Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 78

Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 78
 13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Mumbai á Indlandi. 2 Syd Barrett. 3 Snædís Guðnadóttir. LÁRÉTT 2 teikniblek 6 dreifa 8 X 9 heyskaparam- boð 11 tveir eins 12 gabba 14 nuddast 16 einnig 17 arinn 18 fát 20 gangþófi 21 traðkaði. LÓÐRÉTT 1 lofttegund 3 utan 4 seinasti 5 niður 7 frammistaða 10 titill 13 flan 15 fita 16 margsinnis 19 eldsneyti. LAUSN LÁRÉTT: 2 túss, 6 sá, 8 tíu, 9 orf, 11 ðð, 12 narra, 14 núast, 16 og, 17 stó, 18 fum, 20 il, 21 tróð. LÓÐRÉTT: 1 óson, 3 út, 4 síðasti, 5 suð, 7 árangur, 10 frú, 13 ras, 15 tólg, 16 oft, 19 mó. opið alla laugardaga 11-14 Á GRILLIÐ! NÝR HUMAR, LÚÐA, VILLTUR LAX, SKÖTUSELUR og KEILA Á grillið! Nýr humar, lúða, sólþurrkaður saltfi skur, skötuselur og keila. www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví ku rv e g u r 6 4 , H af n ar fj ö rð u r. Fyrir hornið… „Samkvæmt innanbúðarmanni okkar hjá Zidane er hann miður sín yfir þessu og niðurbrotinn maður,“ segir Sigurjón Sighvatsson sem frumsýndi nýstárlega heimildarmynd um knatt- spyrnukappann fyrr á þessu ári. Fátt hefur vakið jafn mikla athygli og rauða spjaldið sem Zidane fékk þegar hann skallaði ítalska varnarjaxlinn Mater- azzi í úrslitaleik heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu. Kvikmyndin um Zidane er á margan hátt mjög óvenjuleg en hún gerist á rauntíma, í leik Real Madrid og Villarreal. Hið merkilega er að þar fær Frakk- inn einnig að líta rauða spjaldið eftir að hafa lent í útistöðum við Quique Alvarez, leikmann Villar- real. „Því verður ekki neitað að þetta atvik í Þýskalandi hefur aukið áhugann á myndinni,“ útskýrir Sig- urjón.,Þrátt fyrir að leika mjög framar- lega á vellinum hefur Zidane fengið fjórtán rauð spjöld á ferlinum en Sigur- jón segir að sín fyrstu kynni af honum bendi alls ekki til þess að hann sé ein- hver skapofsamaður. „Þetta er mjög feiminn en um leið yfirvegaður maður með mikið keppnisskap,“ segir Sigurjón og bætir við að Zid- ane sé ákaflega stoltur af þessari mynd. „Hann hefur gefið okkur loforð um að kynna myndina með okkur í september og ég veit ekki betur en að það standi.“ - fgg Zidane er niðurbrotinn maður AUKIN ATHYGLI Sigurjón getur ekki neitað því að atvikið í Þýskalandi hafi aukið áhugann á heimildarmyndinni um Zidane. SKAPMAÐUR Zidane hefur fengið fjórtán rauð spjöld á sínum ferli og í heimildarmyndinni fær hann að líta eitt slíkt eftir útistöður við Quique Alvarez. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Barbiedúkka í íslenskum peysu- fötum er til sölu á uppboðsvefn- um e-bay. Dúkkan var framleidd árið 1986 og er hluti af Heims- dúkkusafni Mattel-framleiðand- ans. Dúkkan er í upprunalegum umbúðum sem hafa aldrei verið opnaðar. Að neðan er íslenska barbie- dúkkan í bláu pilsi og með hvíta svuntu en að ofan í hvítri skyrtu og bláum upphlut. Á höfði ber hún bláa skotthúfu. Auk dúkk- unnar fylgir landslagsvegg- mynd, kort og ferðahandbók af Íslandi, peningar, passi og flug- miðar fyrir dúkkuna góðu í pakk- anum. Um þrjúleytið í gær var hæsta boð í dúkkuna 25 dollarar, sem samsvarar tæpum tvö þúsund krónum en frestur til að bjóða í dúkkuna rennur út um klukkan hálf sjö í kvöld. Íslensk barbie- dúkka á e-bay ÍSLENSK BARBIE Barbiedúkkan í peysufötun- um sem er til sölu á e-bay. HRÓSIÐ ...fær Atli