Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 60
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR40
ÞAR SEM ÍSLENDINGUM
FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA
SKÍTA
MÓRALL
FÖSTUD. 14. JÚLÍ 2006
LAUGARD. 15. JÚLÍ 2006
HÚSIÐ OPNAR KL. 23 / MIÐAVERÐ 1900 KR.
FORSALA Á NASA FÖSTUDAG KL. 13-17
HÚSIÐ OPNAR KL. 23 / MIÐAVERÐ 1000 KR.
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA
Maður í regnkápu
kann að vera rigningarlegur
en hann er ekki regn
Hann er ekki regn
handa gróindum
Hann er með hettu
sem hnýtt er undir kverk
Þetta flippaða ljóð, sem ber heitið Sýnd, er úr síðustu ljóðabók Stefáns
Harðar Grímssonar, Yfir heiðan morgun. Ég held það sé eitt af þessum ljóð-
um sem borgar sig ekkert að vera að túlka um of, þetta er bara skemmtileg
mynd sem kom í hugann í þessari eilífu súld sem við Íslendingar köllum
sumar. Það hefur verið rigningarlegt vikum saman, og maður sér þá úti
um allt í bænum, túristana í litsterku regnkápunum sínum, með hetturnar
hnýttar undir kverk. Það er ekki annað hægt en að hafa samúð með t.d.
þýsku fjölskyldunni sem leggur sitt sparifé í rándýra Íslandsferð og fylgir
síðan gangi lægðanna hringinn í kringum landið. Þarna gætu verið foss-
ar og fjöll, gljúfur og fuglabjörg, en maður sér það bara ekki. Og svo fara
þau kannski aftur og hafa ekki annað uppúr ferðinni en óljósan grun um
íslenska náttúru.
Engin hversdagssál
En við þurfum ekki að láta rigna inn. Óháð veðri geta Íslendingar nú með
sýningum gefið útlendingum nasasjón af því sem þeir eru líka stoltir af eins-
og náttúrunni, bókmenntunum. Það eru starfandi þrjú skáldasetur tileinkuð
20. aldar höfundum í landinu. Það síðasta, setur helgað Þórbergi Þórðarsyni
frá Hala í Suðursveit, var einmitt opnað á æskustöðvum hans þann 30. júní
- í ausandi rigningu. Húsið, sem teiknað er af Sveini Ívarssyni dóttursyni
Þórbergs, blasir við af þjóðveginum og snýr heilum vegg af bókum að for-
vitnum vegfaranda. Glöggir menn geta séð að þetta eru ekki núverandi kilir
verkanna sem þarna sjást, heldur önnur hönnun sem myndi henta vel á
nýja heildarútgáfu bóka Þórbergs.
Innandyra er stór kaffistofa, góður sýningarsalur með ljósmyndum úr
Suðursveit en öðru fremur feiknavel heppnuð upplifunarsýning í stærsta
salnum, sem Jón Þórisson á veg og vanda af. Þar má sjá margar vörður á
ævibraut Þórbergs: Baðstofuna á Hala, Bergshús, íbúðina á Hringbraut, í
baksýn er strönduð skúta og stjörnuhiminninn sem hann sýndi elskunni
sinni forðum. Það er hægt að horfa á sjónvarps- og kvikmyndaupptökur
með þessum sérstæðasta höfundi Íslendinga og fræðast um líf hans og
verk á sýningarspjöldum. Hali er í þjóðbraut hringvegarins, svo á ferðalagi
er öldungis upplagt að forða sér inn úr rigningunni og skoða þessa sýningu,
sem krakkar geta líka haft hina bestu skemmtun af. Þá geta þeir kannski
séð með eigin augum að bækur eru svosem nógu saklausir hlutir, en rit-
höfundar eru ægilegar verur, einsog Þórbergur orðaði það sjálfur forðum.
„Oss vantar ekki menn, sem hugsa og breyta eins og allir aðrir“, skrifaði
hann í Bréfi til Láru: „Borgaralegar hversdagssálir eru hér nógar.“ Það var
Þórbergur sannarlega ekki.
