Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 4
4 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
MS drykkjarvörur í garðveisluna
MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir
af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í
handhægum umbúðum í næstu verslun.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 14.7.2006
Bandaríkjadalur 74,68 75,04
Sterlingspund 137,57 138,23
Evra 94,59 95,11
Dönsk króna 12,679 12,753
Norsk króna 11,96 12,03
Sænsk króna 10,274 10,334
Japanskt jen 0,6444 0,6482
SDR 110,21 110,87
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
130,9663
Gengisvísitala krónunnar
WASHINGTON, AP Hinn tvítugi
varnarliðsmaður, Calvin Hill, sem
grunaður er um morðið á flug-
liðanum Ashley
Turner þann 14.
ágúst á varnar-
svæðinu í Kefla-
vík, verður sótt-
ur til saka fyrir
morðið, en verj-
endur hans höfðu
reynt að fá mál-
inu vísað frá
vegna formgalla.
Hill er ákærð-
ur fyrir morð að yfirlögðu ráði,
þjófnað og ólögmæta eignaupptöku.
Einnig fyrir að setja fram ósannar
opinberar fullyrðingar, að taka sér
leyfi í heimildarleysi og koma í veg
fyrir framgang réttvísinnar.
Turner átti, viku fyrir dauða sinn,
að bera vitni gegn Hill fyrir að taka
út 2000 dollara, um 150 þúsund
krónur, af bankareikningi hennar.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
málið verður tekið fyrir. - kóþ
Morðið á Ashley Turner:
Hill verður
sóttur til saka
ASHLEY TURNER
FLUGLIÐI
ÁREKSTUR Ökumaður sendibíls
slasaðist lítillega þegar bifreiðin
sem hann ók og vörubifreið skullu
saman á Reykjanesbrautinni á
níunda tímanum í gærmorgun.
Vegfarandi olli slysinu þegar
hann gekk út á akbrautina með
þeim afleiðingum að vörubifreið
sem ók í átt að honum snarheml-
aði. Við það sveigði vörubíll sem
ók á eftir fram hjá flutninga-
bifreiðinni og lenti framan á sendi-
bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Beita þurfti klippum til að ná
manninum úr sendibílnum og var
hann fluttur til aðhlynningar á
slysadeild. Að sögn læknis eru
meiðsli hans minniháttar. - æþe
Árekstur á Reykjanesbraut:
Fótgangandi
olli árekstri
STJÓRNMÁL ,,Við erum með í við-
ræðunum,“ sagði Hermann Tómas-
son, formaður bæjarráðs Akur-
eyrar og í stóli bæjarstjóra í
fjarveru Kristjáns Þórs Júlíussonar.
Það er þvert á fullyrðingu borgar-
stjórans við blaðamann um að
Reykjavíkurborg standi ein í við-
ræðum við Landsvirkjun um kaup
ríkisins á hlut borgarinnar í fyrir-
tækinu.
„Þetta kemur mér á óvart,“
segir Hermann undrandi. Fulltrúi
ríkisins hafi haft samband við
þeirra fulltrúa um að bærinn kæmi
aftur að samningaborðinu. Hann
þekki ekki stöðuna í viðræðunum á
þessari stundu, en fulltrúinn hafi
fengið umboð til að halda söluvið-
ræðunum áfram eftir að upp úr
slitnaði síðast: „Ég held að það
hljóti að vera að söluviðræðunum
verði stillt upp saman og kláraðar
saman.“
Spurður hvort bærinn vilji setja
skilyrði í söluviðræðunum verði
Landsvirkjun einkavædd segir
Hermann það hugsanlegt: „Ég vil
ekki upplýsa þau í þessu samhengi.“
Hann sagði þó að þau væru jafnvel
önnur en borgarinnar. „Við munum
vilja koma okkar sjónarmiðum
varðandi raforkumál í landinu á
framfæri í viðræðunum.“ Ekki
standi þó á áhuganum að selja
ríkinu hlutinn: „Mér finnst ekki
eðlilegt að við séum með eignaraðild
í orkufyrirtæki á landsvísu. Hags-
munir sveitarfélagsins eiga fyrst
og fremst að nýtast íbúum þess.“
Borgarfulltrúar vinstri grænna
í Reykjavík hafa sent frá sér yfir-
lýsingu og vara við sölu borgarinnar
á eignarhlutnum í Landsvirkjun.
Salan sé liður í stefnu ríkisstjórn-
arinnar að einkavæða fyrirtækið,
og sé komin í Ráðhúsið.
Í yfirlýsingunni stendur að
flokkurinn vilji ekki liðka fyrir
einkavæðingaræði ríkisstjórnar-
innar. Hann telur að fari Reykja-
víkurborg út úr Landsvirkjun séu
verulegar líkur á að orkuverð til
Reykvíkinga stórhækki þá þegar.
Borgarfulltrúar Vinstri grænna
eru sammála Degi B. Eggertssyni,
Samfylkingu, um að tryggja
eignarhald borgarinnar á flutnings-
netinu og segja að lokum að sú tíð
geti komið að borgin losi um eignar-
hald í Landsvirkjun: „En það má
ekki verða á forsendum einkavina-
væðingar mikilvægrar samfélags-
legrar þjónustu, verðmats sem er
fjarri öllu lagi, eða skammtíma-
hagsmuna.“ gag@frettabladid.is
Undrast ef borgin
semur án Akureyrar
Formaður bæjarráðs Akureyrar hélt að Reykjavíkurborg og bærinn stæðu
saman í viðræðum um sölu á hlutunum í Landsvirkjun. Vinstri grænir
mótmæla því að borgin selji ríkinu, því fyrirtækið verði þá einkavætt.
FRAMKVÆMDIR Sprungur komu í
þriðju stærstu stíflu veraldar,
sem er í suðurhluta Brasilíu, eftir
að byrjað var að fylla hana af
vatni, með þeim afleiðingum að
allt vatnið flæddi úr stíflunni.
Stíflan er sömu gerðar og sú sem
verið er að reisa á Kárahnjúkum.
Campos Novos stíflan er 202
metra há og er grjótstífla með
steyptri forhlið, eins og stíflan
sem er í byggingu á Kárahnjúk-
um. Sigurður Arnalds, kynningar-
stjóri Kárahnjúkavirkjunar segist
hafa heyrt af málinu.
„Ég hef heyrt af því að stífla í
Brasilíu hafi á sínum fyrstu stig-
um, þegar fyllingin hafi verið að
ná endilegri þjöppun með sigi, þá
hafi forhliðin sprungið.
Allar stíflur síga bæði á meðan
þær eru byggðar og fyrst þar á
eftir til að ná fullri þjöppun. Ég
þekki málavexti ekki mjög vel en
mér skilst að við sig þessarar
stíflu í Brasilíu hafi steypti flek-
inn skriðið til og í hann hafi komið
sprunga.
Það eina sem ég veit er að
hönnuðir Kárahnjúkastíflu fylgj-
ast með því sem gerist í heimin-
um með svona stíflur. Þeir hafa
skoðað það mjög gaumgæfilega
hvernig stíflan sígur og hafa sér-
stök ráð til að fyrirbyggja að
svona fari.“ - sh
Stífla í Brasilíu sem er sömu gerðar og Kárahnjúkastífla:
Sprunga kom í stífluvegginn
UNNIÐ VIÐ STÍFLUNA Hér má sjá stífluna á
Kárahnjúkum, en að sögn Sigurðar Arnalds
hafa hönnuðir stíflunnar sérstök ráð til að
hindra óhöpp.
HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSVIRKJUNAR
Hlutur Akureyringa í Landsvirkjun verður einnig seldur rétt
eins og hlutur Reykvíkinga. Vinstri grænir í borginni eru á móti
sölunni þrátt fyrir að ríkið kaupi af borginni, því salan sé liður
í einkavæðingarferli ríkisstjórnarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BORGARMÁL Borgarráð hefur
ákveðið að halda áfram með
hugmyndasamkeppni um heildar-
skipulag Vatnsmýrarinnar.
Úrskurðarnefnd útboðsmála
ógilti fyrra útboð þar sem það
samrýmdist ekki reglugerð um
opinber innkaup á Evrópska
efnahagssvæðinu að nota tvær
leiðir í útboði. Önnur var undir
nafnleynd og hin undir nafni.
Dómnefnd verður falið að
útbúa ný keppnisgögn, þar sem
tekið verður mið af úrskurðinum.
Með ákvörðuninni er tekið af
skarið um að heildarskipulag muni
liggja fyrir áður en einstakir reitir
Vatnsmýrarinnar koma til upp-
byggingar á næstu árum. - sdg
Heildarskipulag Vatnsmýrar:
Ný keppnis-
gögn útbúin
MUMBAI, AP Sprengjuárásirnar á
lestakerfið í Mumbai, sem áður
hét Bombay, hafa tefjandi áhrif á
friðarviðræður milli Indlands og
Pakistans. Tengsl ríkjanna hafa
orðið töluvert vinsamlegri á
síðustu árum, en nú hefur fundi
utanríkisráðherra ríkjanna, sem
átti að halda í næstu viku, verið
frestað.
Manmohan Singh, forsætis-
ráðherra Indlands, sagði á blaða-
mannafundi í gær að sprengju-
mennirnir hafi „notið stuðnings
handan landamæranna,“ og á þar
við Pakistan. - gb
Indland og Pakistan:
Hætta við að
semja um frið
HEIMSÓKN Á SJÚKRAHÚS Forsætisráð-
herra Indlands heimsótti í gær fórnarlömb
sprengjuárásanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÓHAPP Fólksbíl var ekið á hús
veitingasölunnar Hreðavatnsskála
í Borgarfirði seinnipartinn í gær.
Lögreglan í Borgarnesi segir öku-
manninn hafa verið ungan að árum
og að hann hafi ætlað að leggja
bílnum við inngang hússins en
hafi misst stjórn á honum og
hafnað svo að segja inni í anddyri
skálans.
Mjög fáir voru inni í skálanum
þegar óhappið varð og engin
meiðsl urðu á fólki. Bíll piltsins er
að mestu óskemmdur en að sögn
lögreglu skemmdist anddyri skál-
ans þónokkuð. - sh
Hreðavatnsskáli í Borgarfirði:
Bíl ekið inn
í anddyrið