Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 40
[ ] Nýr DVD diskur með öllum æfingunumfylgir með RopeYoga æfingatækjum. Líkaminn gengur í gegnum miklar breytingar á með- göngu. Þegar grindin byrjar að gliðna finna sumar konur fyrir verkjum í baki eða mjaðma- grind og eiga efitt með að stunda líkamsrækt eða hreyfa sig eðlilega. Meðgöngusund er tilvalin hreyfing fyrir þessar konur því líkaminn verður létt- ur í vatninu og hreyfingarnar mjúkar. Konum er oft bent á meðgöngu- sund af heilbrigðisstarfsfólki og leiðbeina faglærðir sjúkraþjálfar- ar í sundinu. Það geta þó allir sem vilja farið í sundið en það er sér- staklega hentugt fyrir þær sem geta ekki nýtt sér aðra hreyfingu, eins og meðgöngujóga eða venju- lega leikfimi. „Konurnar eru miklu léttari í vatninu þannig að það er auðveldara að gera æfing- arnar,“ segir Sandra Dögg Árna- dóttir, sjúkraþjálfari, sem er leið- beinandi í meðgöngusundi í sundlaug Hrafnistu og á Reykja- lundi. „Það losnar um liðböndin hjá öllum konum á meðgöngu en það er misjafnt hvort konur fái verki í kjölfarið. Það getur komið til vegna mismunandi ástæðna, til dæmis út frá vandamálum í bein- um, liðum eða skekkju í bakinu. Við gerum stöðugleikaþjálfun fyrir mjóbak og mjaðmagrind sem styrkir vöðvana á því svæði og hjálpar þannig konunni að hreyfa sig eðlilega á meðgöngu. Hreyfing í vatni minnkar líka verki, bætir svefn og þrýstingur- inn í vatninu dregur úr bjúg,“ segir Sandra Dögg. Það er góð aðsókn í sundtímana enda konur orðnar meðvitaðri um að láta sér líða vel á meðan á með- göngu stendur. „Maður er ekki svo oft óléttur og því um að gera að hugsa vel um sig meðan á því stendur og njóta þess í botn. Félagsskapurinn er líka skemmti- legur. Konurnar spjalla í pottun- um eftir tímana og halda oft sam- bandi eftir að meðgöngu lýkur og hittast með litlu krílin. Óléttar konur eru svo æðislegar og það er svo gaman að kenna þeim. Jafnvel þó þær séu með verki í líkamanum þá leggst það ekki svo þungt á þær því að flest þessi vandamál lagast eftir meðgönguna. Svo er bara um að gera að hætta að vinna fyrr og passa upp á heilsuna. Þetta eru bara nokkrir mánuðir og engin ástæða til þess að keyra sig út,“ segir Sandra Dögg, nokkuð ákveð- in, í lokin. Frekari upplýsingar um skrán- ingu og tímasetningar fást á heimasíðunni www.medgongu- sund.is erlabjorg@frettabladid.is Styrkjandi og bætir líðanina Meðgöngusund felur í sér hreyfingu, slökun og góðan félagsskap. MYND: ÚR EINKASAFNI FÖSTUDAGINN 14. JÚLÍ EFNIR NÁTT- ÚRULÆKNINGAFÉLAG REYKJAVÍKUR TIL GRASAFERÐAR FYRIR FÉLAGS- MENN SÍNA. Markmið ferðarinnar er að tína holl grös sem eru góð fyrir heilsuna og njóta sín í fallegri náttúru og góðum félagsskap. Grasatínslan hefst klukkan sex annað kvöld og að þessu sinni er það Ásthildur Einarsdóttir, grasalæknir og fegrunarsérfræðingur, sem hefur umsjón með ferðinni. Að tínslu lokinni verður boðið upp á jurtate og hollt meðlæti. Áætlað er að ferðin taki um tvær klukkustundir. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 565 6133 og 692 8151. Æfingafötin þurfa ekki að vera í nýjastu tísku og rándýr. Það er mun mikilvægara að fjárfesta í góðum skóm og láta gamlar jogging- buxur duga. Engifer vex í suðaustanverðri Asíu og hefur um langt skeið verið notað í austurlenskri matargerð, bæði þar sem stöngullinn þykir bragðgóður og eins af því að plantan er talin búa yfir lækninga- mætti. Það þykir til dæmis ljót að engifer hefur róandi áhrif á meltingarveg, hann virkar vel gegn liðabólgu og fyrirbyggir hjartasjúk- dóma og heilablóðfall. Sumir telja að engifer sé líka gott meðal við höfuð- verkjum, getuleysi, kvefi og hafi hreinsandi áhrif. Tilvalið er að blanda engiferi saman við epli og gulrætur til að búa til góðan safa. engifer styrkir } grasaferð NLFR }

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.