Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 73
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 53 �������� FÓTBOLTI Alþjóðaknattspyrnusam- bandið FIFA hefur ákveðið að aflétta banninu sem það setti á Grikkland í síðustu viku. Sam- kvæmt því banni átti að meina Grikklandi allri þátttöku í mótum á vegum FIFA og UEFA, bæði lands- liðinu og grískum félagsliðum. Ástæðan var sú að ríkisstjórn landsins var talin hafa of mikil áhrif innan knattspyrnuhreyfing- arinnar í landinu. Bannið var sett í síðustu viku en því hefur þegar verið aflétt eftir að gríska þingið ákvað að hætta afskiptum sínum af knattspyrnu- málum. „Reglurnar í Grikklandi eru nú í samræmi við reglur FIFA og UEFA, því hefur banninu verið aflétt,“ sagði í fréttatilkynningu frá FIFA. - egm Gleðitíðindi fyrir Grikkland: Banninu aflétt GRIKKLAND Fær að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA.NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í fyrradag var það kunn- gjört að Leo Beenhakker hafði verið ráðinn landsliðsþjálfari Pól- lands en hann stýrði liði Trínidad og Tóbagó á HM í sumar en íslenska landsliðið mætti liðinu í febrúar síðastliðnum í Lundúnum. Við starfi hans tekur aðstoðarþjálfar- inn Wim Rijsbergen en hann lék með hollenska landsliðinu á HM 1974. - esá Beenhakker til Póllands: Rijsbergen tek- ur við af Leo FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse gekk í gær frá láns- samningi við Marseille í heima- landi sínu. Líklegt er að Cisse skrifi síðan undir annan samning við Marseille sem er líklegt til að borga Liverpool átta milljónir punda fyrir kappann, eftir tímabilið. „Þetta er mjög gott fyrir Dji- bril af því hann þarf að fá að spila. Það mun henta honum vel að fara aftur til Frakklands,“ sagði Rafael Benítez, stjóri Liverpool, um Cisse. Hann kostaði Liverpool fjórtán milljónir punda þegar hann kom frá Auxerre en hefur verið óheppinn með meiðsli og meðal annars fótbrotnað í tvígang. Hann getur byrjað að spila aftur í október þar sem hann er enn að jafna sig af seinna brotinu. Liverpool er talið vera nálægt því að klófesta Daniel Alves, leik- mann Sevilla, sem er hægri kant- maður. Þá má leiða líkur að því að Benítez snúi sér að hollenska sókn- armanninum Dirk Kuyt, sem hann hefur lengi haft augastað á. - hþh Djibril Cisse: Lánaður til Marseille CISSE OG FRÚ Yfirgefa hér Elysee-torgið í París, eftir heimkomu franska landsliðsins frá HM, með Thierry Henry í baksýn. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Franski knattspyrnumað- urinn Zinedine Zidane hélt blaða- mannafund í gærkvöldi þar sem hann ræddi hið umdeilda atvik í úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar þegar hann skallaði hinn ítalska Marco Materazzi í bring- una og fékk að líta rauða spjaldið. Zidane vildi ekki segja nákvæm- lega frá því hvað það var sem Mat- erazzi sagði sem varð til þess að hann brást svona við en sagði að það hefði verið mjög alvarlegt og snert móður hans og systur. „Ég reyndi að hlusta ekki á hann en hann endurtók þetta aftur og aftur. Viðbrögð mín eru óafsak- anleg en ég er enn á þeirri skoðun að Materazzi sé sá seki. Ég vil nota tækifærið og biðja öll börn sem urðu vitni að þessu afsökunar, svona á ekki að hegða sér,“ sagði Zidane á fundinum en þrátt fyrir atvikið var hann valinn maður heimsmeistarakeppninnar. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur reynd- ar gefið það í skyn að svo gæti farið að Zidane missi þann titil vegna hegðunar sinnar. Materazzi sjálfur vill ekki gefa upp hvað hann sagði við Zidane en segir að það hafi verið ummæli sem fótboltamenn eigi að vera vanir að heyra í nánast hverjum leik. Á blaðamannafundinum í gær sagði Zidane að þetta atvik hefði ekki átt sér lengri aðdraganda og samskipt- in milli þeirra tveggja hefðu hafist örfáum sekúndum áður en hann skallaði Materazzi í bringuna. BBC fékk til sín varalesara til að skoða upptöku af atvikinu og er niðurstaða hans sú að Materazzi á að hafa sagt við Zidane: „Þú ert sonur hryðjuverkahóru,“ og hafa nokkrir aðrir varalesarar haldið því sama fram. Þá halda sumir fjölmiðlar því fram að Materazzi hafi sagt: „Ég gerði þetta bara eins og mamma þín vill hafa það,“ eftir að hafa klipið í geirvörtu franska leikmannsins. Materazzi hefur neitað báðum þessum ummælum en hann missti móður sína þegar hann var fjórtán ára gamall. elvargeir@frettabladid.is Zidane baðst afsökunar Zinedine Zidane sagði ekki nákvæmlega frá því í gær hvað Marco Materazzi sagði við hann í úrslitaleik HM. Hann baðst þó afsökunar á hegðun sinni. ZIDANE Er hér á blaðamannafundinum í gær með atvikið í baksýn en hann segir að Mater- azzi hafi látið alvarleg orð falla um móður sína og systur.NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.