Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 58
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR38
menning@frettabladid.is
!
Orgelleikarinn Lenka Mátéová leikur á hádegistón-
leikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju
í dag kl. 12. Lenka starfar sem organisti Fella- og
Hólakirkju,
Á efnisskrá Lenku eru fjögur verk eftir Felix Mend-
elssohn, Johann Sebastian Bach, Bohuslav Martinu
og Max Reger.
Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk
kantorsprófi við Tónlistarháskólann í Kromeríz og
mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag og
vann til fjölda verðlauna á námsárunum sínum.
Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990.
Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika hér á landi
og víða um Evrópu og leikið einleik með Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna. Að undanförnu hefur hún
verið í samstarfi við marga kóra, t.d. Drengjakór
Reykjavíkur, Hljómeyki, Karlakór Reykjavíkur og
tekið þátt í frumflutningum tónverka eftir íslenska
höfunda sem hafa verið hljóðritaðir fyrir útvarpið
og á geislaplötur.
LENKA MÁTÉOVÁ ORGELLEIKARI Leikur á hádegistón-
leikum í Hallgrímskirkju.
Alþjóðlegt orgelsumar
Það verður hátíðarstemning
í Árbæjarsafni um helgina.
Í tilefni af Harmonikuhátíð
í Reykjavík verður efnt
til tónleika og samspils á
sunnudaginn.
„Dagskráin í Árbæjarsafni er mið-
punktur hátíðarinnar,“ útskýrir
Jónatan Karlsson skipuleggjandi
hennar. „Venju samkvæmt verða
margir hljóðfæraleikarar á hátíð-
inni – bæði einstaklingar og hópar
sem flestir koma úr Harmonikufé-
laginu Hljómi.“ Þetta er í áttunda
skipti sem hátíðin er haldin og
undanfarin sumur hefur þessi
háttur verið hafður á og fallið vel í
kramið hjá gestum á safninu þegar
harmonikuleikaranir dúkka upp
og leika um allt safnasvæðið.
„Þetta hefur verið með albestu
dögum í safninu síðustu sumur.“
Jónatan útskýrir að allskonar
músík verði leikin og að gestir
hátíðarinnar, harmonikusnilling-
urinn Ottar Johansen og Ivar Th.
Dagenborg, útgefandi norska
harmonikublaðsins „Nygammalt“,
muni líka láta í sér heyra. Svo gæti
jafnvel farið að hlustendur tækju
sporið ef veðrið verður gott. „Það
hefur komið fyrir,“ segir hann
sposkur.
Jónatan tekur undir að áhuginn
á hljóðfærinu fari sífellt vaxandi.
„Sérstaklega hjá krökkum og ungu
fólki sem hefur verið að bætast
við. Fyrir nokkrum árum voru
þetta eiginlega bara gamlir karlar
– nú er töluvert af ungum dömum
sem spila með okkur af fullum
krafti.“
Á sunnudagskvöldið munu
norsku gestirnir síðan halda tón-
leika í Norræna húsinu og leika af
hjartans list en þess má geta að
Ottar er líklega þekktasti nemandi
hins víðfræga Toralfs Tollefsen,
sem margir íslenskir harmoniku-
unnendur þekkja.
Skipuleggjandinn á ekki langt
að sækja harmonikuáhugann því
hann er sonur eins af ástsælustu
harmonikuleikurum Íslands, Karls
Jónatanssonar. „Ég veiti Harmon-
ikumiðstöðinni forstöðu og hef séð
um þessa hátíð í nokkur ár. Ég hef
erft þetta pínulítið þó ég spili ekki
sjálfur,“ segir Jónatan sem kveðst
þó spila á trommur því einhver
þurfi jú að annast undirleikinn.
kristrun@frettabladid.is
HARMONIKUTÓNAR ÚR HVERJU SKÚMASKOTI Félagar úr Harmonikufélaginu Hljómi halda uppi fjörinu á Árbæjarsafni. MYND/ INGI KARLSSON
Hátíð harmonikunnar um helgina
Kl. 17.00
Hljómsveitin Shadow Parade og
tónlistarmaðurinn Bela koma
fram í tónleikaröð Grapevine og
Smekkleysu. Tónleikarnir fara
fram í Galleríi Humri eða frægð og
aftur kl. 21.30 á Café Amsterdam í
Hafnarstræti.
> Ekki missa af...
söngleiknum Footloose í Borg-
arleikhúsinu. Fyrirtaks afþreying
og frábærir dansarar á fjölunum
í sumar.
metalhátíðinni Eistnaflugi í
Neskaupstað um helgina. Ekkert
árans Supernova heldur Inn-
vortis, Morðingjarnir, I Adapt
og Denver í góðum félagsskap.
Allir í rútuna.
trúbadornum Helga Val á
skemmtistaðnum Yello í Kefla-
vík í kvöld.
Nýtt kortatímabil
50-70%
afsláttur af öllum útsöluvörum
3fyrir2
Veldu 3 skópör, borgaðu fyrir 2
og fáðu það ódýrast frítt!