Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 62

Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 62
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR42 bio@frettabladid.is V I N N I N G A R V E R ÐA A F H E N D I R H J Á BT S M Á R A L I N D. KÓ PAVO G I . M E Ð Þ V Í A Ð TA K A Þ ÁT T E R T U KO M I N N Í S M S K LÚ B B. 9 9 K R / S K E YT I Ð. S E N D U S M S S K E YT I Ð J A S M F Á N Ú M E R I Ð 1 9 0 0 O G Þ Ú G Æ T I R U N N I Ð M I ÐA F YR I R T VO. V I N N I N G A R E R U B Í Ó M IÐA R F YR I R T VO * DV D M YN D I R TÖ LV U L E I K I R VA R N I N G U R T E N G D U R M YN D I N N I O G M A R G T F L E I R A 9. HVE R VIN NUR ! Nítján ár eru liðin síðan Christopher Reeve flaug um himininn og bjargaði heiminum frá Lex Luthor sem hafði þá komist yfir kjarnorkusprengju. Nú snýr Brandon Routh aftur í hlutverki Ofurmennisins en þessarar endurkomu hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu. í Superman Returns er Ofur- mennið horfið eftir að hafa verndað borgina sína Metrópolis og Lois Lane frá óþjóðalýð heimsins. Það leitar að öðrum sem hugsanlega gætu hafa lifað af tortímingu Krypton en kemst í raun um að hann er sá eini. Þegar Ofurmennið snýr aftur hefur borgin og ástin í lífi hans lært að lifa án hans. Heimurinn þarf ekki á ofurhetju að halda fyrr en Lex Luthor og gengi hans snýr aftur og hyggst láta til sína taka í borginni. Ofurmennið verður því enn og aftur að sýna hvað í því býr. Erfið fæðing Eftir að Christopher Reeve hafði gert þessari þekktustu persónu teiknimyndabókanna nánast ódauðleg skil efuðust menn um að hægt væri að gera mynd um Ofur- mennið aftur. Vafalítið hefur vel- gengni ofurhetja að undanförnu heillað Warner-kvikmyndaverið auk þess sem tæknibrellunum hefur fleygt svo mikið fram að þeim hefur fundist tími til kominn að heimsbyggðin fengi að sjá hina bláklæddu hetju fljúga á ný. Fæðingin var þó langt frá því að vera auðveld. Í fyrstu leitaði Warn- er til Kevins Smith sem ætlaði að láta Ofurmennið deyja. Það myndi síðan lifna aftur við og þá mun öfl- ugra en nokkru sinni áður. Tim Burton hafði lýst yfir miklum áhuga á að leikstýra myndinni eftir handriti Smiths og hefði verið fróð- legt að sjá þá útkomu. Warner leist mjög vel á þetta til að byrja með og lét prenta plaköt með silfurlituðu „S“ en þá var myndin sögð væntan- leg árið 1998. Sögusagnir um að Nicholas Cage hefði samþykkt að taka að sér hlutverkið fóru af stað en þegar ljóst varð að Burton ætl- aði að klæða Ofurmennið í svart sögðu jakkafataklæddu mennirnir stopp og verkefninu var ýtt til hlið- ar. Í kjölfarið var JJ Abrams feng- inn til að skrifa handrit sem væri í stíl við upphaflegu myndirnar en hann er að góðu kunnur fyrir sjón- varpsþættina Lost og Alias. Brett Ratner var orðaður við leikstjóra- stólinn. Abrams var síðan rekinn og Bryan Singer ráðinn í leikstjóra- stólinn. Hann kom í kjölfarið með allt gengið sitt frá X-Men mynd- unum og þeirra á meðal voru hand- ritshöfundarnir Dan Harris og Michael Dougherty sem réðust strax í að gera handritið sem Superman Returns er gerð eftir. Tíu ár og þrjá leikstjóra þurfti því til að koma myndinni loksins á koppinn. Singer ákvað síðan að taka þann pólinn í hæðina að leita eftir ungum leikara sem enginn þekkti. Sama fyrirkomulag hafði verið árið 1978 en Christopher Reeve hafði eingöngu leikið í einni mynd áður en hann fékk að klæð- ast búningnum bláa. Brandon Routh hreppti hlutverkið en meðal annarra leikara má nefna Kate Bosworth og Kevin Spacey sem bregður sér í hlutverk Lex Lut- hor. Sviknir af útgáfunni „Einkenni ofurhetja er að þú hefur ofurhetjuna og síðan þann sem birtist dagsdaglega meðal fólks- ins. Leðurblökumaðurinn er Bruce Wayne og Köngulóarmaðurinn er Peter Parker þegar hann vaknar á morgnana. Hann þarf að fara í búning til að verða Köngulóar- maðurinn. Hvað þetta varðar er Ofurmennið ólíkt þeim báðum. Ofurmennið fæddist sem Ofur- mennið. Þegar Clark Kent vaknar á morgnana er hann í raun Ofur- mennið. Búningurinn með stóra rauða S-inu sem Kent-fjölskyldan fann hann í eru föt Ofurmennis- ins. Þegar Ofurmennið fer í bún- ing, setur hann upp gleraugu og fer í jakkaföt. Það er búningur OFURMENNIÐ SVÍFUR