Setrin þrjú
Skáldasetrin hafa hvert til síns ágætis nokkuð: Á Gljúfrasteini má sjá heimili
Halldórs og Auðar Laxness í hálfa öld, en þar vantar betri aðstöðu fyrir veit-
ingar, sýningar og samkomuhald. Á Skriðuklaustri er hægt að skoða bæinn
sem Gunnar Gunnarsson reisti þegar hann flutti heim og var svo stór að
meira að segja Jónasi vini hans frá Hriflu blöskraði og allir bankar landsins
urðu að leggjast á eitt til að fjármagna bygginguna. Þar er líka fínt kaffihús
og góð aðstaða fyrir fræðimenn. Stærsta sýningin er hins vegar á Þórbergs-
setrinu; og reyndar er bændagisting á næsta bæ, búið að merkja göngu-
leiðir um nágrennið svo gestir geta sökkt sér ofan í bakgrunn Þórbergs, og
kannað hvort það er rétt sem hann sagði sjálfur í Bréfi til Láru, að hann væri
einn af mestu ritsnillingum sem ritað hafa á íslenska tungu: „Og sál mín er
víð og djúp eins og alvaldið.“
Svo látum ekki á okkur fá þótt hann sé rigningarlegur. Nú er bara að
hnýta hettu undir kverk og drífa sig austur.
Halldór Guðmundsson
Skáldasetur
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
> SKRIFAR UM BÓKMENNTIR
Djass á
Veitingahúsinu Horninu
Hafnarstræti 15
í kvöld kl 21
Seth Sharp
söngvari frá USA
og hljómsveit
Á fallegu sumarkvöldi er tilvalið
að rölta um miðbæjarsvæðið og
ekki er verra að hafa leiðsögn og
góðan félagsskap. Í kvöld býður
Borgarbókasafn Reykjavíkur til
kvöldgöngu um gamla kirkjugarð-
inn við Suðurgötu.
Skáldin og bókaverðirnir Einar
Ólafsson og Jónína Óskarsdóttir
leiða gönguna, en hún er hluti af
göngudagskrá menningarstofnana
borgarinnar, Kvöldgöngur úr
Kvosinni, sem nú er boðið upp á
annað árið í röð. Í Hólavallagarði
hvíla mörg skáld og ætla Jónína
og Einar að leiða gesti um garðinn
og staldra við hjá nokkrum þess-
ara skálda, segja af þeim sögur og
lesa úr verkum þeirra. „Þessi
skáld eru flest í eldri kantinum
því lítið hefur verið jarðað í garð-
inum síðan á fyrri hluta síðustu
aldar,“ útskýrir Einar Ólafsson og
nefnir dæmi af skáldunum Þor-
steini Erlingssyni, Hannesi Haf-
stein, Sigurði Breiðfjörð og Bene-
dikt Gröndal. „Svo eru tvö
svokallaðra atómskáldanna sem
einnig hvíla þarna, þeir Jón Óskar
og Einar Bragi og þar komumst
við kannski nær nútímaskáldun-
um,“ segir Einar.
Borgarbókasafnið hefur staðið
fyrir gönguferðum með menn-
ingarívafi síðan 2004 og eru þær
yfirleitt mjög vel sóttar. Erlendir
gestir geta líka fengið að kynnast
borginni í gegnum bókmenntirnar
því skipulegar gönguferðir eru
haldnar fyrir útlendinga á hverj-
um fimmtudegi.
Í kvöld verður lagt upp frá
Grófinni, á milli aðalsafns Borgar-
bóksafns og Listasafns Reykjavík-
ur kl. 20 og tekur gangan um eina
klukkustund. Ekki er þörf á að
skrá sig og eru allir velkomnir.
- khh
Kærkomin kvöldganga
KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU Skartar sínu fegursta. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Uppskeruhátíð Skapandi sumar-
hópa Hins hússins og Reykjavík-
urborgar verður haldin í Ráðhús-
inu í kvöld en þar gefst
áhugasömum unnendum menning-
ar kostur á að kynnast frumleika
og krafti listamanna framtíðar-
innar.
Tuttugu hópar hafa starfað að
margskonar listrænum verkum á
vegum Hins hússins í sumar og
munu þeir allir stíga á stokk í
kvöld og sýna hvað í þeim býr.
Dagskráin er afar fjölbreytt og
því ættu allir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Fjöllistahópurinn Grísa-
lappalísur fremur gjörning, Götu-
leikhúsið sveimar um og Íslenska
hreyfiþróunarsamsteypan sýnir
nútímadans. Rannsóknarsvið
íslenskrar þjóðmenningar og for-
sprakkar femíníska veftímarits-
ins Lata stelpan munu kryfja sam-
tímann á frumlegan hátt og
afsprengi hugsunar hönnunartví-
eykisins Stígvéls verða til sýnis.
Fjörið hefst kl. 20 í kvöld.
- khh
Afrakstur sumarsins
ÞREMENNINGASAMBANDIÐ Skapandi sumarhópur sem leikur klassíska tónlist.
��������������
�������
����������
����
������������
����������
��� �