Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 39
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 Afmælisútsala í Unika Í DAG HELDUR VERSLUNIN UNIKA UPP Á FIMM ÁRA AFMÆLI SITT. Verslunin Unika í Fákafeni 9 heldur upp á fimm ára afmæli sitt í dag. Verslunin verður lokuð í dag en opnar klukkan 17.00 með afmælis- útsölu. Starfsmenn verslunarinnar bjóða gestum og gangandi upp á ljúfa tónlist á útsölunni sem og eitthvað fyrir bragðlaukana. Mjög góður afsláttur verður á útsölunni og sérstakur afmælisaf- sláttur verður veittur af nýrri vöru. Verslunin er með fjölbreytt úrval af húsgögnum, gjafa- og heimilisvöru ásamt miklu úrvali af ljósakrónum og lömpum þannig að margir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Verslunin er opin til klukkan 23 í kvöld. - lkg Margt fallegt er að finna í versluninni Unika. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er ekki flókið að breyta einföldum blómapotti í sann- kallað listaverk. Mósaíkblómapottar eru fallegir fyrir heimilið og það er gaman að breyta einföldum blómapotti í ein- stakan grip. Í verslunum er hægt að kaupa fallegar flísar sem gaman er að nota en eins má nota gamalt leirtau og brjóta það niður í litla hluta. Svo er bara að hefjast handa. 1. Veldu góðan leirpott. Keramik- pottar duga einnig en það er ekki hægt að nota plastpott. 2. Hannaðu munstrið með því að leggja flísarnar niður fyrir fram- an þig. Ákveddu hvernig flísarnar eiga að raðast áður en þú byrjar að festa þær á pottinn. 3. Festu flísarnar eða brotin á pott- inn með flísalími. Best er að festa nokkrar í einu og leyfa líminu að þorna. 4. Berðu fúguna á pottinn og gættu þess að hún smjúgi vel inn í gluf- urnar á milli flísanna. Farðu vel yfir allar brúnir og passaðu að botninn sé sléttur. 5. Þurrkaðu fúguna af mósaíkflís- unum með rökum klút. 6. Leyfðu fúg- unni að þorna og jafna sig í að minnsta kosti eina viku áður en þú setur eitthvað í pott- inn. Mósaík á blómapottinn Endurkoma dósa- pressurnar Vegna fjölda áskorana hefur versl- unin Pfaff-Borgarljós, Grensásvegi 13, hafið aftur sölu á dósapressunni vinsælu. Pressan er hönnuð fyrir áldósir og hefur það umfram aðrar pressur hér á markaði að geta einnig tekið stærri dósir. Með einu auðveldu handtaki pressast hver dós niður í tæpa 2,5 cm þannig að allt að 80 prósent geymslurýmis geta sparast með notkun pressunn- ar. Við það má bæta að lítið fer fyrir dósapressunni, sem er upplögð í sumarbústaðinn, bílskúrinn, geymsluna og bátinn. Munstrið getur verið alls konar og það er um að gera að prófa sig áfram með liti og lögun flísanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.