Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 54

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 54
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Í kvöld stendur Minjasafn Akureyrar fyrir kvöldvöku í Gamla bænum í Laufási þar sem sagðar verða sögur af Elís Gíslasyni sem var ráðsmaður í Laufási en hann fæddist þennan dag fyrir 109 árum. „Elli var dálítið sér- stakur kall og við höfum verið að fá ýmsa gripi sem hann átti og fengið sögur af honum líka,“ segir Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir, safnvörður Minjasafnsins á Akureyri. „Hann var ættaður að austan og fór suður til þess að vera á þjóðhátið árið 1930 en allt hans fólk hafði farið til Vesturheims og hann ætlaði að hitta systur sína sem ætlaði að koma á þjóðhátíðina og fara með henni til Vesturheims. Systirin veiktist og kom ekki þannig að hann var svona úrræða- laus á þessari hátíð og þá hitti frændi prestsins í Laufási hann, en hann var ættaður þarna að austan líka og spurði hvort hann vildi ekki verða ráðsmað- ur í eitt ár í Laufási. Hann sló til og ætlaði bara að vera í eitt ár en þau urðu þrjátíu og sex,“ segir Ingibjörg. Hún segir að Elli hafi verið nokkuð ýkinn en meðal hluta sem hann kom með norður var forláta byssa. „Þar sem ég sit núna í Laufási og horfi yfir Eyjafjörðinn er Hjalteyri beint á móti mér. Þetta eru nokkuð margir kíló- metrar og maður sér verksmiðjuna á Hjalteyri eins og kannski einn fjórða úr tíeyringi, hún er svo pínulítil, en Elli sagði að hann hefði einu sinni skotið hrafn sem sat á þakinu þar, af hlaðinu í Laufási. Eins hafi hann drep- ið ref sem var hinum megin við fjörð- inn og hann var svo hittinn að hann hitti hann beint á milli augnanna,“ segir Ingibjörg og hlær. Elli var ráðsmaður, sem þýddi að hann var verkstjóri yfir vinnufólkinu en sjálfur var hann ókvæntur og barn- laus. Árið 1966 flutti Elli frá Laufási eftir að hafa búið þar í yfir þrjátíu ár og flutti til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem stöðumælavörður. Hann kom síðan aftur norður til þar sem hann lést á elliheimilinu í Skjaldarvík árið 1970. Gamli bærinn í Laufási er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og er rekinn af Minjasafninu en gestir þess voru sextán þúsund í fyrra. Ingibjörg segir að árið 1994 hafi hafist miklar endurbætur sem er ekki enn lokið en til stendur að byggja allan bæinn upp. Minjasafnið hefur staðið fyrir kvöldvökum á fimmtudögum í sumar og hefst vakan klukkan hálf níu í kvöld en Ingibjörg telur líklegt að Elladagur verði að árlegum viðburði í safninu. gudrun@frettabladid.is ELLADAGUR: RÁÐSMANNSINS Í LAUFÁSI MINNST Dálítið sérstakur kall INGIBJÖRG FYRIR FRAMAN LAUFÁS Elli fór aldrei til Vesturheims eins og hann ætlaði sér heldur til Eyjafjarðar þar sem hann bjó og starfaði í yfir þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Þennan dag árið 1793 var bylt- ingarmaðurinn Jean-Paul Marat myrtur. Hann var vísindamaður og læknir, fæddur í Sviss hinn 24. maí árið 1743, en er þó þekktastur fyrir byltingarstarf sitt meðal hóps sem var kenndur við Jakobína á tímum frönsku byltingarinnar. Í frönsku byltingunni helgaði Marat sig algjörlega stjórnmálastarfi. Hann hóf blaðaútgáfu og gagnrýndi blað hans valdhafa í Frakklandi harkalega. Eitt sinn neyddist hann til að fela sig fyrir óvinum sínum í Katakómbunum, grafhýsum í París, en þar fékk hann húðsjúkdóm sem plagaði hann til æviloka. Marat tók sæti í Parísarkommúnunni