Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 70
50 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu er nú metið það 107. besta í
heiminum af Alþjóðaknattspyrnu-
sambandinu, FIFA. Skiptar skoð-
anir erum téðan styrkleikalista en
mörgum finnst að hann gefi ekki
rétta mynd af styrkleika landsliða
í heiminum. Einn þeirra er Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, en
aldrei áður hefur Ísland fallið fyrir
neðan 100. sæti listans.
„Ég hef aldrei haft miklar
áhyggjur af þessum lista og tek
aldrei mark á honum,“ sagði Egg-
ert við Fréttablaðið í gær. „Þar að
auki sá ég að það stæði til að breyta
þeim forsendum sem listinn er
reiknaður á en ég veit ekki hvernig
það mál stendur. En það segir
vissulega ákveðna sögu að lið falla
niður þennan lista án þess að spila
nokkurn leik.“
Það er vissulega rétt, Ísland
hefur ekki spilað landsleik fyrr en
það tapaði fyrir Trínidad og Tób-
agó í lok febrúar síðastliðnum en
næsti leikur liðsins verður gegn
Spáni þann 15. ágúst á Laugardals-
velli.
Ísland er þó ekki eina landið
sem fellur niður listann án þess að
spila leik. Dæmi eru um aðrar Evr-
ópuþjóðir sem taka stór stökk
niður á við, svo sem Færeyjar og
San Marínó sem hvor falla um 30
sæti. Lúxemborg datt niður um 41
sæti.
Átta Evrópuþjóðir eru neðar á
listanum en Ísland og hlýtur það að
segja sína sögu, hvaða skoðun sem
menn hafa á listanum. En Eggert
segir það ekki tilefni til að spila
fleiri landsleiki. „Ég hef oft sagt
að vináttuleikir hafi ekki mikla
þýðingu og þar að auki er áhuginn
á þeim oft mjög takmarkaður. En
það má alltaf deila um þetta. Mér
finnst til að mynda það hafa reynst
mjög vel þegar landsliðið hefur
spilað á litlum mótum yfir vetrar-
tímann og þá með leikmönnum
sem eiga ekki alltaf fast sæti í lið-
inu. En ég gef ekki mikið fyrir að
spila vináttulandsleiki bara til að
spila vináttulandsleiki. Og ég gef
enn minna fyrir þennan FIFA-
lista.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
FORMAÐURINN OG ÞJÁLFARINN Eggert Magnússon formaður KSÍ og Eyjólfur Sverrisson
landsliðsþjálfari karla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Íslenska landsliðið aldrei neðar
Nýr styrkleikalisti FIFA var gefinn út í gær og er íslenska landsliðið í 107. sæti listans. Eggert Magnússon,
formaður KSÍ, segist aldrei hafa tekið mikið mark á þessum lista og það breytist ekki nú.
NÆSTU LIÐ FYRIR OFAN ÍSLAND
ÞAU 20 LIÐ SEM ERU Í SÆTUM 86-106:
OMAN, ÍRAK, KÍNA, SAMEINUÐU ARABÍSKU
FURSTADÆMIN, NORÐUR-KÓREA, KÝPUR,
ALSÍR, BAREIN, MIÐBAUGSGÍNEA, GABON,
KÚBA, JÓRDANÍA, ÚGANDA, KÚVÆT, EÞÍÓPÍA,
GRÆNHÖFÐAEYJAR, RÚANDA, BOTSVANA,
ARMENÍA, BENÍN.
EFSTU LIÐ FIFA-LISTANS
SÆTI LIÐ BREYTING
1. BRASILÍA 0
2. ÍTALÍA +11
3. ARGENTÍNA +6
4. FRAKKLAND +4
5. ENGLAND +5
6. HOLLAND -3
7. SPÁNN -2
8. PORTÚGAL -1
9. ÞÝSKALAND +10
10. TÉKKLAND -8
11. NÍGERÍA 0
12. KAMERÚN +3
13. SVISS +22
14. ÚRÚGVÆ +8
15. ÚKRAÍNA +30
16. BANDARÍKIN -11
17. DANMÖRK -6
18. MEXÍKÓ -14
19. PARAGVÆ +14
20. FÍLABEINSSTRÖNDIN +12
FÓTBOLTI Hafnfirðingurinn Hannes
Þ. Sigurðsson var á skotskónum
fyrir Stoke City í fyrradag er liðið
vann Chester 2-0 í æfingaleik.
Hannes skoraði annað mark sinna
manna í leiknum. Stoke hélt í gær
til Austurríkis í æfingaferð.
- esá
Æfingaleikur hjá Stoke:
Hannes skoraði
HANNES Þ. SIGURÐSSON Skoraði fyrir Stoke
City í æfingaleik. NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Unglingalandsliðsmað-
urinn Hafþór Björnsson hefur
gengið til liðs við úrvalsdeildar-
liðs KR í körfubolta en hann lék
með liði FSu á síðasta ári. Hafþór
er uppalinn í Breiðabliki en ákvað
að leika með KR-ingum á næstu
leiktíð. Hann átti við meiðsli að
stríða í vetur og var af þeim sökum
lengi frá. - esá
Körfuboltalið KR styrkir sig:
Hafþór til KR
Ólafur Ingi Skúlason hefur nú jafnað
sig á krossbandaslitum í hné sem hann
varð fyrir í leik með enska 2. deildarfé-
laginu Brentford í ágúst síðastliðnum.