YFIR JÖRÐINNI Hvort Clark Kent sé ofur-gyðingur eða venjuleg ofurhetja skal ósagt látið en vinsældir Ofurmennisins eru ótvíræðar. Svífur um loftin blá LEX LUTHOR Snýr aftur eftir langa dvöl í fangelsi og hyggst klekkja á erkióvini sínum. Hryllingsmyndasumarið heldur áfram á Íslandi en aðdáendur þeirra ganga væntanlega flestir ánægðir frá borði eftir árið. Varla hefur liðið sú vika að ekki hefur verið frumsýnd ein hrollvekja til að hræða líftóruna úr kvikmynda- húsagestum. Að þessu sinni er það See No Evil sem skartar fjölbragða- glímuhetjunni Glen Jacobs í aðal- hlutverki. Vegur þeirra í kvik- myndum hefur oft verið þyrnum stráður en þessi sér-ameríska íþróttagrein nýtur mikilla vin- sælda vestan hafs. Margir muna eflaust eftir Hulk Hogan sem lamdi mann og annan á árum áður að ógleymdum The Rock sem reyndar fór hamförum í Be Cool. See No Evil segir frá átta ung- mennum sem stytta fangelsisvist sína með því að gista á yfirgefnu sveitabýli ásamt einhenta lög- reglumanninum Jacob Goodnight. Sá glataði hendinni í baráttu við stórhættulegan fjöldamorðingja sem Goodnight taldi sig hafa sigr- að fyrir mörgum árum. Þegar unglingunum í hópnum fækkar óðfluga gerir Goodnight sér grein fyrir því að enn og aftur þarf hann að taka á stóra sínum til að hafa sigur á hinu illa. Leikstjórinn Gregory Dark er fæstum kunnur, en hann hefur lengi starfað með kvikmyndafyr- irtækinu Dark Brothers sem fram- leiðir klámmyndir. Hann var áður giftur klámmyndastjörnunni Star Chandler og hefur leikstýrt mörg- um af stærstu nöfnunum í heimi klámsins. Dark hefur hins vegar verið að færa sig fjær þessum milljarðaiðnaði og leikstýrði meðal annars myndbandi fyrir Britney Spears en það vakti mikla athygli á sínum tíma. Hryllingurinn held- ur áfram í bíó SEE NO EVIL Fjöldamorðingi gengur laus á yfirgefnum búgarði og þarf lögreglumaður- inn Jacob Goodnight að taka á öllu sínu til að hafa sigur. You think you can catch Keyser Soze? You think a guy like that comes this close to getting fingered and sticks his head out? If he comes up for anything, it will be to get rid of me. After that, my guess is you´ll never hear from him again. Verbal Kint útskýrir fyrir lögreglumanninum Kujan hversu erfitt það sé að ná í Keyser Soze í Usual Suspects sem verður minnst fyrir óvænt endalok. Eftirlætis kvikmynd? „Þær eru margar en í fyrsta sæti er örugglega Night of the Creeps. Þetta er svona b-hryllingsmynd sem kom og fór og fáir vissu af henni, en hún er bara svo fáránlega vel skrifuð. Hún blandar saman nokkrum vinsælum stílum frá þessum tíma, háskólamynd- um, nördamyndum og auðvitað hryllingsmyndum“ Eftirminnilegasta atriðið? „Það er til dæmis hægt að kvóta mikið í Night at the Creeps. Í einu atriðinu eru háskólastúlkurnar í systrafélaginu að bíða eftir strák- unum sem eru að koma að sækja þær á lokaballið, nema hvað að þeir eru allir dánir og orðnir uppvakningar. Lögreglumaður kemur upp að stelpunum og segir þeim að hann hafi góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar séu þær að strákarnir séu komnir, en slæmu fréttirnar eru þær að þeir eru allir dánir og orðnir uppvakn- ingar“ Uppáhalds leikstjóri? „Guillermo del Toro sem leik- stýrði meðal annars Hell Boy. Hann er mikill snillingur, algjör hrillingsmyndanörd eins og ég. Hann leggur ofboðlsega mikið í myndirnar sínar. Fred Dekker sem leikstýrði einmitt Night at the Creeps er líka í uppáhaldi. Mesta hetja hvíta tjaldsins? „Bruce Campell úr Evil Dead myndunum er algjör spaði, hann er samt ekkert mjög góður leikari en mikill töffari.“ Mesti skúrkurinn? „svarthöfði úr Star Wars.“ Hvaða persóna fer mest í taug- arnar á þér? „Ace Ventura var ótrúlega óþol- andi maður. Jim Carrey hefur samt batnað mikið með árunum.“ Ef þú fengir að velja kvikmynd til að leika í, leikstjóra og mót- leikara, hvernig mynd yrði það? „Ég myndi vilja gera horror mynd og leikstjórinn yrði Guillermo del Toro. Svo myndi einhver flott gella leika á móti mér, eða nei Bruce Campell yrði mótleikarinn minn“ KVIKMYNDANJÖRÐURINN: ÓMAR ÖRN HAUKSSON Mikill hryllingsmyndaaðdáandi ÓMAR ÖRN HAUKSSON Ómar Örn er mikill aðdáandi hryllingsmynda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.