Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 13.07.2006, Síða 61
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 41 Það eru nokkuð brotnir ungir menn sem mætast í þessu verki. Vinirnir Maggi og Alli deila saman íbúð. Líf þeirra einkennist af innihalds- og tilgangsleysi. Þeir stefna ekkert. Maggi er tiltölulega nýfráskilinn, hefur ekkert fyrir stafni; sefur, les tímarit, reykir, drekkur bjór, fær sér í hausinn. Alli er ekki eins illa staddur. Hann hefur eiginlega tekið Magga að sér. Maggi misnotar sér góðmennsku hans með algeru aðgerðarleysi. Dag einn er barið á dyr og til þeirra er kominn Stinni, gamall vinur Magga og biður um gistingu í eina nótt. Alla líst ekki á hann, en Maggi veitir leyfi sitt án þess að hugsa. Það er ljóst frá byrj- un að það er eitthvað meira en lítið að Stinna sem hefur um skeið verið í herþjálfun. Smám saman er fortíðarvinátta Magga og Steina afhjúpuð; fortíð sem felur í sér ofbeldi, grimmd, valdbeitingu og það er ljóst að Maggi er ennþá vanmáttugur gagn- vart Steina. Of vanmáttugur til að nýta sér stuðning Alla. Penetreitor er fantavel skrifað verk, auk þess að vera vel þýtt og staðfært. Því er ætlað að sýna áhorfandanum við hvað aðstand- endur geðsjúkra mega oft búa – og tekst það svo um munar. En það er ekki bara vel skrifað, heldur skila þremenningarnir því óaðfinnan- lega. Stefán Hallur Stefánsson skil- ar hinum geðsjúka Stinna af miklu öryggi. Öll tjáning er svo vel unnin að maður trúir því alveg að hann sé súrrandi galinn. Það verður for- vitnilegt að sjá Stefán í næsta hlut- verki. Vignir Rafn er í hlutverki góða, feimna og einlæga stráksins – sem er almennt ekki þakklátt hlutverk – og gerir það mjög svo eftirminnilega. Í hlutverki miðju- mannsins, Magga, er Jörundur Ragnarsson. Tilfinningalíf Magga er all sveiflugjarnt; það er eins og hann hafi engan grunn til að standa á, ekkert fast land undir fótum – en reyni að komast af. Það er lang- fljótlegast að segja að Jörundur leikur hlutverkið af stakri snilld. Hann hefur afar sterka nærveru, svo sterka að það jaðrar við að leik- rýmið í húsi Sjóminjasafnsins sé of lítið fyrir hann. Ég sé ekki betur en að hér sé kominn fram á sjónar- sviðið leikari á borð við þá bestu sem við eigum í dag. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með honum á næstu árum. Það er fagmannlega að öllum þáttum sýningarinnar staðið. Leik- myndin hentar verkinu vel og leik- stjórinn hefur greinilega góðan skilning á persónunum og nær dýpt þeirra út úr leikurunum. Penetreitor er ein af þessum sýningum sem enginn ætti að missa af. Innihald verksins á erindi við okkur öll. Það opnar augu okkar fyrir því að það njóta ekki allir sömu gæfunnar í því staðlaða gild- ismati sem við höfum búið okkur til. Það fýkur bátur á svo marga í æsku. FAGMANNLEG SÝNING SEM ENGINN ÆTTI AÐ MISSA AF Leikfélagið Vér morðingjar sýnir Penetreitor.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Áhrifarík sýning og fanta vel skrifað verk HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚLÍ 10 11 12 13 14 15 16 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Lenka Mátéová, organisti Fella- og Hólakirkju, leikur á hádegis- tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju.  17.00 Hljómsveitin Shadow Parade og tónlistarmaðurinn Bela koma fram í tónleikaröð Grapevine og Smekkleysu. Tónleikarnir fara fram í Galleríi Humri eða frægð kl. 17 og á Café Amsterdam í Hafnarstræti kl. 21.30.  21.00 Hljómsveitartónleikar á Draugabarnum á Stokkseyri í Tilefni af Bryggjuhátíð.  21.30 Kvartett Eriks Qvick leikur í Deiglunni á Akureyri. Með tromm- aranum geðþekka leika Thomas Markusson, Haukur Gröndal og Ásgeir Ásgeirsson. ■ ■ LEIKLIST  10.00 Brúðubíllinn sýnir leikþáttinn Týnda eggið við Austurbæjarskóla kl. 10 og á torginu við Miðberg kl. 14. ■ ■ OPNANIR  18.00 Börn sem tóku þátt í lista- smiðju í Þorlákshöfn í sumar sýna afrakstur af starfi sínu í Galleríinu undir stiganum í Bæjarbókasafni Ölfuss. ■ ■ SKEMMTANIR  Trúbadorinn Helgi Valur skemmtir á skemmtistaðnum Yello í Keflavík. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Fræðslusamstarf skóg- ræktarfélaganna og KB banka stendur fyrir Græna trefils göngu í samstarfi við Skógræktarfélag Garðabæjar. Göngustjóri er Barbara Stanzeit líffræðingur. ■ ■ SAMKOMUR  17.00 Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælafundi á Austurvelli vegna stríðsglæpa Ísraelshers á Gaza. Guðrún Ögmundsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson flytja ávörp og um tón- listaratriði sjá hljómsveitin Llama og KK. ■ ■ UPPÁKOMUR  20.00 Fimmtudagsskemmtun og uppskeruhátíð Skapandi sum- arhópa Hins Hússins í hátíðarsal Ráðhúss Reykjavíkur.  20.30 Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir kvöldvöku í Gamla bænum í Laufási. ■ ■ KVÖLDGÖNGUR  20.00 Iðnaðarsafnið á Akureyri býður til gönguferðar umhverfis verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum á Akureyri.  20.00 Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvöld- göngu um gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. ■ ■ LEIKLIST  20.30 Alþjóðleg Döffleiklistar- hátíð er haldin í Rýminu hjá Leikfélagi Akureyrar. Flutt verður leikritið This side up eftir Ramesh Meyyappan frá Singapúr. LEIKLIST SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR Vér morðingjar Sjóminjasafnið Grandagarði 8 Penetreitor eftir Anthony Neilson Leikarar: Jörundur Ragnarsson/ Vignir Rafn Valþórsson/Stefán Hallur Stefánsson Leikmynd: Vér morðingjar Hljóðmynd: Karl Newman Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Þýðandi: Vignir Rafn Valþórsson.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.