Það var einn af hans fyrstu leikjum
með félaginu en hann hefur nú náð sér
að fullu.
„Ég hef verið að æfa á fullu með
félaginu og spilaði um daginn minn
fyrsta leik í ellefu mánuði,“ sagði Ólafur
við Fréttablaðið í gær. „Eins og staðan
er í dag gengur allt vel og ekkert sem
er í rauninni að angra mig. Ég þarf bara
halda áfram að byggja mig upp. Það
vantar kannski aðeins upp á leikformið
hjá mér en það kemur vonandi til á
undirbúningstímabilinu.“
Ólafur segir að ellefu mánuðir séu
óvenjulega langur tími fyrir meiðsli af
þeim toga sem hann hlaut
en bæði hann og þjálfarar
liðsins voru sammála um að
það væri betra að flýta sér
hægt og vera þá orðinn 100
prósent klár í upphafi
nýs tímabils. En skyldi
hann bera sig öðruvísi
eftir meiðslin?
„Nei, í sjálfu
sér ekki. Ég er svo
sem ekkert að
henda mér í allar
tæklingar en það
á við alla leikmenn
enda vilja allir vera heilir
í upphafi tímabilsins. Ég
gleymi þessu um leið og
ég er kominn inn á völlinn
og er það mjög þægilegt.“
Þegar Ólafur kom til félagsins þá var
Martin Allen knattspyrnustjóri liðsins
en hann hætti í vor eftir að liðinu
mistókst að vinna sér sæti í ensku
1. deildinni. Allen hafði miklar
mætur á Ólafi Inga og var
einna fyrstur manna að votta
Ólafi samúð sína þegar
hann meiddist í haust.
Við liðinu er tekinn
Leroy Rosenior sem var
áður þjálfari 3. deildar-
liðsins Torquay í fjögur
ár. Ólafur er ánægður
með eftirmann Allens
og segir hann leggja
áherslu á leikstíl sem
henti honum vel.
ÓLAFUR INGI SKÚLASON: Á FULLRI FERÐ EFTIR KROSSBANDASLIT
Spilaði fyrsta leikinn í 11 mánuði
> Akureyri handboltafélag
Ekki er enn búið að binda alla lausa
enda í sameiningu handknattleiksliða
Þórs og KA fyrir næsta tímabil. Þau mál
eru þó öll á lokastigi og er ný reiknað
með að allt verði komið á hreint í næstu
viku. Allt útlit er fyrir að þetta sameigin-
lega lið muni einfaldlega heita Akureyri
líkt og bæjarfélagið og þá segja sögur
að litur búningsins verði í takt við skjald-
armerki
Akureyr-
ar. Rúnar
Sigtryggs-
son mun
líklega
þjálfa
Akureyri
handbolta-
félag.
Marko Pavlov til Mallorca
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn
Marko Pavlov er genginn í raðir
spænska liðsins Mallorca en hann hefur
skrifað undir eins árs unglingasamning
við félagið. Marko er átján ára og hefur
verið búsettur hér á landi í átta ár.
FÓTBOLTI Valur og ÍA hefja í dag
leik í forkeppni UEFA-bikarkeppn-
innar þegar þau mæta dönsku lið-
unum Bröndby og Randers ytra.
Valsmenn mæta liði Bröndby sem
er vitanlega fornfrægt félag og
hefur gengið hvað best af dönsk-
um liðum í Evrópukeppninni.
Mörgum er enn í fersku minni
þegar liðið sló Liverpool úr UEFA-
bikarkeppninni árið 1994 en und-
anfarin ár hefur liðið ekki átt jafn
góðu gengi að fagna og til að mynda
mistekist að vinna sér þátttökurétt
í aðalkeppni Meistaradeildarinn-
ar.
Þjálfari liðsins er René Meul-
ensteen en hann tók við liðinu í vor
af Michael Laudrup eftir að liðinu
mistókst að verja meistaratitil
sinn og lenti í 2. sæti deildarinnar.
„Það er klárt mál að þeir eru
líklegri til sigurs á heimavelli og
við þurfum fyrst og fremst að verj-
ast vel,“ sagði Willum Þór Þórsson
í gær. „En það eru allir heilir og ég
hlakka til leiksins.“
ÍA mætir Randers sem vann
heldur óvænt dönsku bikarkeppn-
ina í vor en liðið lék þá í 1. deild-
inni og vann sér svo sæti í úrvals-
deildinni.
„Við vitum svo sem ekki mikið
um liðið en úrslit FH í Eistlandi
gefa okkur byr undir báða vængi,“
sagði Arnar Gunnlaugsson þjálf-
ari. „Það eru allir heilir, meira að
segja ég og Bjarki og þá er mikið
sagt,“ bætti Arnar við í léttum
tón. - esá
Bikarmeistarar Vals og ÍA í eldlínunni:
Valur og ÍA spila í
Danmörku í dag
SPILA Í DANAVELDI Í DAG Frá leik Vals og ÍA í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL