Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 2
2 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
SAMSKIPTI Í rannsókn sem gerð var
á heilsu og lífskjörum skólabarna
nú í vor kemur í ljós að 32,4 pró-
sent unglinga í 10. bekk hafa haft
samfarir. Þetta hlutfall er hæst á
Suðurnesjum, Suðurlandi og Vest-
fjörðum, um 40 prósent en lægst
um 28 prósent í nágrenni Reykja-
víkur. Í Reykjavík er þetta hlutfall
rétt um landsmeðaltal.
Þóroddur Bjarnason, einn
skýrsluhöfunda og prófessor í
félagsfræði við Háskólann á Akur-
eyri, segir það vekja athygli hversu
mikill munur sé á kynhegðun ungl-
inga eftir landshlutum. „Það geta
verið margvíslegar ástæður fyrir
þessu mynstri. Kynhegðun ungl-
inga mótast að vissu marki af hefð-
um, venjum og viðhorfum sem
ríkja í því samfélagi sem þau alast
upp í.“
Í rannsókninni kemur einnig
fram að um 29 prósent stráka og 36
prósent stelpna í 10. bekk hafa haft
samfarir en hlutfall stelpnanna er
með því hæsta í Evrópu. Sóley
Bender, dósent við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands segir
þessar tölur um kynhegðun ungl-
inga ekki koma sér á óvart en bætir
við að í ljósi umfjöllunar um eftir-
litslausa unglinga á útihátíðum
undanfarið sé ekki úr vegi að geta
þess að áfengisnotkun tengist
áhættuþáttum varðandi kynlíf. - hs
Hlutfall þeirra sem stunda kynlíf í 10. bekk hæst á Suðurnesjum og Vestfjörðum:
Fleiri stelpur hafa sofið hjá
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
HVALVEIÐAR Mikil eftirspurn er á
Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn
Gunnars Bergmanns Jónssonar,
framkvæmdastjóra Félags hrefnu-
veiðimanna. „Við bjóðum núna
upp á bæði reykt og kryddlegið
hrefnukjöt og satt að segja óraði
okkur ekki fyrir því að fólk yrði
svona æst í þetta.“ Gunnar segir
að félagið hafi haldið í mikla mark-
aðssetningu á hrefnukjöti í fyrra
sem sé að skila sér núna.
Hrefnuveiðitímabilið hófst 13.
júní og hafa alls átján hrefnur
verið veiddar af þeim fimmtíu
sem sjávarútvegsráðuneytið gaf
leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu
tímabili. Í dag eru fjögur skip að
veiðum, tvö fyrir sunnan land og
tvö fyrir norðan.
Rannsóknaráætlun Hafrann-
sóknarstofnunar, sem hófst árið
2003, felur í sér veiðar á 200 hrefn-
um og gert er ráð fyrir að áætlun-
inni ljúki á næsta ári. Meginmark-
mið áætlunarinnar er að afla
grunnþekkingar á fæðuvistfræði
hrefnu en auk rannsókna á fæðu-
samsetningu með greiningu maga-
innihalds verður aflað annarra
gagna sem nauðsynleg eru til að
meta afrán tegundarinnar á hinum
ýmsu fæðutegundum.
Félag hrefnuveiðimanna var
fengið sem verktaki til að sjá um
þessar vísindaveiðar en enginn
annar hefur leyfi til að veiða
hrefnur.
Konráð Eggertsson, skipstjóri
á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sig-
urðsson IS14, er ekki viss um að
það náist að klára kvótann áður en
veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst.
„Veiðar ganga þokkalega en það
hefur þó verið bræla meirihlutann
af tímabilinu. Ef svipað ástand
helst áfram þá er ekki ólíklegt að í
kringum 35 hrefnur muni veið-
ast.“ Konráð segir þetta þó geta
gengið skarpt þegar fjórir bátar
eru að í einu og veður helst gott.
sdg@frettabladid.is
Óvíst hvort náist að
veiða hrefnukvótann
Alls hafa átján hrefnur verið veiddar á veiðitímabilinu sem lýkur 4. ágúst. Óvíst
er hvort náist að fullnýta kvótann sem er 50 dýr. Markaðssetning á hrefnukjöti
er að skila árangri að sögn framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna.
HVALKJÖT ER KOMIÐ Í VERSLANIR VÍÐA UM LAND Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri
Félags hrefnuveiðimanna og Árni Nílsson, kjötiðnaðarmaður.
SAMSKIPTI KYNJANNA Það vekur athygli hversu mikill munur er á kynhegðun unglinga eftir
landshlutum.
LÍBANON Flugvirkjarnir sem eru
staddir í Beirút á vegum Atlanta
þurftu í gærmorgun að færa sig á
hótel lengra frá flugvellinum af
ótta við árásir Ísraelsmanna á
flugvöllinn sem héldu áfram í gær.
Aukin harka hefur færst í hernaðar-
aðgerðir þeirra í suðurhluta
Líbanon, sem hófust seinasta mið-
vikudag.
Mennirnir, þrír Íslendingar og
Belgi, eru í Beirút vegna viðhalds
á Airbus-þotu í eigu Atlanta flug-
félagsins. Þeir hafa haldið kyrru
fyrir á hótelherbergjum síðan
árásirnar hófust, en lokað hefur
verið fyrir flug og siglingar til og
frá Líbanon.
Fjöldi Líbana reynir nú að yfir-
gefa landið og hefur mikil örtröð
myndast við landamærin inn í Sýr-
land, einu færu leiðina út úr land-
inu.
Í gærkvöld höfðu alls 73 Líban-
ar farist í átökunum, nær allir
óbreyttir borgarar, og 12 Ísraelar,
þar af fjórir óbreyttir borgarar.
Eru þetta hörðustu árásir
Ísraelshers gegn Líbanon í 24 ár,
og er herinn að reyna að útrýma
Hezbollah samtökunum í hefndar-
skyni, en meðlimir samtakanna
tóku tvo ísraelska hermenn hönd-
um fyrr í vikunni. Herinn gerði
árásir á höfuðstöðvar samtakanna
í gær og í kjölfarið lýsti Hassan
Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, yfir
stríði á hendur ísraelsku þjóðinni.
Jafnframt hafa meðlimir Hez-
bollah neitað að sleppa hermönn-
unum.
Utanríkisráðuneytið biður
Íslendinga sem þurfa að ferðast til
Mið-Austurlanda á næstunni um
að sýna fyllstu gát og láta vita af
ferðum sínum. - smk/sþs
Hezbollah-samtökin hafa lýst yfir stríði á hendur Ísraelum í kjölfar hörðustu árása Ísraela á Líbanon í 24 ár:
Íslenskir flugvirkjar flytja vegna ótta
ÖNGÞVEITI Fjölmargir reyndu í gær að yfirgefa Líbanon vegna árása Ísraelshers, og mynd-
aðist mikið öngþveiti við landamæri Líbanons og Sýrlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SPURNING DAGSINS
Viktor, var þetta engin smá
auglýsing?
„Nei, þessi smáauglýsing var sko engin
smá augýsing.“
Viktor Urbancic er annar eigandi fyrirtæksins
Sparibíll sem auglýsti 250 milljón króna bíl í
smáauglýsingum Fréttablaðsins í fyrradag.
VIÐURKENNING Vigdís Finnboga-
dóttir, fyrrverandi forseti Íslands,
var sæmd heiðursdoktorsnafnbót
við Glasgow
Caldonian
háskólann í
Skotlandi við
hátíðlega athöfn
þann 5. júlí síð-
astliðinn.
Henni var
veitt nafnbótin
fyrir að hafa um
árabil tekið mál-
stað menningar-
innar, bæði í heimalandi sínu og á
alþjóðlegum vettvangi, og fyrir að
vera einarður talsmaður þess að
menningarleg sjálfsvitund hverrar
þjóðar auðveldi fólki að skilja
menningu annarra. Háskólinn er
sá átjándi sem sæmir Vigdísi
heiðursdoktorsnafnbót. - sþs
Vigdís Finnbogadóttir:
Sæmd nafnbót
heiðursdoktors
FRÚ VIGDÍS FINN-
BOGADÓTTIR
LÖGREGLA Fjórir menn, sem hand-
teknir voru fyrir að hafa flutt á
þriðja tug kílóa af fíkniefnum til
landsins og hafa setið í gæsluvarð-
haldi frá því í apríl, munu sitja
áfram í gæsluvarðhaldi til 25.
ágúst, þegar mál þeirra fer fyrir
dómstóla.
Þrír mannanna fjögurra, sem
voru þrír Íslendingar og einn Hol-
lendingur, voru handteknir á skír-
dag í vöruhúsi á Krókhálsi þegar
þeir voru að fjarlægja efnin,
fimmtán kíló af amfetamíni og tíu
kíló af hassi, úr bensíntanki
bifreiðar.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn segir málinu lokið af
þeirra hálfu og mennirnir bíði nú
málsmeðferðar. - sh
Bensíntankssmyglararnir:
Sæta varðhaldi
til 25. ágúst
VEÐUR Búist er við töluverðu
hvassviðri víða um land í dag að
sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar
veðurfræðings.
Sigurður býst við að vindhrað-
inn verði um átján metrar á sek-
úndu með ströndum og í námunda
við fjöll sunnan og vestan til og
enn hærri í hviðum. Hann segir
ekki glóru í því að ætla að ferðast
með hjólhýsi í svo miklum vindi
og vill beina þeim tilmælum til
eigenda hjólhýsa, fellihýsa og hús-
bíla að vera helst ekki mikið á
ferðinni um miðjan dag.
Búist er við að veður skáni í
nótt. - sh
Víða hvasst í dag:
Hjólhýsafólk
varist vindinn
Bíll út í Sogið Mikill viðbúnaður var í
gær við Sogið í Árnessýslu þar sem bíll
fór út í ána. Betur fór en á horfðist því
ökumaður bílsins komst á þurrt og var
lítið sem ekkert meiddur.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARAMÁL Búast má við töfum á
millilandaflugi næstu daga en
starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis
Icelandair sem sér um þjónustu-
störf í Leifsstöð, ætla að fara sér
hægt í vinnunni og hætta að vinna
yfirvinnu til að knýja fram kröfur
um betri laun og bætta vinnu-
aðstöðu.
Starfsfólkið lagði niður störf í
tvær klukkustundir einn sunnu-
dag í lok júní, og hlutust nokkrar
tafir af aðgerðinni. Hún var hins
vegar ólögleg og var samþykkt á
fundi á miðvikudag að hætta ólög-
legum aðgerðum og beita þess í
stað aðgerðum eins og þeim sem
hefjast í dag. - sþs
Kjarabarátta starfsmanna IGS:
Ætla að hætta
allri yfirvinnu
Þyrla hrapar Kanadísk herþyrla hrapaði
á fimmtudagskvöld undan ströndum Nova
Scotia í Kanada með þeim afleiðingum að
þrír hermenn fórust og fjórir slösuðust, þó
ekki alvarlega. Áhöfn herþyrlunnar var við
æfingar ásamt kanadísku strandgæslunni
þegar slysið varð.
KANADA