Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 58
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR38 menning@frettabladid.is ! Orgelleikarinn Lenka Mátéová leikur á hádegistón- leikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag kl. 12. Lenka starfar sem organisti Fella- og Hólakirkju, Á efnisskrá Lenku eru fjögur verk eftir Felix Mend- elssohn, Johann Sebastian Bach, Bohuslav Martinu og Max Reger. Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Tónlistarháskólann í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag og vann til fjölda verðlauna á námsárunum sínum. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990. Hún hefur haldið fjölda einleikstónleika hér á landi og víða um Evrópu og leikið einleik með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna. Að undanförnu hefur hún verið í samstarfi við marga kóra, t.d. Drengjakór Reykjavíkur, Hljómeyki, Karlakór Reykjavíkur og tekið þátt í frumflutningum tónverka eftir íslenska höfunda sem hafa verið hljóðritaðir fyrir útvarpið og á geislaplötur. LENKA MÁTÉOVÁ ORGELLEIKARI Leikur á hádegistón- leikum í Hallgrímskirkju. Alþjóðlegt orgelsumar Það verður hátíðarstemning í Árbæjarsafni um helgina. Í tilefni af Harmonikuhátíð í Reykjavík verður efnt til tónleika og samspils á sunnudaginn. „Dagskráin í Árbæjarsafni er mið- punktur hátíðarinnar,“ útskýrir Jónatan Karlsson skipuleggjandi hennar. „Venju samkvæmt verða margir hljóðfæraleikarar á hátíð- inni – bæði einstaklingar og hópar sem flestir koma úr Harmonikufé- laginu Hljómi.“ Þetta er í áttunda skipti sem hátíðin er haldin og undanfarin sumur hefur þessi háttur verið hafður á og fallið vel í kramið hjá gestum á safninu þegar harmonikuleikaranir dúkka upp og leika um allt safnasvæðið. „Þetta hefur verið með albestu dögum í safninu síðustu sumur.“ Jónatan útskýrir að allskonar músík verði leikin og að gestir hátíðarinnar, harmonikusnilling- urinn Ottar Johansen og Ivar Th. Dagenborg, útgefandi norska harmonikublaðsins „Nygammalt“, muni líka láta í sér heyra. Svo gæti jafnvel farið að hlustendur tækju sporið ef veðrið verður gott. „Það hefur komið fyrir,“ segir hann sposkur. Jónatan tekur undir að áhuginn á hljóðfærinu fari sífellt vaxandi. „Sérstaklega hjá krökkum og ungu fólki sem hefur verið að bætast við. Fyrir nokkrum árum voru þetta eiginlega bara gamlir karlar – nú er töluvert af ungum dömum sem spila með okkur af fullum krafti.“ Á sunnudagskvöldið munu norsku gestirnir síðan halda tón- leika í Norræna húsinu og leika af hjartans list en þess má geta að Ottar er líklega þekktasti nemandi hins víðfræga Toralfs Tollefsen, sem margir íslenskir harmoniku- unnendur þekkja. Skipuleggjandinn á ekki langt að sækja harmonikuáhugann því hann er sonur eins af ástsælustu harmonikuleikurum Íslands, Karls Jónatanssonar. „Ég veiti Harmon- ikumiðstöðinni forstöðu og hef séð um þessa hátíð í nokkur ár. Ég hef erft þetta pínulítið þó ég spili ekki sjálfur,“ segir Jónatan sem kveðst þó spila á trommur því einhver þurfi jú að annast undirleikinn. kristrun@frettabladid.is HARMONIKUTÓNAR ÚR HVERJU SKÚMASKOTI Félagar úr Harmonikufélaginu Hljómi halda uppi fjörinu á Árbæjarsafni. MYND/ INGI KARLSSON Hátíð harmonikunnar um helgina Kl. 17.00 Hljómsveitin Shadow Parade og tónlistarmaðurinn Bela koma fram í tónleikaröð Grapevine og Smekkleysu. Tónleikarnir fara fram í Galleríi Humri eða frægð og aftur kl. 21.30 á Café Amsterdam í Hafnarstræti. > Ekki missa af... söngleiknum Footloose í Borg- arleikhúsinu. Fyrirtaks afþreying og frábærir dansarar á fjölunum í sumar. metalhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað um helgina. Ekkert árans Supernova heldur Inn- vortis, Morðingjarnir, I Adapt og Denver í góðum félagsskap. Allir í rútuna. trúbadornum Helga Val á skemmtistaðnum Yello í Kefla- vík í kvöld. Nýtt kortatímabil 50-70% afsláttur af öllum útsöluvörum 3fyrir2 Veldu 3 skópör, borgaðu fyrir 2 og fáðu það ódýrast frítt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.