Guðnason, leikmaður FH, sem skoraði mark og tryggði FH 3-2 sigur á TMVMK Tallinn í sínum fyrsta Evrópuleik. Klukkurnar sem staðið hafa við Hlemm eru horfnar. Ástæðan er einföld: „Klukkurnar voru ónýt- ar og við tókum þær niður. Úrverkið í þeim var úr sér geng- ið,“ segir Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri farþegaþjónustu Strætó bs, sem sér um rekstur- inn á Hlemmi. Hinar þríhyrndu klukkur sem gnæft hafa yfir torginu við Hlemm og mælt tímann í næst- um þrjá áratugi hafa ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið. „Klukkurnar hafa verið meira og minna bilaðar síðustu ár. Þær hafa í raun gengið minna en meira,“ segir Þórhallur deildar- stjóri. „Þegar þær gengu gengu þær sitt á hvað. Það var aldrei hægt að treysta á þær.“ Í stað klukknanna í turninum voru settar upp þrjár stafrænar klukkur innandyra. Gömlu klukkurnar í turninum eru hins vegar komnar í geymslu í stöðv- um Strætó bs. við Kirkjusand og alls óvíst hvað verður um þær. „Ég veit ekki hvað verður um klukkurnar en ég reikna alla- vega ekki með því að við setjum þær aftur upp. Ef eitthvað annað kemur í staðinn verður það að vera huggulegra,“ segir Halldór hjá Strætó bs. „Það er nefnilega betra að vera klukkulaus en með vitlausa klukku.“ Klukkurnar við Hlemm voru settar upp í kringum 1975 þegar Strætisvagnar Reykjavíkur, betur þekktir sem SVR, tóku yfir húsnæðið við Hlemm. Síðan þá hefur fyrirtækið fengið nýtt nafn. Það er því óhætt að segja að klukkurnar sem staðið hafa við Laugaveg 107 muni tímana tvenna. kristjan@frettabladid.is BREYTINGAR VIÐ HLEMM: KLUKKURNAR ÚR SÉR GENGNAR Betra að vera klukkulaus en með vitlausa klukku GRÍMUR BRANDSSON Bendir á turninn þar sem klukkan var. Grímur vann á sínum tíma við að setja upp klukkuna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRÉTTIR AF FÓLKI Innan tíðar er von á fjölgun í fjölskyldu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Tinna Ólafsdóttir, dóttir hans, á von á öðru barni sínu með eiginmann- inum Karli Pétri Jónssyni, sem starfar sem fulltrúi forstjóra Dagsbrúnar. Fyrir eiga þau hjóna- kornin dóttur- ina Katrínu Önnu sem er þriggja ára. Tinna er sögð vera komin rúmlega fjóra mánuði á leið og hafa þau til- kynnt sínum nánustu um þungunina. Karl Pétur vildi ekki ræða þetta við Fréttablaðið í gær, sagði ein- faldlega að hann ræddi ekki einkamál fjölskyldu sinnar í fjölmiðlum. Tónlistarmaðurinn Sverrir Storm-sker er staddur á Íslandi um þessar mundir. Af og til hafa birst fréttir í fjölmiðlum af ferð Sverris um Asíu en þar hefur hann verið síðasta árið eða þar um bil. Þetta mun þó verða stutt stopp því Sverrir ætlar aftur út til Taílands bráðlega. Í Taílandi hefur hann náð sér í þarlenda konu sem hyggst flytjast með honum til Íslands innan tíðar. Magni Ásgeirsson söng öðru sinni í Rockstar: Supernova aðfaranótt miðvikudags, að þessu sinni í beinni útsendingu á Skjá einum. Magni söng My Generation sem The Who gerðu frægt. Flutningur Magna mæltist mis- jafnlega vel fyrir hjá Supernova-hljóm- sveitinni. Þannig var Jason Newsted ánægður með drenginn en Tommy Lee var ekki nógu sáttur. Miklar umræður eru um frammistöðu söngvaranna á spjallborði þáttarins og þar hefur meðal annars verið stofnaður þráður þar sem Magna er spáð sigri. Skiptar skoðanir eru um þetta, eins og lesa má á heima- síðunni rockstar.msn. com. - hdm

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.