og skrifaði „dauðalista“ yfir þá sem hann taldi að væru pólitískir andstæðingar og hvatti til að þeir yrðu drepnir. Hann varð harður and- stæðingur Gírondína seinustu ár sín og taldi þá vera á móti lýðveldinu. Eitt sinn var stúlku að nafni Char- lotte Corday hleypt inn til hans þegar hann var í baði til að lina óþægindin vegna húðsjúkdómsins, en Marat spurði hana að nöfnum yfirboðara hennar og sagði að þeir yrðu allir sendir fyrir fallöxina. Þá tók Charlotte upp hníf og stakk hann til bana. Charlotte var Gírondíni og urðu gjörðir hennar til þess að fjölmargir andstæðingar Jakobína voru teknir af lífi og hún sjálf send í fallöxina fjórum dögum eftir morðið. Við réttarhöldin sagðist hún hafa „drepið einn mann til að bjarga hundrað þúsund”. ÞETTA GERÐIST 13. JÚLÍ 1793 Marat stunginn til bana í baðkeri MERKISATBURÐIR 1908 Konur keppa í fyrsta skipti á nútíma Ólympíuleikum, í London. 1923 Hollywood-skiltið er vígt í hæðunum fyrir ofan Holly- wood. Upphaflega stóð Hollywoodland en fjórir síðustu stafirnir voru teknir út árið 1949. 1959 Eyjólfur Jónsson syndir frá Vestmannaeyjum til lands á fimm og hálfri klukkustund en leiðin er um tíu og hálfur kílómetri. 1973 Nýja eldfjallið á Heimaey hlýtur nafnið Eldfell, að tillögu Örnefnanefndar. 1977 Rafmagnið fer af New York í 25 klukkustundir 1985 Live Aid tónleikarnir fara fram meðal annars í Lond- on, Philadelphiu og Sydney. FRIDA KAHLO (1907-1954) LÉST ÞENNAN DAG „Ég mála hvorki drauma né martraðir. Ég mála minn eigin veruleika.“ Frida Kahlo var mexíkanskur málari og málaði aðallega sjálfsmyndir. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Sigrún Hjördís Eiríksdóttir Hlíðarhjalla 61, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi föstu- daginn 7. júlí, verður jarðsungin frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 14. júlí kl. 15.00. Haraldur Gunnarsson Lilja Hólm Ólafsdóttir Eiríkur Haraldsson Ólafur Aron Haraldsson Ástkær eiginmaðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Andrés Andrésson fyrrverandi sjómaður, Miðvangi 41, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 14. júlí kl. 15. Oddný Pétursdóttir Valdís Ólafsdóttir Sigurður Ólafsson Ásdís H. Finnbogadóttir Örn Ólafsson Margrét Bledhill Ólafur Þröstur Ólafsson Agnes Sigurðardóttir Valur Ólafsson Barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær og góð eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Gísladóttir Hrafnistu, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 9. júlí á Landspítalanum, Hringbraut, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjdaginn 18. júlí kl. 15.00. Jósef Halldórsson Guðni Dagbjartsson Elísabeth Dagbjartsson Guðrún Katrín Dagbjartsdóttir Gísli Dagbjartsson Sigurður Dagbjartsson Baldur Dagbjartsson Soffía Þórissdóttir Gunnar Dagbjartsson Helga Ottósdóttir Barnabörn og barnabarnabörn. Í dag er 90 ára Sigurjón Guðmundsson Hólmgarði 24, Reykjavík, fyrrverandi kranamaður. Hann er að heiman í dag. 90 ára afmæli Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Valgarður Stefánsson eðlisfræðingur og framkvæmdastjóri Alþjóðlegu jarðhitasamtakanna IGA, lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt mánudagsins 10. júlí. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir Ásdís Ingibjargardóttir Guðlaugur Valgarðsson Guðrún Helga Stefánsdóttir Lárus Valgarðsson Valgerður R. Valgarðsdóttir og afabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.