Fréttablaðið - 13.07.2006, Page 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
����������
����������
TRAUSTUR FERÐAFÉLAGIEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR
Á FERÐ
OG FLUGI
‒ með ferðatösku frá FAXE
FERÐAFRELSI
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
29
08
07
/2
00
6
Taktu Frelsið með í ferðina.
Ferðafrelsið virkar alveg eins og
Frelsið þitt hér heima!
Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga
eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í
Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum.
Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar.
Ég er ákaflega skapgóður maður að eðlisfari. Ég reyni yfirleitt
að vera elskulegur við fólk og gefa
því tíma minn. Ef ég er eitthvað
lumpinn eða illa fyrirkallaður þá
hringi ég gjarnan í fólk og bið það
fyrirgefningar eða útskýri fyrir
því. Flestir vina minna eru eins.
En þó ekki allir.
Í gegnum tíðina hef ég eignast
nokkra vini og kunningja sem eru
mislyndir. Eina stundina eru þeir
hvers manns hugljúfi en þá næstu
kannski eins og snúið roð í hund.
Þeir leyfa sér að vera leiðinlegir
og láta eins og það sé allt í lagi og
skipti hreinlega ekki máli. Þegar
ég hitti þá þá fæ ég gjarnan kvíða
vegna þess að ég veit ekki hvernig
skapi þeir eru í þá stundina.
ÉG á einn vin sem ég hitti nokkuð
reglulega. Hann er yfirleitt elsku-
legur og ljúfur. En svo getur hann
líka verið fálátur, afundinn og
hranalegur og þá líður mér eins og
ég sé ekki vinur hans heldur
einhver sem hann þolir hreinlega
ekki. En það er alls ekki málið.
Fleiri hafa sömu sögu að segja.
Stundum lætur hann bara skap
sitt og fýlu bitna á öðrum. Hann
einfaldlega notar aðra til að fá
útrás á þeim.
MÉR líður oft illa eftir þessi sam-
skipti. Ég velti því stundum fyrir
mér hvort ég hafi gert honum eitt-
hvað. Stundum fýkur hreinlega í
mig.
ÉG hef haft langlundargeð gagn-
vart þessu fólki og umborið það á
þeim forsendum að það væri bara
svona. Ég hef varið það fyrir gagn-
rýni annarra og leyft því að nota
mig vegna þess að mér fannst ég
ekki eiga neitt betra skilið. En
ekki lengur. Ég er hættur því. Ég
hef ekki þörf fyrir að eiga vini
sem láta mér líða eins og ég sé
hálfviti. Mér finnst of vænt um
mig til að leyfa einhverjum
egóistum að koma illa fram við
mig. Þetta er ekki vinátta. Ef fólki
finnst í lagi að vera leiðinlegt við
mig eða mína þá er það einfald-
lega ekki vinir mínir.
TÍMINN er dýrmætur. Ég hef
ekki tíma í svona samskipti. Ég
nenni ekki einu sinni að segja
þessu fólki hvað það er leiðinlegt.
Ég vil ekki eyða tíma í það. Heim-
urinn er fullur af elskulegu fólki
sem er ekki að kafna í naflalónni
af sjálfu sér. Og mig langar að
eyða meiri tíma með því. Ég þakka
því öllum leiðindapokum og sér-
viskupúkum fyrir samfylgdina í
gegnum árin. Gangi ykkur vel.
Mislyndi