Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 66
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR46
Dj Skeleton spila
r geðveika tónlis
t milli 18 og 21.
Léttar veitingar.
Láttu sjá þig í Al
l Saints Kringlun
ni.
All Saints
heldur party
fimmtudagin
n 13.júlí
50-70%
afsláttur af öllum
útsöluvörum.
Nýtt korta tímabil
!
Gestum á Ölstofu Kormáks
og Skjaldar varð bylt við
á dögunum þegar klukku
staðarins var stolið. Veit-
ingamennirnir Kormákur
Geirharðsson og Skjöldur
Sigurjónsson eiga hins
vegar hauk í horni þar sem
ítalski barþjónninn Fabio
la Marca er, því hann gerði
sér lítið fyrir og hafði upp
á þjófnum og endurheimti
klukkuna.
Uppi varð fótur og fit aðfara-
nótt laugardags þegar gestir á
Ölstofunni tóku eftir því að klukka
staðarins var horfin af veggnum
sem hún hangir venjulega á. Eftir
að hafa leitað klukkunnar dyrum
og dyngjum lék ekki vafi á að henni
hafði verið stolið en þegar barþjón-
ar staðarins voru orðnir úrkula
vonar um að sjá gripinn nokkurn
tímann aftur hljóp hins vegar á
snærið hjá þeim.
„Ég var í pásu og brá mér aðeins
út fyrir til að fá mér ferskt loft,“
segir Fabio la Marca, barþjónn á
Ölstofunni. „Þá tók ég eftir ungum
manni þarna fyrir utan en hann
hafði verið inni fyrr um
kvöldið. Ég sá að hann var að
reyna að fela eitthvað innan
undir jakkanum sínum og
þegar betur var að gáð sást
að þetta var klukkan.“
Þegar Fabio kallaði til
mannsins og bað hann um að
skila klukkunni tók tíma-
þjófurinn til fótanna. Fabio
beið þá ekki boðanna heldur
stökk á eftir honum
og hljóp þjóf-
inn uppi á
örskot-
stundu. „Ég
greip í
hann og
bað hann um að skila mér klukk-
unni sem og hann gerði mótþróa-
laust. Ég spurði hann hvað hann
væri eiginlega að spá í að stela
klukku og hann svaraði að sig hefði
bara langað í hana. Hann var
greinilega vel við skál,“ segir
Fabio, sem minnnist þess ekki að
hafa séð þennan bíræfna gest á
Ölstofunni áður.
Rummungurinn slapp þó með
skrekkinn í þetta sinn því Fabio, sem
fastagestir Ölstofunnar lýsa sem
manni sátta, ákvað að kæra þjófnað-
inn ekki til lögreglunnar. „Mér fannst
nóg að fá klukkuna aftur. Þetta var
bara eitthvert fyllerísrugl og maður-
inn skammaðist sín greinilega.“
Fabio var tekið sem hetju þegar
hann sneri aftur með klukkuna og
klöppuðu gestir Ölstofunnar honum
lof í lófa. Sjálfur gerir hann þó lítið
úr afreki sínu. „Ég sá bara að hann
var með klukkuna og ákvað að ná
henni aftur. Þetta var ekkert stór-
mál.“
Klukkan er nú komin aftur á sinn
stað upp á vegg og þurfa gestir
Ölstofunnar því ekki að hafa áhyggj-
ur af því að sitja of lengi fram eftir
við ölið. bergsteinn@frettabladid.is
Tímaþjófur á Ölstofunni
ÖLSTOFA KORMÁKS OG SKJALDAR Barnum er lokað klukkan eitt á virkum dögum en klukkan fimm um helgar. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
KLUKKA STAÐARINS Úrverk Ölstofunnar
mun ekki vera sérstaklega dýrt en gerir
tilætlað gagn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Hin nýgiftu
Nicole Kidman
og Keith Urban
hafa ákveðið að
setjast að í
heimabæ
Urbans, Nash-
ville í Bandaríkj-
unum vegna þess
að þau telja sig
fá meiri frið
fyrir fjölmiðlum
þar en annars
staðar. Ekki var
það samt alveg
raunin á þjóðhá-
tíðardag Banda-
ríkjamanna, 4. júlí, þegar skötuhjúin
fóru á útsýnispall í áðurnefndum bæ
og voru að horfa á flugeldasýningu.
Margmennið sem þar var saman-
komið endaði með því að snúa baki í
flugeldana og taka aðeins myndir af
þeim hjónum. Urban og Kidman
giftu fyrir stuttu í Ástralíu.
Æstir
aðdáendur
KIDMAN OG URBAN
Fengu ekki frið fyrir
æstum aðdáendum
á þjóðhátíðardag
Bandaríkjamanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP