-70% afsláttur af öllum útsöluvörum. Kringlunni 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.